Svipað konar óraunsæi og var í "Arabíska vorinu".

Donald Trump hefur gagnrýnt þá utanríkisstefnu Bandaríkjamanna sem birtist í því að aðstoða og hleypa lausum alls kyns andófshópum í Líbíu og Sýrlandi gegn alræðisstjórnum í þessum löndum, án þess að gera sér grein fyrir því hverju var hleypa lausu, þess á meðal einhverjum verstu glæpa- og hryðjuverkasamtökum allra tíma. 

Mönnum sást yfir það mikla og djúpa hatur þessara þjóða á fyrrum nýlenduveldum, sem hefur kynt undir þessum öflum. 

Nú er það hins vegar skoðun Trumps að það sé akkur í því að svara mismunun og kúgun, sem víða er í múslimskum ríkjum, með því að taka upp harða og einstrengingslega mismunun á grundvelli trúarbragða og uppruna. 

Með því að taka upp slíkt og efla margfalt lögregluríki og njósnir margfalt mun Trump innleiða það, sem alræðis- og öfgaöfl erlendis þrá að komist á í vestrænum lýðræðisríkjum frelsis og mannréttinda.

Í bloggpisti á blog.is í dag er talað um að múslimar aðlagist betur rússnesku þjóðfélagi harðrar stjórnar Pútíns heldur en þjóðfélögumm þar sem er meira lýðræði og mannréttindi eru betur virt.

Nefndar eru tölur því sambandi, hlutfallslega margfalt fleiri múslimar í Rússlandi en í Bandaríkjunum, og samt sé minni hryðjuverkahætta í Rússlandi en vestra.

Þarna er alveg skautað yfir tvennt: Hættuna á því að egna til meiri andúðar múslimskra þjóða á Vesturlöndum en verið hefur og því, að með hvers kyns ósanngjörnum aðgerðum og mismunum gegn saklausu fólki séu hryðjuverkamenn einmitt að ná fram því takmarki að eyðileggja frið, einstaklingsfrelsi og mannréttindi, sem hafa ríkt í lýðræðisríkjum heimsins.  


mbl.is „Gerir illt verra ef fólki er mismunað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband