Það er ekki 1. apríl, heldur er 2007 komið aftur.

20 kirkjur, 20 lögreglustöðvar 200 þúsund fermetrar, - maður nuddar augun og starir á þetta og lítur svo á almanakið.  

Nei, það er ekki kominn 1. apríl, en það er engu líkara en að 2007 sé komið aftur, árið þegar Viðskiptaráð ályktaði að við hefðum ekkert að sækja til að læra af þjóðunum í kringum okkur heldur þyrftu þær að læra af allt af okkur upp á nýtt.

Það er árið 2007 og stutt í árið 2008 þegar næsta ályktun í framhaldi af þessari varð að orðið hefði til algerlega ný og byltingarkennd formúla í viðskiptum, banka- og efnahagsmálum, nefnd "Kaupthinking", borið fram "kápþinking".

Einnig að ef einhver af helstu efnahagssérfræðingum annarra þjóða efaðist um þetta, þyrfti hann að fara í endurmenntun.

120 skrifstofubyggingarnaa, 20 lögreglustöðvar og 20 kirkjur eru að sjálfsögðu aðeins byrjunin á því sem koma skal.

Úr því að einkaaðilar hafa þegar átt sumar af helstu náttúruperlunum eins og Kerið, Geysi, Námaskarð og Gjástykki, hvers vegna ekki að breyta Þingvallalögunum með einni atkvæðagreiðslu á Alþingi og selja Þingvelli? Árnasafn? Handritin?  


mbl.is Ríkið selji hundruð fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega á að fara að einkavæða á fullu undir verndarvæng Engeyjarjarlanna.

Númi (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 07:59

2 identicon

ætli þessar ríkisstofnanir þurfi nú svo ekki að borga þessum einkaaðilum leigu af fasteignunum eftir þessa sölu? mikill sparnaður í því

Agnar Rink (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 08:23

3 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Hafa menn ekkert lært, hafa ekki mörg sveitarfélög verið sett á hausinn vegna sölu á fasteignum eins og skólum ofl. sem síðan hafa verið leigð þeim og það gert þau nær gjaldþrota ? Ekki meira af þessari heimsku ! 

Stefán Þ Ingólfsson, 25.1.2017 kl. 08:52

5 identicon

ekki eru gáfugeninn að virka vel um þessar mundir, fyrir utan slæmrar reinslu með fasteign hf. hvað á ríkið að gera við þessa milljarða varla hægt að greiða niður skuldir ekki má setja það í veltuna vegna þenslu eflaust fara ekki þessir rúmlega 100 milljarðar sem eiga að oppinberu sjóðina í umerð sem skapa auðvitað ekki þenslu eflaust væri hægt að kaupa þessar náttúruperlur búin að kaupa jökulsárlón 1.5.milljarður. geysir áætlað verðmæti um 3.5.milljarðar gét haldið svona áfram auk kosnaðar af fasteignargjöldum hvað' skildi vera fasteignaskattur af 1.5 milljarði. hafa menn virkilega ekki þarfara við peníngin að gera 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 12:03

6 identicon

Ómar . Ett þú nokkuð að fatta fyrst núna að það er komið 2007 aftur ???

Kristen Jönsson (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 12:21

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki vinstri villa að læra af reynslunni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2017 kl. 12:39

8 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann: fornvinur mæti !

Það sér nú vart á milli - hvort í hlut eigi, flóna hjörð Birgittu og Katrínar, að ógleymdum Loga Má / eða viðrini Panama klíkunnar, sem nú fer með rotnunar hlutverkið, í landsstjórninni, Axel minn.

Sami viðbjóðurinn: hvoru tveggju.

Ómar síðuhafi, og þið aðrir, reyndar !

Er ekki - komið verðugt rannsóknar verkefni fyrir Fjármálaeftirlitið / já: og Samkeppniseftirlitið líka, að kanna ''hagsmuni'' hins óforbetranlega Viðskiptaráðs, af sölu ríkiseignanna, svona almennt ?

Svo: hljóta landsmenn að storma á flugvöllinn, þegar nær dregur komu Guðna Th. Jóhannessonar frá Danmörku, og hylla hann, í nafni Bananalýðveldisins Íslands, þar sem öryrkjar búa við þann lúxus, að sofa í bifreiðum sínum, í ''þægilegum'' Janúar kuldanum.

Svo - væri upplagt, að dobbla Kjararáð til, að dempa niður kjör öryrkja og aldraðra, um þessi tæpu 45%, sem alþingismenn og ýmsar aðrar afætur voru að fá í Októberlok s.l., til sinnar ''brýnu'' hækkunar, sinna taxta.

Er ekki: tími fallaxarinnar löngu upp runninn, Ómar fjölfræðingur, sem og aðrir skrifarar og lesendur, þessarrar annarrs ágætu síðu ???

Með beztu kveðjum - sem oftar, af Suðurlandi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 13:09

9 identicon

ekki eru gáfugeninn að virka vel um þessar mundir, fyrir utan slæmrar reinslu með fasteign hf. hvað á ríkið að gera við þessa milljarða varla hægt að greiða niður skuldir ekki má setja það í veltuna vegna þenslu eflaust fara ekki þessir rúmlega 100 milljarðar sem eiga að oppinberu sjóðina í umerð sem skapa auðvitað ekki þenslu eflaust væri hægt að kaupa þessar náttúruperlur búin að kaupa jökulsárlón 1.5.milljarður. geysir áætlað verðmæti um 3.5.milljarðar gét haldið svona áfram auk kosnaðar af fasteignargjöldum hvað' skildi vera fasteignaskattur af 1.5 milljarði. hafa menn virkilega ekki þarfara við peníngin að gera 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 13:28

10 Smámynd: Mofi

Fólk þarf að nálgast þetta á þann hátt að hérna eru menn í ríkisstjórn að stela frá almenningi og gefa vinum og ættingjum. Þetta mun aldrei hætta nema menn hætta að kjósa þjófa yfir landið aftur og aftur.

Mofi, 25.1.2017 kl. 15:47

11 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Mofi (Halldór) !

Hárréttar ályktanir: af þinni hálfu.

Nú er Gullið tækifæri til - fyrir Íslenzku þjóðfylkinguna og fylgjendur hennar, að hefja aðdraganda raunverulegrar byltingar í landinu / löngu tímabært, að afmá Bananalýðveldið Ísland.

Því fyrr: sem svælt er út úr ræningjabælum valdastéttarinnar - því betra !

Með sömu kveðjum: sem hinum seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 20:13

12 identicon

Eru allir búnir að gleyma því þegar Árni bæjarstjóri í Keflavík (Reykjanesbæ) seldi allar eigur bæjarins til sérvalinna vina og endaði svo að bæjarfélagið þurfti svo aðstoð ríkisins til að komast hjá gjaldþroti..?

Endiglega gerum þetta aftur, bara til þess að almenningi blæði endanlega út.

Tókst ekki í fyrstu tilraun.

Tekst kannski í þeirri næstu.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 20:22

13 identicon

.... Sigurður K Hjaltested: fornvinur mæti !

Nei - að minnsta kosti, hefi ég engu gleymt.

Því miður: telst það víst óprenthæft Sigurður minn, sem ég vildi sagt hafa, um Árna Sigfússon / sem aðra nóta hans.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2017 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband