Falsfréttir verða seint drepnar.

Kristur sagðist fyrir rétti, þegar hann svaraði spurningu dómarans um hlutverk sitt, vera "kominn til að bera sannleikanum vitni." Og þá kom "eftirfylgnisspurnin ("follow-up") spurning Pílatusar: "Hvað er sannleikur?"

Falsfréttir hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og haft áhrif alla tíð, að vísu mismikil.

Á síðustu árum hefur bylting á netinu valdið því að slíkar fréttir geta komið úr miklu fleiri áttum en áður.  

Undir falsfréttir falla miklu fleiri fréttir og fróðleikur en virðist í fljótu bragði. 

Á benskuheimili mínu var Mogginn eina dagblaðið, sem keypt var, þar til ég ákvað þegar ég fór að sela blöð og bera út blöð, að gerast áskrifandi að Þjóðviljanum til þess að jafnvægi væri í fréttaflutningi sem að mér væri haldið.

Ekki þarf annað en að líta á fyrirsagnir blaðanna fjögurra af óeirðunum á Austurvelli 30. mars 1949 til að sjá hvernig himinn og haf gátu verið á milli fréttafrásagna af einum atburði. 

Í Mogganum las maður endalausar fréttir um illsku kommúnista, sumar lúmskar eins og þær að þeir Íslendingar sem ekki voru alveg réttu megin í skoðunum væru "kommúnistar" eða "kommar." 

Var ekki gott að fá á sig "kommastimpil." 

Í Þjóðviljanum var allt sem gert var í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu mært upp í hæstu hæðir og sanntrúaður Laxness réttlæti hreinsanir Stalíns og skrifaði um "Gerska ævintýrið".   

Hann undraðist "ófyrirleitni" Búkharins í réttarhöldunum í ofsóknum Stalíns. 

Þegar Stalín dó var dregið fram stærsta stríðsletur Þjóðviljans og minning Stalíns sem mesta góðmennis og stórmennis allra tíma mærð með hástigs lýsingarorðum.spit-Spitfire LF VCt

Í Kalda stríðinu eftir heimsstyrjöldina litaðist öll umfjöllun um flest mál af áróðri, sem oft var býsna lúmskur. 

Sumt af því hefur lifað fram á þennan dag.

Lítið dæmi, byggt á grúski í heimildum um Seinni heimsstyrjöldina:Hawker Hurricane

76 árum eftir orrustuna um Bretland standa líklega flestir enn í þeirri trú að Supermarine Spitfire hafi verið besta og merkasta orrustuflugvélin í styrjöldinni og bjargað Bretum. 

Hið sanna er að mun fleiri þýskar flugvélar voru skotnar niður af Hawker Hurricane en af Spitfire þótt Spitfire væri betri eiginleikum búin. 

Þegar Churchill hélt hina frægu ræðu sína "Hinir fáu" ("The few") átti hann við flugmennina, ekki flugvélarnar.

Og þeir höfðu góð tök á því að fljúga Hurricane. (Afsakið að fyrir tæknileg mistök eru tvær myndir af henni.) fw-190-1Hawker Hurricane

Og það er fyrst eftir fall Sovétríkjanna sem það fer að seytla inn í fræðibækur um orrustuflugvélar að að minnsta kosti tvær tegundir orrustuflugvéla hafi verið betri í stríðinu en Spitfire.

Það voru hin rússneska Yakovlev Yak-3 og hin bandaríska P-51 Mustang.

Einkum hefur geta þeirrar rússnesku farið hljótt, því að löngum hafa léleg gæði rússneskrar framleiðslu verið höfð mest á orði.Yakovlev Yak-3

Og allir stríðsaðilar reyndu að halda sínum hlut sem best fram, þannig að það vildi oft drukkna í umræðunni að Sovétríkin báru lengst af hitann og þungan af baráttunni við Hitler og nasista.

Það var fyrst og fremst hin gríðarlega framleiðslugeta og baráttuandi Rússa sem kom í veg fyrir að Þjóðverjum tækist að leggja alla Evrópu undir sig.

Þetta viðurkenndi John F. Kennedy í einni ræðu sinni.  

Þegar hin þýska Focke-wulf fw 190 kom fram urðu Bretar að endurbæta Spitfire til að hún hefði roð við þeirri þýsku. 

Þjóðverjar notuðu Messerschmitt Me 109 allt stríðið, en á þegar leið á bardagana á austurvígstöðvunum var þýskum flugmönnum ráðlagt að forða sér strax ef þeir yrðu varir við Yak-3 neðar en í 15000 fetum, svo mjög tækju flugeiginleikar þeirrar rússnesku eiginleikum Messerschmitt og Focke-Wulf fram. 

Síðustu tvö ár stríðsins kom síðan fram sú örrustuflugvél, sem var líklega best þeirra allra, hin bandaríska Mustang, einkum vegna gríðarlegrar langdrægni.

Sagt er að þegar Göring hafi frétt af því í fyrsta sinn að Mustang væri á flugi yfir Berlín eftir að hafa fylgt sprengjuflugvélum Bandamanna alla leið þangað hafi hann sagt: Nú eru góð ráð dýr. Þetta er búið spil. P51D-Mustang-pic-01

Mustang var lykillinn af því að hægt væri að veita sprengjuflugvélunum vörn og svo að þær gætu gert jafn mikinn usla í loftárásum Bandamanna og þær ollu. 

Það hefur löngum verið sagt frá því sem dæmi um heimsku og fáfræði þegar bændur riðu til Reykjavíkur "til að mótmæla símanum." 

Með þessum tveimur orðum, að "mótmæla símanum" er gefið í skyn að þessir menn hafi verið á móti fjarskiptum Íslands við útlönd. 

Hið rétta er að þeir vildu einmitt sem hraðastar framfarir í fjarskiptunum með því að forgangsraða loftskeytasambandi fram fyrir landssmímann. 

Þeir urðu undir í þessari deilu og sagt er að sigurvegararnir skrifi söguna.  Það virðist eiga við í þessu efni. 


mbl.is „Pólitískar nornaveiðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt jafnmikil lygi í Mogganum og Þjóðviljanum en sitthvor lygin, gott jafnvægi þar á milli og því nauðsynlegt að lesa bæði blöðin.

Þorsteinn Briem, 13.1.2017 kl. 10:02

2 identicon

Þetta er rétt athugað hjá þér með bændurna og símann, en svo var með það eins og oft síðar að deilan um símann/loftskeyti var yfirvarpsdeila þar sem undir lá mismunandi pólitík gagnvart sjálfstæðinu. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 10:11

3 identicon

Rétt hjá Steina.  Það verður að vera ákveðið jafnvægi í lýginni.  Við eigum góða mynd af þessu í manninum sem barði trumbur og mótmælti sjálfum sér á Austurvelli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 11:19

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakk fyrir fróðleikinn Ómar Ragnarsson.

Þú mátt sýna okkur myndirnar af öllum þessum flugvélum, með nafninu undir.

Bið ykkur vel að lifa.

Egilsstaðir, 13.01.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 13.1.2017 kl. 12:17

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég kann ekki á þá tækni að setja texta sérstaklega undir myndirnar.

Þær eru, að undantekinni neðri myndinni af Hurricane, í sömu röð og talað er um þær. Þjóðernið þekkist á ólíkum merkingum, aðeins Focke-Wulf vélin er með þýskum merkingum og aðeins sú bandaríska með bandarískum merkingum. 

Ómar Ragnarsson, 13.1.2017 kl. 17:58

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og eingöngu rússneska vélin er með rússneskum merkingum. 

Ómar Ragnarsson, 13.1.2017 kl. 17:59

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það nægir að setja bendilinn yfir myndirnar, þá sést nafnið. Ég pastaði þessu inn í Word og pastaði svo til baka yfir í athugasemdir og lagaði textann aðeins.Engin vandi, ég gaf mér tíma, sé að þú ert önnum kafin.

Ef pastað er inn í blogg ritilinn, þá þarf oftast að nota mynd innsetninguna.

Stundum hefur heppnast að pasta beint úr blogritlinum yfir í annan bloggritil.

spit-Spitfire LF VCt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Supermarine Spitfire

Hawker Hurricane

 

 

 

 

 

Hawker Hurricane

fw-190-1

 

 

 

 

 

Focke-wulf fw 190

Yakovlev Yak-3

 

 

 

 

 

 

Yakovlev Yak-3

P51D-Mustang-pic-01

 

 

 

 

 

P-51 Mustang

Jónas Gunnlaugsson, 13.1.2017 kl. 20:06

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þú fyrirgefur leikaraskapinn.

Jónas Gunnlaugsson, 13.1.2017 kl. 20:10

9 Smámynd: Sigurður Andrés Jónsson

Eg hef lengi verid forvitinn Omar þu sem flugmadur, hvad af þessum velum myndir þu helst vilja profa ad taka hring a.

Sigurður Andrés Jónsson, 14.1.2017 kl. 00:47

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Faðir minn var ungur og tiltölulega nýbyrjaður í lögreglunni í Reykjavík og var í miðjum átökunum á Austurvelli 1949.

Hann sagðist alla tíð hafa haft óbeit á Þjóðviljanum eftir umfjallanir hans á atburðinum, svo skrumskældur var veruleikinn sem Þjóðviljinn bar á borð fyrir þjóðina. Morgunblaðið (og sennilega hin blöðin líka) sögðu frá atburðarrásinni eins og hún var í raun og veru, voru hans orð.

Hann talaði um ótrúlega grimmd kommúnistanna og margir lögreglumenn slösuðust alvarlega og báru þess aldrei bætur. A.m.k. einn lögregluþjón þurfti að flytja til útlanda til aðhlynningar og aðgerðar á andliti.

Ég man þegar hann sagði mér að margir lögregluþjónar og þ.á.m. hann, óttuðust um líf sitt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2017 kl. 04:21

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í sambandi við símann og að innbyggjar hérna voru á móti símanum, - að þá er staðreyndin að ástæða símaandúðarinnar var markskonar eða af ýmsum rótum.  M.a. af loftskeytarotum sem Einar Ben var að agentera fyrir og fleiri í Rvk.

En hitt er jafn ljóst, að ástæða andstöðu  margra bænda var einfaldlega af því að þeir voru á móti símanum eða töldu hann óþarfa.  Þarna var náttúrulega ekki búið að gera neina vegi að gagni, menn varla búnir að finna upp hjólið hérna.

Þá þótti mörgum að sími væri hinn mesti óþarfi.

En ef við segjum sem svo að Hannes Hafstein hefði lúffað fyrir andsímamönnum, að hvað hefði það þá þýtt?  Jú, einfaldlega það að Ísland hefði komist í símasamband miklu seinna.  Loftskeytin eins og þau voru praktiseruð þarna voru ekki að gera sig.  Þeir sem töluðu fyrir loftskeytum í þeirri merkingu og samhengi sem þarna var höfðu rangt fyrir sér.

Inní andstöðuna við símann spilaði líka mikið þjóðrembingur.  Hérna átti bara allt að vera í einangrun og fásinni og sumir settu mikið fyrir sig að danskt fyrirtæki var með símalagninguna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2017 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband