70 prósent treystu öðrum betur.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæplega 30% atkvæða í Alþingiskosningunum í haust og formaður hans lítur á það sem mikið traust, svo mikið, að kjósendur hafi lagt blessun sína yfir það að hann yrði forsætisráðherra. 

Þá er skautað fram hjá því að 70% kjósenda kusu hvorki Sjálfstæðisflokkinn né formann hans og treystu öðrum betur. 

Það voru úrslit kosninganna. 

Ef menn meta þau þannig, að Viðreisn hafi í raun verið klofnigsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, eins og ráðherraskipanin sýnir glögglega, fengu Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn samtals 40%. 

60% kjósenda kusu hvorki Sjalla né Viðreisn og treystu öðrum betur. 

Það voru úrslit kosninganna, 40-60. 

Björt framtíð lét líklega á Lækjarbrekkufundinum fyrir kosningar varðandi það að taka þátt í stjórn þáverandi stjórnarandstöðuflokka. 

Þáverandi stjórnarandstaða fékk ekki meirihluta þingsæta og þó 48,5% prósent atkvæða eða 8,5 prósentustigum meira en Sjallar og Viðreisn samanlagt.

Niðurstaða: 40-48.

Það er algengt að túlka raunverulegan ósigur í bláköldum tölum sem sigur út á það eitt að hafa aukið fylgi sitt frá því sem áður var.

Þetta myndi aldrei verið tekið gilt í íþróttum.

Ef Stjarnan tapar fyrir Fram í handbolta með 20 mörkum gegn 30, myndi það aldrei vera talinn sigur Stjörnunnar þótt þeir töpuðu næst með 23 mörkum gegn 27.

Og jafnvel þótt menn telji að persónulegt fylgi Bjarna hafi verið svo mikið að þess vegna verðskuldi hann það öðrum fremur að gegna valdamesta embætti landsins, er það ekki rétt ef marka má margar skoðanakannanir, sem sýndu að Katrín Jakobsdóttir naut mests traust. 

Ástæða þess að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra er sú að vinstri flokkarnir töldu Panamaskjölin ekki nógu mikið forgangsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum sínum, heldur létu viðræðurnar stranda á öðrum atriðum. 

Einn Lækjarbrekkuflokkanna mat stöðuna þannig, að það yrði samt að mynda ríkisstjórn og ákvað því að stökkva yfir á eina vagninn sem var í boði, þar sem Bjarni Benediktsson er vagnstjórinn.    


mbl.is „Hefur setið djúpt í hnakkinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Arnarson

Þetta eru trúlega heimskulegustu rök sem hægt er að finna Ómar:

Það voru 84% sem kusu ekki VG, 85,5 % sem kusu ekki Pírata og 94 % sem kusu ekki Samfylkinguna, svo fátt eitt sé nefnt. Eru þessir flokkar þá ekki enn ótraustari en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt þér ?

Valur Arnarson, 12.1.2017 kl. 11:40

2 identicon

Tek undir neð fyrstu athugasemd. Fáránleg rök.

Voru líka þá ekki rúm 60% sem ekki vildu forsetann...??

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 11:48

3 identicon

Ómar. Þetta er hrein hundalógíkk hjá þér. Sjaldan hefur þú virkað svona kjánalegur.

Ævar Einarsson (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 12:02

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt þessu hefur það aldrei gerst að forsætisráðherra hafi notið trausts því ég veit ekki til þess að neinn flokkur hafi nokkurn tíma hlotið hreinan meirihluta hérlendis.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2017 kl. 12:08

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29.1% í Alþingiskosningunum, Viðreisn 10.4%, Brún Framtíð 7.2%; samanlagt 46.7%. Öllum má vera nú ljóst að nær engin málefni aðskilja þessa íhaldsflokka og þá er gamla hækja Íhaldsins með 11.5%. Staða Bjarna er því afar sterk, gæti varla verið sterkari. Það er hinsvegar spurning sem útlendingar frekar en innbyggjar velta fyrir, hví í ósköpunum má það vera að grútspilltur Panama-pappír og skatta-þjófur skuli vera í þessu mikla uppáhaldi hjá Íslendingum. Við hefðum alveg eins getað látið Kögunarkrakkan drullast áfram i stjórnarráðinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 12:14

6 identicon

Málið er ekki alveg svona einfalt því flestir sem geta hugsað sér að hafa sjálfstæðisflokkinn við völd kjósa hann sjálfan, enda eru samstarfsflokkar hans ævinlega valdalítil uppfylling. Meira jafnræði er milli annarra flokka. Þess vegna er mikið til í rökum Ómars.

Elín Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 12:22

7 Smámynd: Valur Arnarson

Málið er ekki alveg svona einfalt því flestir sem geta hugsað sér að hafa vinstri græna við völd kjósa vinstri græna, enda væru samstarfsflokkar þeirra ævinlega valdalítil uppfylling fengju vinstri grænir mikinn stuðning. Jú, framsetning Ómars er rökleysa.

Valur Arnarson, 12.1.2017 kl. 12:39

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samanburður við þá staðreynd í Bandaríkjunum, að forsetar eru aldrei með meirihluta allra á kosningaaldri, er villandi.

Ég er að tala um kjósendur á kjörskrá sem greiddu atkvæði, ekki þá sem "sátu heima". 

Við kjör Bandaríkjaforseta er það að sjálfsögðu meirihluti greiddra atkvæða sem ræður úrslitum og við það á að miða. 

Því að það er að sjálfsögðu fullkomin rökleysa að gefa sér hvað þeir, sem sátu heima, hefðu kosið og fráleitt að gefa sér það og telja þá með. 

En það er ansi oft gert. 

Ómar Ragnarsson, 12.1.2017 kl. 13:55

9 Smámynd: Sandy

Ég hef nú aldrei getað skilið kosningarkerfi Bandaríkjanna en ef ég man rétt þá fékk Hillary miklu fleiri atkvæði en Trump en hann aftur á móti fleiri kjörmenn og vann kosningarnar.

Sandy, 12.1.2017 kl. 14:38

10 Smámynd: Valur Arnarson

Rétt að taka það fram að svör mín, númer 1 og 7, snúa að þessum þætti bloggfærslunnar:

"Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæplega 30% atkvæða í Alþingiskosningunum í haust og formaður hans lítur á það sem mikið traust, svo mikið, að kjósendur hafi lagt blessun sína yfir það að hann yrði forsætisráðherra. 

Þá er skautað fram hjá því að 70% kjósenda kusu hvorki Sjálfstæðisflokkinn né formann hans og treystu öðrum betur. 

Það voru úrslit kosninganna."

Ég átta mig hins vegar ekki á því hvernig Bandaríkinn blönduðust í málið.

Valur Arnarson, 12.1.2017 kl. 15:37

11 identicon

Og hvað? á þá sjálfstæðisflokkurinn ekki að vera í ríkisstjón nema hann fá yfir 50% atkvæða...

Hvaða rugl er þetta.

Þið kommarnir verðið bara að sætta ykkur við að það er lítil eftirspurn eftir ykkur

Wilfred (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 16:16

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 97% kjósenda treystu sem sagt öðrum betur en Ómari Ragnarssyni í alþingiskosningunum árið 2007 þegar Íslandshreyfingin fékk 3,3% atkvæða.

Þorsteinn Briem, 12.1.2017 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband