Hvernig verður þá framhaldið?

Stundum hafa ríkisstjórnir hér á landi verið með feikna mikið fylgi í upphafi ferils síns en síðan hrunið í fylgi eftir því sem liðið hefur á starfstíma þeirra. 

Gunnar Thoroddsen hafði til dæmis miklu meira fylgi innan kjósenda Sjálfstæðisflokksins þegar hans stjórn tók við völdum 1980 heldur en svaraði til fjölda þeirra Sjalla-þingmanna en sem studdu hana.

En fylgið dalaði mikið þegar á leið.

Svipað er að segja um síðustu tvær ríkisstjórnir, sem höfðu góðan meirihluta í skoðanakönnunum í upphafi ferils síns, en döluðu niður undir það fylgi sem nýja ríkisstjórnin hefur nú.

Ef framhaldið verður núna með svipaðu fylgistapi og var hjá síðustu ríkisstjórnin verður það lægri prósentutala en hefur nokkurn tíma sést áður.

Það verður því óvenju spennandi að fylgjst með því hvernig framhaldið verður.

Ef stjórnin verður í vandræðum vegna tæps meirihluta og óánægju baklands eins eða fleiri stjórnarflokkanna vegna lítils fylgis, sem fer enn neðar,  getur margt gerst, því að það gæti orðið vafasamt að leita til Framsóknar um hlutleysi eða stuðnings vegna þessa sama baklands.    


mbl.is Lítill stuðningur við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi verður framhaldið stutt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 18:38

2 identicon

Það mu n ekkert slá út met Jóhönnu-óstjórnar.

Aldrei hefur nokkur stjórn tapað eins miklu

fylgi og sú stjórn, en heyktist áfram límd

í stólanna og skipti engvu máli hvað skoðanakannanir

sýndu að þjóðin vildi hana frá.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband