26.1.2017 | 20:07
"Meiri háttar þorrablót." Þáttur Halldórs Gröndals og Björns M. Olsens.
Fyrri hluti þessa pistils um þorrablótin getur falist í innihaldi lagsins "Meiri háttar þorrablót" sem hægt er að finna á Youtube og sjá má og heyra í flutningi mínum og félaga úr Frumherjum rokksins.
Síðan kemur áframhaldið:
Þorrablót voru haldin hér og þar og af og til allt frá heiðni.
Í Kaupmannahöfn stóðu stúdentar undir forystu Björns M. Olsens fyrir nokkrum þorrablótum undir lok 19. aldar, og saman gerðu hann og Hannes Hafstein texta við lagstúf eftir Mozart sem gengið hefur undir heitinu "Þegar hnígur húm að þorra.
Þorrablótin í Höfn voru gagnrýnd fyrir að vera aftan úr rammri forneskju í anda heiðni og lognuðust útaf.
En á árunum milli 1955 og 1960 urðu straumhvörf.
Í því efni skipti það miklu máli, að með tilkomu veitingastaðarins Naustsins við Vesturgötu og þorrablótanna, sem Halldór Gröndal stóð þar fyrir á skipulagðan hátt .
Gott orðspor þessara þorrablóta spurðist hratt út og á örfáum árum ruddu þorrablótin sér til rúms um allt land í svipuðu formi og þau hafa verið síðan og urðu síðan að þætti í starfsemi Íslendingafélaga erlendis.
Halldór Gröndal varð síðar sóknarprestur og það sýnir kannski aukið frjálslyndi og umburðarlyndi að maður, sem varð prestur, skyldi verða helsti frumkvöðull í að innleiða fyrirbæri, sem gagnrýnt var rúmri hálfri öld fyrir of mikið heiðið yfirbragð.
Raunar eru þorrablótin ekki einu hátíðarhöldin, sem voru upphaflega heiðin, en urðu síðar hluti af kristnu þjóðlífi, því að jólin voru upphaflega heiðin hátíð á Norðurlöndum í tilefni af hækkandi sól, en breyttust síðan í kristna hátíð.
Nafnið jól á Norðurlöndum sýnir tengslin við heiðni, en í ensku er hátíðin kennd við Krist í heitinu Christmas.
Þorrablót í sveitum létta lund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dating an Icelandic woman - Myndband
Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 20:21
Ég verð að leiðrétta þig, Ómar. Í Naustinu var Halldór Gröndal, ekki Þórir, sem vann aftur á móti í áratugi við að selja fisk í BNA.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 26.1.2017 kl. 20:29
Takk innilega fyrir, Örn. Leiðrétti þetta eins og skot.
Ómar Ragnarsson, 26.1.2017 kl. 21:00
Það þekktist nú víða í sveitum um og fyrir miðja síðustu öld að fólk kom saman og borðaði súrsaðan mat á þorra. Var það gjarnan á vegum hinna prýðilegu ungmennafélaga sem störfuðu á þeim tíma.
Þessi veitingamaður í Naustinu var kannski fyrstur til að markaðsvæða þorrablótin en nú til dags þykir ekkert móðins nema það sé markaðsvætt.
Kannski var súrsaður matur svo stór hluti af venjulegu fæði fólks á fyrri hluta síðustu aldar að það hafi ekki þótt ástæða til að kalla það eitthvað sérstakt þó menn fengju sér súrsaðan mat?
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.