15.1.2017 | 23:14
Ţegar SÍS-veldiđ, Tíminn og Sjónvarpiđ voru hrekkt.
Ég ferđađist međ Árna Jónssyni söngvara um allt land á hérađsmót Sjálfstćđismanna 1959 og 1960 og á hérađsmót Framsóknarmanna 1961.
Árni vann um árabil hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og sagđi mér ţeim hrekk, sem var gerđur í Sambandshúsinu, ađ nokkrum skiltum á hurđum hafđi veriđ breytt einn morguninn, ţegar fólk kom til vinnu, yfirmönnum Sambandsins til lítillar ánćgju.
Ţegar hrekkurinn var gerđur var ţarna gjaldkeri, sem ţótti vera heldur um of fjarverandi.
Morguninn, sem hrekkurinn var gerđur, stóđ "Sjaldkeri" á hurđinni hjá honum, og á hurđ Íslendingasagnaútgáfunnar stóđ "SÍSlendingasagnaútgáfan."
Ég skemmti árlega á ţessum árum á árshátíđum dagblađsins Tímans, og var siđur á ţeim ađ gefa út árlegt skopblađ, líkt Tímanum, sem bar nafniđ "Hálftíminn" og var dreift á hverri árshátíđ.
Á einni árshátíđ gerđist ţađ ađ ritstjóri lenti í harđvítugum slagmálum viđ setjara einn, og lauk viđureigninni ţannig ađ ritstjórinn beit í lćriđ á setjaranum.
Ritstjórn Hálftímans var vandi á höndum á nćstu árshátiđ, ţví ađ á vinnustađnum ţótti atvik ţetta hafa veriđ af ţeirri stćrđ, miđađ viđ annađ fréttnćmt á árinu, ađ erfitt vćri ađ komast hjá ţví ađ gera grín ađ ţví í árshátíđarblađinu.
En máliđ var viđkvćmt og hćtt vćri viđ ţví ađ yfirstjórn blađsins myndi reiđast.
En lausnin fannst.
Í Hálftímanum höfđu veriđ dálkar međ stuttum setningum og máltćkjum og ritnefndin fann stađ fyrir ţetta í máltćkjadálki blađsins.
Međal mátćkjanna var ţetta: "Ekkert fćr stađist tímans tönn."
Ţegar ţetta er sagt, fer ekki á milli mála viđ hvađ er átt.
En međ ţví ađ hafa orđiđ međ litlum staf var varist viđbrögđum yfirmanna blađsins.
Ţegar ég var dagskrárritstjóri Sjónvarpsins um eins árs skeiđ, var dagskráin sýnd á skjánum í tíu mínútur áđur en hún hófst.
Dagskrána vélritađi ég á blađstrimil sem var sett upp á pappírsrúllu fyrir framan sjónvarpsmyndavél, og í gegnum myndavélina var textanum varpađ út á ljósvakann.
Dagskrána mátti sjá á skjám innanhúss 20 mínútum fyrir útsendingu, starfsmönnum til hagrćđis, en ekki var hćgt ađ sjá hana utanhúss í gegnum dreifikerfiđ fyrr en 10 mínútum fyrir útsendingu.
Ţađ verđur ađ geta nokkurra atriđa til ađ hćgt sé ađ skilja eđli hrekksins.
Garđar Ţorsteinsson var prófastur í Hafnarfirđi og voru ástamál hans umrćdd á ţessum tíma.
Ţrír yfirmenn dagskrárgerđar voru Pétur Guđfinnsson, Emil Björnsson og Jón Ţórarinsson og Eiđur Guđnason var varafréttastjóri.
Og eitt af ţví sem Emil var mjög viđkvćmur fyrir var vísa, sem Stefán Jónsson hafđi gert um hann, svohljóđandi:
Séra Emil giftir og grefur.
Glatt er í himnaranninum.
Eru á ferli úlfur og refur
í einum og sama manninum.
Međal efnis kvöldiđ sem ég lét verđa ađ ţví ađ framkvćma smá hrekk, átti, ađ ţví ađ mig minnir, ţetta ađ standa á strimlinum:
Stundin okkar. Barnatími Sjónvarpsins.
Fréttir.
Á öndverđum meiđi. Stjórnandi Eiđur Guđnason.
Mađur er nefndur. Ţórbergur Ţórđarson.
Garđar ástarinnar. Mynd um frćga aldingarđa á Indlandi.
Lusy Ball. (Boriđ fram Lúsí bol). Ţáttur međ hinni frćgu gamanleikkonu.
Pétur og úlfurinn. Saga og tónverk eftir Sergei Prókofiev.
Ég gerđi nú tvćr dagskrárrúllur, sú innri var rétt, en sú ytri breytt, ţannig ađ ég gat látiđ röngu rúlluna standa í 10 mínútur, en síđan kippt henni í burtu nokkrum sekúndum áđur en dagskráin fór út á ljósvakann, ţannig ađ hrekk-dagskráin sást ađeins innanhúss en hin rétta fór í loftiđ út á ljósvakann.
Gabb-dagskráin var svona:
Stundin rokkar. Skarnatími Sjónvarpsins.
Réttir. Runki fór í réttirnar.
Á öndverđum Eiđi. Varafréttasjóri rífst viđ sjálfan sig.
Mađur er klemmdur. Rćtt viđ fjármálaráđherra.
Garđar ástarinnar. Prestur í Hafnarfirđí í erfiđum málum.
Lús í bol. Skítugur bítill finnur lús í bol sínum.
Pétur og úlfurinn og Jón.
Skemmst er frá ţví ađ segja ađ ţađ fór allt á hvolf í húsinu ţegar hrekk-dagskráin blasti viđ og séra Emil kom hlaupandi niđur í útsendingarstjórnarherbergiđ ţar sem dagskrárrúllurnar voru. En í ţeim svifum hafđi ég tekiđ gabb-rúlluna í burtu og benti honum á ađ ekkert vćri viđ ţá dagskrá ađ athuga sem vćri í loftinu.
Hann trúđi ekki sínum eigin augum og auđvitađ sefađist hann ekkert viđ ţetta heldur varđ ennţá sárari, einkum yfir síđasta dagskrárliđnum, sem hafđi blasađ viđ honum mínútu fyrr.
Máliđ var tekiđ fyrir hjá yfirstjórninni og mér var veitt verđskulduđ ofanígjöf.
Hrekkjalómurinn gaf sig fram | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ómar var er er alltaf góđur. Auk ţess ađ hafa skemmt ţjóđinni um áratugi hefur hann vakiđ okkur til vitundar um gildi íslenskrar náttúru og mannlífs. Hver hefđi til dćmis vitađ af Gísla á Uppsölum ef Ómar hefđi ekki gert hann landsţekktan?
Ólafur Bjarni Halldórsson (IP-tala skráđ) 16.1.2017 kl. 09:12
Í dag:
Australia to pursue TPP 12 minus one
Ţorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 09:17
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.