26.1.2017 | 01:03
Forysturíki á sviði mannréttinda?
Að "gera Bandaríkin mikifengleg að nýju" virðist í augum Bandaríkjaforseta þýða neikvætt afturhvarf og afturhald á mörgum sviðum, meðal annars hvað snertir mannréttindi.
Ef Bandaríkjamenn ætla að kalla sig forystuþjóð í baráttunni gegn mannréttindabrotum, eins og Ameríkanar urðu með þátttöku sinni í Seinni heimsstyrjöldinni, verður afturhvarf til pyntinga og mannréttindabrota dapurlegt bakslag.
Það er einstakt þegar forystumaður þjóðar, sem vill kalla sig brjóstvörn frelsis og mannréttinda í heiminum gefur undirmönnum sínum frítt spil til að misþyrma og pynta að vild sinni og hafa það að afsökun að andstæðingarnir séu verri.
Hitler gaf hermönnum sínum leyfi til þess að skjóta að vild sinni sovéska kommisara í herförinni inn í Sovétríkin með þeirri afsökun að Sovétríkin væru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga.
Á þessu og því sem Trump leyfir er að vísu stigsmunur en ekki eðlismunur.
Hægt er að gera pyntingar svo kvalafullar að sá, sem pyntaður er, vilji frekar verða skotinn.
Telur að vatnspyntingar beri árangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólin sett í fitusog,
frelsis blása vindar,
Bandaríkja typpatog,
telst til fyrirmyndar.
Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 01:51
Horfðu, Ómar, til mannréttinda ófæddra. Er ekki einhver persóna nákomin þér fegin því og fagnandi, að Trump er strax byrjaður að takmarka árásir á ófædda með því að beita sér gegn því að skattborgarar séu látnir kosta fósturdeyðingar? Og hann mun ganga lengra í lífsvernd þeirra ófæddu, þvert gegn öfgastefnu Obama og Clinton, sannaðu til. ☺
Jón Valur Jensson, 26.1.2017 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.