Sjötíu ára bið.

Um þessar mundir eru um sjötíu ár síðan amma mín, Ólöf Runólfsdóttir frá Hólmi í Landbroti, og afi minn, Þorfinnur Guðbrandsson frá Hörgslandi á Síðu, sögðu mér frá Kötlugosinu 1918. 

Ég lá hjá þeim veikur í nokkrar vikuTunglið, TF-ROS, Suzuki Foxr í mars 1947, og þegar Hekla gaus og ég hafði ekkert við að vera nema að fá að hlusta liggjandi á útvarpið, útskýrðu þau gosið fyrir mér og lýstu hinum miklu áhrifum sem gosið í Kötlu hafði á Skaftfellinga. 

1918 var hún 22ja ára og hann 28 ára. 

Ég man óljóst eftir frásögnum þeirra en þó það, að þær voru svo magnaðar, að ég ímyndaði mér hvernig það yrði að vera á ferð í grennd við Kötlu eða þar, sem vel sést til hennar, þegar hún gysi næst, væntanlega á síðari hluta 20. aldarinnar. 

Eftir því sem áratugirnir hafa liðið hefur þetta orðið að einskonar bið og þegar ég sé til hennar á flugi í björtu veðri að vetrarlagi tala ég við hana og líka við Heklu, sem einnig er komin á tíma og segi það sama við þær báðar, hvora um sig.

"Svona nú, það er kominn tími á þig og úr því að þú munt hvort eð er gjósa, væri ekki verra ef þú lykir því af núna á þeim árstíma sem þetta veldur minnstum usla." 

Þetta átti líka við þegar ég dvaldi oft á Hvolsvelli á árunum 2010 til 2014, en gosmökkur frá hvorri þeirra sem væri, myndi strax sjást þaðan, á þessari mynd bera við tunglið. 

En ekkert gerist og það er einfaldlega lögmál og djúp speki, að því eldri sem maður verður, því meiri líkur eru á því að maður drepist og það sé þar með kominn tími á mann sjálfan. 


mbl.is „Löngu kominn tími á hana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gætu verið 5000 ár í næsta Heklu eða Kötlugos. Og það gæti eins gosið á morgun. Það er engin regla og ekkert til sem heitir að vera komin á tíma þegar um eldfjöll er að ræða. Eldfjöll passa ekki í Excel og þeim er sama um öll dagatöl. Oftar en ekki gýs annarstaðar en þar sem komið var á tíma.

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 01:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kerlingin hún Katla hló,
karlinn Ómar loksins dó,
úr sér miklum eldi spjó,
allt þá var í grænum sjó.

Þorsteinn Briem, 27.1.2017 kl. 02:10

4 identicon

Vagn (01:58). Ómar er ekki að tala um neina reglu, heldur um líkurnar (probability) á gosi. Og þær byggjast á því sem við vitum um fyrri gos.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 10:56

5 identicon

Hugtakið komin á tíma bendir til þess að verið sé að búa til reglu en ekki meta líkur. Í líkindareikningi er aldrei neitt komið á tíma. Og það sem við vitum um fyrri gos og eldfjöll er að stundum eru 10 ár milli gosa og stundum 5000. Þó einhver taktur virðist nást einhverja áratugi eða aldir þá segir það lítið í árþúsunda aldri eldfjalls og gefur ekki neina mynd um framhaldið.

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 12:17

6 identicon

Sæll Ómar.

Alþekkt er að menn hafi frestað
dauða sínum um nokkur ár eða jafnvel
í áratugi.

Guðný Klængsdóttir frestaði því að deyja þar til
hún sæi Halldór, - og lét sig hverfa daginn eftir.

Það er hofmóður í eldfjöllum á borð við Kötlu
og hún kynni að áskilja að þú frestaðir athafnasemi
á þessu tiltekna sviði þar til í desember 2018, -
og sérstakt heiðursgos nokkru síðar kæmi ekki á óvart.
Festina lente!

Húsari. (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 12:46

7 identicon

Líkurnar geta verið litlar, en einnig miklar. Hér eru líkurnar gerðar í tímaeiningum, en ekki t.d. í staðsetningu eða hraða eins og í skammtafræðinni (quantum mechanics). Þegar Ómar skrifar að tími sé kominn á eldsumbrot, á hann auðvitað við það að líkurnar séu miklar. En það má snúa útúr og þrasa um allan andskotann, enda þjóðaríþrótt Íslendinga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband