Sókn auðræðisins leitar alltaf að farvegi.

Á tímum nýlenduveldanna var það nokkuð sjáanlegt hvað auðræðið innan þeirra var að gera. 

Nýlenduveldin drottnuðu í nýlendunum með harðri hendi og stunduðu arðrán og kúgun sem var í sumum nýlendum ekkert betri en ógnarverk nasista. 

En ógnarverk nasista hafa hlotið alla nær alla athyglina og illvirki nýlenduherranna hafa fallið í skuggann. 

Það er miður, því að þrátt fyrir upplýsingaöld átta menn sig ekki á því hve óhemju mikinn þátt hefndarhugurinn gegn gömlu nýlenduveldunum á í uppgangi öfga Íslamista og hryðjuverkum þeirra. 

Þegar nýlendurnar fengu sjálfstæði færðist farvegur auðræðisins með arðráni sínu og ofríki yfir á stórfyrirtækin í gömlu nýlendunum og hjá öðrum stórveldum og varð ekki alveg eins áberandi og áður var.

Segja má að Bandaríkin hafi í raun bæst í hópinn. Og þrátt fyrir talið um alþjóðahyggju, fríverslunarsamninga og alþjóðlega viðskiptasamninga viðgengst stærsta óréttlætið í heimsviðskiptunum í formi tollamúra sem ríkustu þjóðirnar sitt hvorum megin Atlantsála hafa reist til að viðhalda ríkisstyrktum landbúnaði sínum á kostnað þróunarlandanna. 

Og nú reynir auðræði hinna fáu og ofurríku að smjúga enn lymskulegar en áður með klær sínar inn í efnahagslíf þjóða heims í formi alls kyns meira og minna leynilegra viðskiptasamninga.

Þá leynd þarf að rjúfa svo að menn geti að minnsta kosti séð það jafn áþreifanlega og glöggt hvað er að gerast í raun og veru eins og hegðun nýlenduveldanna birtist með formlegum hætti í eignarhaldi þeirra á nýlendunum.  


mbl.is „Við þurfum öll að vakna!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

1: Heldur þú að einhverjir Islamskir ofbeldismenn séu eða hafi verið að stúdera sögu?

2: -talandi um sögu- Þegar Islamskir ofbeldismenn voru að ryðjast inn í Evrópu upp Píreneaskagann og yfir Konstantínópel, hvaða hefndarhugur var þá í þeim?

Álpappahattar eru í tísku núna.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.1.2017 kl. 01:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... viðgengst stærsta óréttlætið í heimsviðskiptunum í formi tollamúra sem ríkustu þjóðirnar sitt hvorum megin Atlantsála hafa reist til að viðhalda ríkisstyrktum landbúnaði sínum á kostnað þróunarlandanna."

Evrópusambandsríkin flytja inn gríðarmikið af alls kyns landbúnaðarvörum frá öðrum heimsálfum.

Og eðlilegt að Evrópusambandsíkin vilji að landbúnaður verði áfram stundaður í ríkjunum, enda eru fjölmörg þeirra með bestu landbúnaðarsvæðum heimsins.

Heimurinn græðir því ekkert á að landbúnaður minnki mikið í Evrópusambandsríkjunum eða leggist þar af.

Fátæk ríki í öðrum heimsálfum þurfa sjálf þau matvæli sem þau framleiða og geta selt þau hver öðrum ef lágir eða engir tollar eru á milli þeirra.

Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 01:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ:

Meirihlutinn af fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hér á Íslandi er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis
eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip hafa langflest verið smíðuð í öðrum löndum og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar innflutta ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!

Kexverksmiðjan Frón
notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en Framsóknarflokkurinn heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum.

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af.

Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 01:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslandi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 01:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 01:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 01:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 02:01

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 02:04

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 02:05

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 02:06

11 identicon

blessaður bjartur í sumarhúsum þótti nú umbúðirnar betri en innihaldið .Ef ástand heimsins verður einsog steini briem hefur keníngu um verður heimurinn ílla stattur, til að forðast spá steina þurfum við áburðaverksmiðju hér á landi auðveldara að flitja efninn en áburðinn milli landa. að bera vexti saman hér og þar í heiminum er erfit alveg merkilegt að bera saman danska húsnæðiskerfið og það íslenska þar sem það danska er gjaldþrota í dag. geingur bara með því að fresta greiðslum greiðenda á kosnað ríkisins. en senilega er steini lígt og bjartur í sumarhúsum hrifnari af umbúðum en innihaldi. ef við viljum auka skriræðið á íslandi þurfum við ekki að ganga inní evrópusambandð senilega um 60% vinnuafls hér á landi oppinberrir starfsmenn. 10% halda uppi gjaldeyrisstreymi landsins. mikið af því útlendíngar. um efni máls leind er aldrei af hinu góða. þýskaland eftir stríð fór í að koma skikki á peníngamál sin hvernig gerðu þau það . þau skiptu um mynt og menn feingu síða mismunadi skiptigeingiá gömlu seðlunum og þeim nýrri. senilega þurfum við að gera slígt hið sama nú til að ná inn öllu þessu aflandsfé sem fátækt fólk kom fyrrir í hinum ýmsum skattaskjólum víðsvegar um heimin hvaða gan er af krónum erlendis sem nítist ekki hér á landi. brunnu ekki upp um 6000,milljarðar í hruninu hvert fóru þessir milljarðar.?.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband