Hvað um Hörpuna?

Það er magnað að ekki nema 14 ára gamalt hús liggi undir rakaskemmdum, þar sem þegar eru byrjaður að tikka inn hundruð milljóna í viðgerðarkostnað. Vetrarsól, jan 2014

Það leiðir hugann að Hörpunni, sem einnig er með nýstárlegan ytri flöt, þótt úr öðru efni sé en Orkuhúsið. 

Fljótlega eftir að Harpa var fullbyggð voru ritaðar greinar um að á það myndu herja illvígar tæringarskemmdir og væru raunar þegar byrjaðar að sjást. 

Harpa og Orkuhúsið eru tvær af táknmyndum græðgisbólunnar og hrunsins á fyrstu átta árum aldarinnar. 

Kostnaðurinn við byggingu Orkuhússins fór langt fram úr öllum áætlunum og var bygging þess í raun hneyksli og gaf tóninn fyrir REI-hneykslið 2007, sem var byrjunin á endemis kafla í sögu stjórnar Reykjavíkurborgar, þar sem fimm borgarstjórar voru við völd á aðeins þremur árum.  

Á næstu dögum mun ég kannski setja hér inn sitthvað, sem birst hefur á fyrstu tíu árum þessarar bloggsíðu, og læt mynd, sem facebook var svo vinsamleg að setja inn og var tekin fyrir réttum þremur árum prýða síðuna. 

Það er mikill órói og uppspenningur í myndinni, sem gæti minnt okkur á að sól er að byrja að hækka á lofti. 

Það er svolítið táknrænt fyrir upphaf virkjana- og stóriðjuæðið í byrjun aldarinnar, að lagið á Orkuhúsinu er þannig, að ef það væri hækkað jafnt og þétt upp í hið óendanlega myndu hinar úthallandi hliðar þess smám saman slúta yfir allt Ísland! 


mbl.is Sækja hugsanlega bætur vegna skemmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orkuveitan seldi húsið árið 2013
Af hverju lendir skellurinn á OR en ekki á hönnuði, verktaka eða eiganda?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/12/orkuveituhusid_selt_fyrir_5_1_milljard/

Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 17:41

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að ástæðan fyrir skemmdum í Hörpu sé first og fremst sú að íslenskir byggingaverktakar eru ekki betri en þetta.

Þetta væri ekki svo slæmt ef að það væri bara Harpan sem væri með raka vandamál, en því miður þá eru þúsundir íbúðarhúsa með raka vandamál, sem eiðilegiggur heilsu tugþúsunda fólks.

En enginn byggingaverktaki er ábyrgur, það er eitthvað að þessu.

Kveðja frá Houston 

Jóhann Kristinsson, 15.1.2017 kl. 18:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Glergrindin á Hörpu var smíðuð og reist af Kínverjum.

Þorsteinn Briem, 15.1.2017 kl. 19:23

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kínverska fyrirtækið smíðaði tvö sett af stálrömmum. Það fyrra gjörsamlega handónýtt, en hið seinna sennilega rétt sleppur fram yfir ábyrgðartímann. Harpan er einn risastór ruslahaugur af fáránlegri hönnun, lélegum efnum og glassúr. Hinn endanlegi reikningur er langt í frá kominn í hús, fyrir þessari hörmung. "You aint seen nothing yet" í þeim efnum. Alfreðskubburinn í Árbænum mun sennilega standa einhverja áratugi, en annað mun koma á daginn með glerhauginn við höfnina.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2017 kl. 23:38

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er Orkuveitan ekki leigjandi í húsinu, eða var það bara svona enn einn vitleysisgangurinn í að hylma yfir óráðsíuna og ruglið? Veit upplýsingafulltrúinn ekki betur, eða er hann "partur af programmet?". Hann á alla vega lítið erindi í Útsvar í framtíðinni.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2017 kl. 23:54

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvernig nákvæmlega eru útveggir hengdir á bygginguna?

Að öðru leiti, að þá virðist þetta bara svipað og þegar þeir voru að starta risa-ofni í Keflavík á dögunum.

Þá þótti mönnum tilvalið að vita ekki neitt hvað þeir voru að gera.

Þ.e.a.s. að mistökin virðast svo mikil að aðeins verði skýrt með þekkingaleysi.  Menn vita ekkert hvað þeir eru að gera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2017 kl. 12:05

7 identicon

"Hvað með Hörpuna" ?

Af fjölda galla í Hörpu  

   Frá vordögum 2010 hefur undirritaður, með Guðm. Kr. Guðmundssyni (arkit. SÍ) o.fl. kollegum og fagmönnum (m.a. stáltæknimönnum), fylgst með smíði og frágangi Hörpu og fest á myndir. Ýmislegt miður fagurt kennir þar að líta úr stóru myndasafni.

Myndinar deilast þannig:

1) Ryðmyndanir: Ryðmyndir frá byrjun: Af fyrri „stuðlavegg“ sem var rifinn vegna hættulegra galla og sendur sem ryðslegið brotajárn til Spánar (við skattborgarar „fengum“ að borga í honum). Nýr var svo reistur en þar mátti enn sjá ryð, sem síðan var málað yfir. Sama mátti sjá í norðurveggjum. Ryð‘draugurinn‘ hefur aftur sést skjóta upp kollinum og er þá yfirmálaður. Greinileg hætta er á að hann lúri þarna enn og magnist síðar.

2) Málmsuða, málmsmíði og samtengingar: Sjá má ófögur dæmi um þetta. Víða sjást klúðurslegar hjúpsamtengingar og ‚reddingar‘ t.d. með litlum málmplötuskeytingum. Stálfletir eru víða ósléttir. Benda má á álit málmtæknimanna í grein í tímaritinu VM (Grein í okt. 2011): „Hrákasmíði í Hörpu.“

3) Sílíkonfúgur: Þýzkur verktaki benti undirrituðum á að víða í fúgum væru hnökrar, s.s. misfellur og þær væru víða misbreiðar. Á kafla á norðurhlið sást að fúguefnið var horfið. Í hve mörg ár skyldi hjúpurinn á þessum veðurbarða stað endast ?

4) Sjónsteypa inni og úti: Sjónsteypan er víða svartflekkótt. Hún er misbrýnd, skellótt og æðótt. Sama er á austurhlið og sjávarvegg og er steypan þar víða áberandi ótútleg.

5) Gólf og stigar: Sjá má flísar á gólfyfirborði misjafnar í hæð og fúgur á milli þeirra misbreiðar. Eins vantar flísalögn út í horn. Gólfin uppi eru gráflekkótt og rákótt. Líkust óhreinum bílskúrsgólfum. Sama er að segja um stigaþrep. Þrepnefin eru heldur ekki litarmerkt fyrir sjóndapra.

6) Eldborgarstiginn (líka neyðarstigi): Langur brattur stiginn er skáskorinn (úr eðlilegum göngurytma) og í einu hlaupi þannig að t.d. eldra fólk og gangskertir o.fl. eru óöruggir. Skáinn beinir fólki út að handriði. Við kollegar teljum að millipallur eigi að vera í öryggisskyni skv. reglum um stiga í leik- og tónlistarhúsum: Sjá þá ”Neufert/Bauentwurfslehre” alþjóðlega hönnunar-og regluverksbók arkitekta. Þar segir: hámark 18 þrep og svo sé pallur. Brýn ástæða er fyrir palli því að stiginn langi er notaður sem neyðarstigi í vá. Hrasi maður í neyðarrýmingu gæti það valdið stórhættulegri skriðu fallandi fólks og því er pallur nauðsyn. Minna má á að tvisvar kom upp eldur í Eldborgarsal á smíðatímanum.

7) Handrið: Óhreinindi má sjá á milli samsettra handriðsglerja. Gleymdust milliþrif? Málmsuður eru víða óboðlegar. Handriðin uppi á svölum í Eldborg eru hættulega lág og eru aðeins 71cm. 30 cm eru frá brún sætis að handriði sem er hættulega lítið. Stór gestur sem fengi aðsvif eða misstigi sig getur hæglega fallið fram yfir handriðið. Handlistar eru aðeins stállistar og án gripvænna viðarhandlista.

8) Hjúprúður: Frá vígslu hefur mátt sjá rykklepraðar, rákóttar og mattar rúður. 9) Hjúp-viðgerðir: Af og til má sjá viðhaldsmenn við fúgur og hjúprúður í körfum bómukranabíla og eins við þakkanta og þök.

10) Stétt: Hellusteinar í stétt við malbikstorgið eru ekki fasaðir. Miðað við þá tegund má hæðarmismunur vera að hámarki 2 mm eftir niðurlögn. Hann hefur þó mælst allt að 5 mm. Gestir hafa dottið og vitað er um slys.

  Kvartanir Hörpugesta: a)Mörg dæmi eru um að fötluðu fólki finnist því vera mismunað sem 2. flokks gestum varðandi aðstöðu og aðgengi í Hörpu. Þetta er áberandi með sérdyr fatlaða fólksins til hliðar og merktar sem flóttadyr fyrir aðra gesti í Eldborgarsal. Hallinn í Eldborgarsal er mjög óþægilegur fyrir hjólastólanotendur. Salernum er ábótavant m.t.t. aðgengis. Fatlað fólk á að geta farið og verið sem víðast. b)Kvartað er yfir óvirðulegum, óaðlaðandi og ómerktum aðalinngangi með nálæga, gínandi og áberandi túristadótabúð á fv. lokuðum flóttaleiðum. Það vantar vindfang þarna. c)Biðraðir eru að of litlum og fáum lyftum. Eins eru biðraðir að of fáum salernum. d) Stólar Eldborgar eru þröngir og harðir miðað við breiða og þægilega stóla Þjóðleikhúss og Háskólabíós. e)Bagalegur galli blasir við í tónleikahléum. Þrátt fyrir yfirdrifið stór hliðar- og gangarými nær fólk ekki að safnast saman og hittast eins og t.d. í anddyri Háskólabíós. Við Eldborgu er oft mikil þvaga og allir troðast eftir misbreiðum rýmum milli salar og glerhjúps, sem teppist þegar þrengst er. 

  Úttektir:Enginn kannast við úttektir eða ábyrgðir á Hörpu t.d. á hjúp eða aðgengi fatlaðs fólks. Aðspurt benti byggingarfulltrúaembættið á tvær verkfræðistofur, sem svo ekkert könnuðust við neinar úttekir. - Ný Mannvirkjastofnun segir aðspurð: „Samkvæmt lögum hefur Mannvirkjastofnun ekki hlutverki að gegna varðandi úttektir sem þessar. Ábyrgð á úttektum bera annars vegar hönnuður og framkvæmdaaðili og hins vegar byggingarfulltrúi.“ - Ath ! : Ekkert finnst um nefnda undanþágu á Eldbogarstiganum hjá embætti Bftr. Hver ber ábyrgð ef stórslys verður ??? !!!

  NB: Kínastálið var málað en ekki zinkhúðað. Framkvæmdaasi var mikill vegna fastsettrar vígslu í maí 2011. Leiða má líkur að því að þetta dragi dilk á eftir sér sem ofurþung viðhaldsbyrði fyrir skattborgara landsins. Óveðursóþol Hörpu: Loks má nefna upprifnar klæðningar og þakkanta og lekaflóð sem þögn var um í fjölmiðlum (t.d. í óveðrum: 2/11/12-30/11/14 &16/12/14).- NB. Frá 2010-15 var viðhaldið komið í 161 milljon sem er Íslandmet í opinberri nýrrri bygginu á svona stuttum tíma (sjá: Fjárlög og svör til Fjárlaganefndar) !

NB:Til er CD-diskur (með um 240 myndum) um ryðmyndanir(birtast enn en eru þá yfirmálaðar),hönnunar- og smíðagalla, ótútlega, misbrýnda steypu, þreytt og máð gler og hnökróttar og afdottnar sílikonfúgur o.fl. (Myndir teknar: undirritaður o.fl.)                                                                           Með bestu kveðju - Örnólfur Hall, arkitekt FAÍ

Örnólfur Hall (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband