22.1.2017 | 02:08
Valdanautn.
Peningaleg auðæfi eru ein tegund valds, og auðjöfrar njóta því mikilla valda til að gera góða eða misgóða hluti.
Stjórnmálalegt vald er síðan önnur tegund valds, sem hlýtur að kitla þann sem þau fær og hefur áður notið vald auðs síns.
Því er skiljanlegt að Donald Trump hafi notið fyrsta vinnudags síns í embætti við að byrja að rífa niður það sem hefur verið gert í tíð fyrirrennara hans, svo sem í heilbrigðis- og umhverfismálum og segi að þessi dagur hafi verið dásamlegur fyrir hann.
Bent hefur verið á það að á undanförnum tveimur áratugum hafi um ein milljón Bandaríkjamanna dáið vegna skorts á almannatryggingum og að afturhvarf Bandaríkjanna til enn skefjalausri notkunar jarðefnaeldsneytis en hefur verið hjá þessari mest loftmengandi þjóð jarðar á síðustu hundrað árum muni valda komandi kynslóðum miklum vandræðum og tjóni.
En hin nýja orkustefna Trumps byggist á því að það sé tóm della hjá helstu vísindastofnunum heims og leiðtogum annarra þjóða, að vaxandi útblástur gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á lofthjúpinn og veðurfar jarðar og að þar að auki sé hlýnun lofthjúpsins jafnvel tilbúningur einn.
Dásamlegur dagur segir Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er nokkuð viss um að ef ég kveiki bál á miðju stofugólfinu hjá mér þá hitnar í herberginu. Og að það er ekki vegna þess að reykurinn myndi einangrun sem hleypir inn hita en sleppir honum ekki út.
Nær öll orkunotkun okkar skilar sér sem hiti. Milljónir bíla að blása út nokkur hundruð gráðu heitu lofti á hverju augnabliki. Heitir rafmagnsofnar, borholur sem blása sjóðandi gufu úr iðrum jarðar. Kæliturnar kjarnorkuvera, ljósaperur og brauðristar. Kæling á bráðnum málmum, plasti og brauði. Allt skilar þetta hita. Og sjálf öndum við öll 6.000.000.000 frá okkur heitu lofti 24/7. Og helstu vísindastofnanir heims og leiðtogar annarra þjóða telja þann hita ekki skipta neinu máli í hlýnun jarðar.
CO2 er sökudólgurinn, það er ákveðið í nefndum þó sannanir séu engar. Eldurinn á stofugólfinu er saklaust skraut, það er reykurinn sem hleypir inn hita en sleppir honum ekki út. Og ríkar iðnvæddar þjóðir eiga auðveldara með að kveikja elda sem ekki kemur mikill reykur frá. Notum CO2 til að halda hinum fátækustu áfram fátækum og okkur háðum.
Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2017 kl. 03:58
Það þarf nú mjög góðan vilja til að tengja stefnu Obama í hernaðarmálum við uppbyggingu og heilbrigðismál. Hefurðu töluna yfir þá hermenn og almenna borgara sem hafa fallið eða liðið fyrir þá stefnu?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2017 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.