Hugarbylgjur og fljúgandi furðuhlutir? Já.

Ef einhver hefði haldið því fram fyrir þrjú hundruð árum að til væru ósýnilegar bylgjur sem gætu borið hljóð og mynd um allan hnöttinn á hraða ljóssins og jafnvel borið slíkt um milljóna kílómetra vegalengdir um geiminn, hefði sá, sem slíku hefði haldið fram, verið talinn algerlega genginn af göflunum.

Að ekki sé talað um að menn myndu skreppa frá jörðinni til tunglsins.

En hvort tveggja varð þó að viðurkenndum veruleika.

Á svipaðan hátt má segja, að sá gæti verið dæmdur sem fullkomlega galinn, sem heldur því fram, að til séu ósýnilegar bylgjur hugans, sem farið geti á óendanlega miklum hraða, ekki aðeins á milli samliggjandi herbergja, eins og í tilraun bandarísku leyniþjónustunnar, heldur einnig um óendanlegar víddir geimsins.

Að ekki sé talað um að til séu fljúgandi furðuhlutir, sem séu óútskýranlegir. 

Ég ætla samt að taka áhættu á því að vera talinn galinn fyrir það að geta vel trúað á tilveru ósýnilegra hugarbylgna og einnig að játa, að ég hafi í eitt skipti séð fljúgandi furðuhlut, loftfar, sem enginn leið var að útskýra sem jarðneskt loftfar. 

Þetta gerðist eitt sinn á flugi mínu í nætursjónflugi úr norðri á leið til Reykjavíkur, þegar ég flaug úr norðri yfir Geldingadraga í átt til Hvalfjarðar. 

Þá sá ég skyndilega hlut á flugi, sem var eins og stór hringlaga upplýst glerbygging og í engu líkt neinu loftfari sem ég hef séð eða lesið um. 

Þetta stóð yfir í um mínútu og ég kallaði aðflugsstjórn upp og spurði hvort einhver annar væri á flugi á þessum stað eða flugleið en ég. 

Og fékk það svar til baka að ég væri einn á ferð þarna. 

Þetta svar þýddi að enn í dag hef ég ekki fundið neitt svar við því, hvað það var sem ég sá svona greinilega. 

Á meðan svo er, get ég ekki hafnað þeirri tilgátu, að til séu fljúgandi furðuhlutir. 

Og of margt hefur gerst, bæði í lífi mínu og einnig í vísindalegum tilraunum, sem bendir til að hugarbylgjurnar séu til. Einna merkilegust var sú, sem var gerð fyrir um 15 árum, og skildi eftir óútskýranlegt fyrirbæri á heimsvísu daginn, sem ráðist var á New York og Washington 11. september 2001. 

Fólk hefur líklega misjafnlega mikla hæfileika til að senda frá sér hugarbylgjur eða að taka á móti þeim. 

Einstaka hafa hæfileika til hvors tveggja, aðrir eingöngu til að senda frá sér hugarbylgjur og enn aðrir eingöngu til að taka á móti hugarbylgjum. 

Hugmyndir um hugsanlegar hugarbylgur og fljúgandi furðuhluti eru heillandi, jafnvel þótt þær sýnist jafn fjarstæðukenndar nú og rafsegulbylgjurnar þóttu á fyrri tíð. 


mbl.is Birta gögn um FFH og dulrænar tilraunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er víst ekki allt sem sýnist. Ég vil vekja athygli á  fyrirlestri Donalds Hoffman um sýndarveruleika og meðvitund. Eflaust skilja hann einhverjir betur en ég.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.1.2017 kl. 23:04

2 identicon

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.1.2017 kl. 23:06

3 identicon

Á svipaðan hátt má segja, að sá gæti verið dæmdur sem fullkomlega galinn sem heldur því fram að til séu álfar og tröll. Að okkur sé stjórnað af köttum og að glóandi hraun séu lifandi verur. 

Er klikkunin eitthvað minni ef maður heldur að á næstu 300 árunum sannist að maður hafi haft rétt fyrir sér?

Vagn (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 02:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindamenn hafa lengi leitað að lífi í geimnum og ekkert galið við það.

Þeir leita hins vegar ekki að álfum eða Guði.

Þorsteinn Briem, 25.1.2017 kl. 04:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvorki hefur verið sannað né afsannað að einhverjir guðir eða álfar séu til, enda er um trú að ræða í báðum tilfellum en ekki vísindi.

Og hvorutveggja jafn merkilegt eða ómerkilegt.

Móðurafi minn var bæði kristinn og álfatrúar og í fjölskylduboði þvörguðu hann og dómkirkjupresturinn um álfatrú.

Hef sjaldan skemmt mér betur.

Þorsteinn Briem, 25.1.2017 kl. 04:38

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni.

Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sínum.

Í Hávamálum er einkum að finna siðareglur Ásatrúarmanna. Heimsmynd ásatrúarmanna er að finna í Völuspá. Þar er sköpunarsögunni lýst, þróun heimsins, endalokum hans og nýju upphafi.

Í trúarlegum efnum hafa ásatrúarmenn aðallega hliðsjón af hinum fornu Eddum.

Margir ásatrúarmenn líta frekar á ásatrú sem sið eða lífsstíl heldur en bein trúarbrögð.

Að kalla siðinn ásatrú er reyndar villandi þar sem átrúnaður er ekki einungis bundinn við æsi, heldur hvaða goð eða vættir sem er innan norrænnar goðafræði og þjóðtrúar, svo sem landvættir, álfa, dísir, vani, jötna, dverga og aðrar máttugar verur eða forfeður.

Ásatrúarmenn iðka trú sína á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar svo framarlega sem iðkunin brýtur ekki á bága við landslög."

Ásatrúarfélagið

Þorsteinn Briem, 25.1.2017 kl. 04:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Listi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 25.1.2017 kl. 04:43

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Telepathy (from the Greek τῆλε, tele meaning "distant" and πάθος, pathos or -patheia meaning "feeling, perception, passion, affliction, experience") is the purported transmission of information from one person to another without using any of our known sensory channels or physical interaction."

Telepathy

Þorsteinn Briem, 25.1.2017 kl. 04:56

9 identicon

Hugarbylgjur og fljúgandi furðuhlutir?

Nei. Ekki frekar en tröll, álfar, huldufólk, draugar eða afturgöngur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 09:04

10 identicon

Samkvæmt Donald Hoffman, ef ég skil hann rétt, þá er heimur hvers einstaklings háður skynfærum og heilabúi hans, skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða hálærðan vísindamann eða eitthvert frumstætt dýr.

Maður sem skynjar eða trúir á álfa eða tröll hefur sína heimsmynd. Hver á að skera úr um það að hún sé vitlausari heldur en heimsmynd vísindamannsins sem hefur eitthvað öðruvísi heilabú?

Kannski Guð almáttugur?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband