"Sjálfa" er táknmynd breyttra tíma, líka fyrir gamlingja.

Eitt af þeim nýyrðum sem notað hefur verið um enska orðið Selfie er kvenkynsorðið "Sjálfa." 

Það segir ansi mikið um það sem liggur að baki fyrirbæri sem varla var til fyrir áratug en spratt upp með myndavélunum í snjallsímunum, sem er orðnir allra eign. 

Með netsíðunum hefur myndast nýr vettvangur í formi facebook, bloggs og tísts, sem mikil þörf var fyrir vegna þeirrar firringar sem getur skapast vegna samskiptaleysis fólks, jafnvel skyldmenna.

En á móti kemur að bæði getur einsleitni í formi þarfarinnar við að búa til glansmyndir og þarfar sumra til að vera með ómálefnalegan skæting, illmælgi og illkvittni.

Og við bætist hættan á að hætta að gera mun á netheimum og raunheimum, mannheimum, sem svo má að orði komast, og hættan á að hverfa um of inn í netheimana og missa nauðsynleg tengsl við umhverfi sitt og samfélag. 

Og það nýjasta eru slæm áhrif mikillar notkunar sjnalltækja á augu og hrygg, (fólk verður hokið), og slæm áhrif á sálarlíf barna og unglinga. 

En tæknin verður ekki stöðvuð og viðfangsefnið felst í því að skapa eðlileg, þroskandi samskipti og tjáningu á netmiðlunum og hóflega notkun á snjalltækjunum.

Ég hef gantast með það að undanförnu að eldra fólkið hafi það fram yfir yngra fólkið að eiga kost á sjálfsmyndum sem koma til sögunnar á efri árum.

Þar á ég við fyrirbæri eins og maga- og ristilspeglanir þar sem maður getur fengið að skoða innyfli sín með myndavélum og sannfærast um gildi þess sem sagt hefur verið, að fegurðin komi að innan.

Var einmitt að koma úr einni slíkri en þurfti ekki að endurtaka það, sem hægt var upplifa í speglununum 1996 og 2003 að sjá þessar myndir á meðan þær voru teknar.


mbl.is Samfélagsmiðlar orðnir „eitur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Wind mission heads for test and launch - BBC

Þorsteinn Briem, 18.1.2017 kl. 05:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Wind mission heads for test and launch - BBC

Þorsteinn Briem, 18.1.2017 kl. 05:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Wind mission heads for test and launch

Þorsteinn Briem, 18.1.2017 kl. 05:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirborðsstraumar í hafinu umhverfis Ísland, gulu örvarnar sýna strandsjó:



Hafstraumar í kringum Ísland - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 23.1.2017 kl. 03:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirborðsstraumar í hafinu umhverfis Ísland,
gulu örvarnar sýna strandsjó:



Hafstraumar í kringum Ísland - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 23.1.2017 kl. 03:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Image result for irminger current map

Þorsteinn Briem, 23.1.2017 kl. 04:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom auga á lík í sjónum við ...

Þorsteinn Briem, 23.1.2017 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband