Lönd, sem minnstar líkur eru á að hryðjuverkamenn komi frá?

Allt frá árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 hafa verið uppi grunsemdir um að rekja mætti hryðjuverk öfgamanna, sem staðið hafa að þeim, til Sádi-Arabíu, enda var Osama bin Laden upprunninn þaðan. 

Einnig hafa Íranir verið grunaðir um græsku. 

Þess vegna vekur athygli að Sádi-Arabía skuli ekki vera meðal þeirra múslimaríkja sem aðgerðir Donalds Trumps beinast að.

Sé það rétt, sem hermt er, að þar eigi Trump sjálfur mikilla hagsmuna að gæta en engra hagsmuna að gæta í ríkjunum sjö, sem verða fyrir refsivendi hans, þarf það svosem ekki að koma neinum á óvart.

Öll hegðun Trumps hefur borið því órækt vitni frá upphafi, að hann sé einhver sjálfhverfasti ráðamaður og þjóðarleiðtogi sem um getur.

Það er þá helst leiðtogi Norður-Kóreu sem gengur lengra í því efni.  


mbl.is Engir hagsmunir í löndunum sjö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu hátt hlutfall fólks trúir ekki þessari "samsæriskenningu" um 11. september 2001 í hverju landi fyrir sig í heiminum, Þorsteinn Sch Thorsteinsson?!

Þorsteinn Briem, 31.1.2017 kl. 15:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Annar maður fullyrti í athugasemd á þessu bloggi að nasistar hefðu ekki drepið milljónir gyðinga í Seinni heimsstyrjöldinni.

Allt saman tóm lygi og samsæri.

Þorsteinn Briem, 31.1.2017 kl. 15:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The hijackers in the September 11 attacks were 19 men affiliated with al-Qaeda.

15 of the 19 were citizens of Saudi Arabia, and the others were from the United Arab Emirates (2), Egypt, and Lebanon.[1]"

Þorsteinn Briem, 31.1.2017 kl. 15:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það var og.

"Töluvert mikið af fólki".

Þorsteinn Briem, 31.1.2017 kl. 16:41

6 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Menn eru bara að endurskrifa söguna hér.

Ragna Birgisdóttir, 31.1.2017 kl. 18:02

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Öll heimsbyggðin horfði í beinni útsendingu á tvær þotur fljúga á Tvíburaturnana. 

Er ekki óhætt að trúa því?  Bara spyr. 

Ómar Ragnarsson, 31.1.2017 kl. 23:44

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Þess vegna vekur athygli að Sádi-Arabía skuli ekki vera meðal þeirra múslimaríkja sem aðgerðir Donalds Trumps beinast að.

Sé það rétt, sem hermt er, að þar eigi Trump sjálfur mikilla hagsmuna að gæta en engra hagsmuna að gæta í ríkjunum sjö, sem verða fyrir refsivendi hans, þarf það svosem ekki að koma neinum á óvart."

Hefur *ekkert* með meinta hagsmuni Trump að gera.  Listinn er ekki frá honum.  Hann er ættaður frá Obama og hans fólki - sem er nokkuð sem menn virðast ekki vilja kannast við.

Listinn er líka að verða 2 ára gamall á þessu ári.

Pælið í því.

Hér, beint úr beljunni:
https://www.congress.gov/bill/114th-congress/house-bill/158/text

og hér: https://www.cbp.gov/travel/international-visitors/visa-waiver-program/visa-waiver-program-improvement-and-terrorist-travel-prevention-act-faq

Q: "hese restrictions do not apply to VWP travelers whose presence in Iraq, Syria, Iran, Sudan, Libya, Somalia, or Yemen was to perform military service in the armed forces of a program country, or in order to carry out official duties"

Takið nú af ykkur álpappahattana.  Þið lítið út eins og fífl með þá.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.2.2017 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband