Aðalatriði viðskipta gleymist: Eftirspurnin.

Allar götur frá því að reynt var að ná stjórn á áfengisdrykkju með vínbanni hefur lögmál framboðs og eftirspurnar gleymst. 

Það skiptir litlu máli hvað framboðið er mikið ef eftirspurnina vantar. Engin eftirspurn veldur því að framboðið deyr. Mikil eftirspurn knýr framboðið áfram.  

Með vínbanni voru vínframleiðsla og vínsala glæpavædd svo hratt og svakalega, af því að eftirspurnin eftir víni hélt áfram og knúði framboðið áfram.

Á endanum varð að afnema bannið. Það gekk ekki upp.  

Eftirspurnin eftir eiturlyfjum sem steymir inn í Bandaríkin er hjá Bandaríkjamönnum sjálfum. Þeir virðast alveg gleyma því og kenna öðrum um.  

Ef menn ætla að sporna við notkun fíkniefna verður að byrja eftirspurnar megin á ferli efnanna, eða í það minnsta að viðurkenna að þar liggur pressan á því að útvega fíkniefnin. 

Engir ættu að vita það betur en Bandaríkjamenn hvert gildi eftirspurnarinnar er. 

Gríðarlegum fjármunum er eytt í gríðarlega auglýsingastarfsemi til þess að búa til eftirspurn. 


mbl.is Eiturlyfjabarónar borgi vegginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég sé að þú hefur áttað þig á einu af fjölmörgum lögmálum hagfræðinnar.

Það gildir um fleira, sem útskýrir að hluta til hversvegna bannið hefur verið svo langvinnt:

Það er nefnilega meiri eftirspurn:

Eftirspurn eftir löggæzlu.  Með meiri löggæzlu verður til eftirspurn eftir græjum til löggæzlu, sem knýr framleiðzlu.

Það verður óvænt eftirspurn eftir myndavélum og bílum, jafnvel þýrlum.  Þetta er milljóna-iðnaður.

Allt þetta hafarí er afar tilkomumikið, mjög sexý, ef svo má segja.  Fólk fær ekki nóg af þessu.  Sem veldúr því að það er hægt að veiða atkvæði útá meiri löggæzlu, alveg óháð því hvort hún skilar árangri eða ekki.

Best væri reyndar ef hún skilaði engum árangri, yki jafnvel vandann, vegna þess að það kallaði á eftirspurn eftir meiri löggæzlu, sem kostar.

Það eru peningar í spilinu.

Ekki bara fyrir dópdílera.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2017 kl. 01:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Neytendur greiða fyrir þá vöru sem þeir kaupa, hvort sem varan er lögleg eða ólögleg.

Og minnki framboðið hækkar verðið þar til neytendurnir geta ekki eða vilja ekki greiða hærra verð fyrir vöruna.

Margir sem háðir eru eiturlyfjum halda hins vegar áfram að kaupa þau þar til verðið er orðið það hátt að þeir hafa ekki efni á að kaupa eiturlyfin.

Og nái verðhækkunin ekki að vinna upp minna framboð og eftirspurn gætu eiturlyfjabarónar misst spón úr aski sínum.

Þetta tap eiturlyfjabarónanna fer hins vegar ekki sem peningar til bandarískra stjórnvalda og geti þau með einhverjum hætti fengið peninga frá þessum barónum hafa þau væntanlega alltaf getað það.

Þar að auki hafa eiturlyfjabarónar gert jarðgöng undir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, Barónsstíg, til að flytja eiturlyf á milli landanna og halda því væntanlega áfram, þrátt fyrir landamæravegg svo háan að enginn kæmist þar yfir nema fuglinn ljúgandi.

Og fái framleiðendur í Bandaríkjunum ekki ódýrt vinnuafl frá Mexíkó gætu þeir þurft að hækka verð á þeim vörum sem þeir framleiða.

Neytendur greiða einnig tolla sem lagðir eru á þær vörur sem þeir kaupa og þannig myndu bandarískir neytendur greiða tolla á vörum sem þeir kaupa frá Mexíkó, rétt eins og neytendur hér á Íslandi greiða núna toll á kjúklingum sem þeir kaupa frá Evrópusambandsríkjunum.

Engan ætti að undra að núverandi forseti Bandaríkjanna hafi margoft orðið gjaldþrota.

Þorsteinn Briem, 31.1.2017 kl. 02:59

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að eiginn sögn hefur hann aldrei orðið gjaldþrota og hefur aldrei tapað í neinum af þeim málaferlum, sem hann tapað, heldur alltaf unnið sigur. 

Þarna er um að ræða nokkra tugi atriða, sem falla undir hugtakið "sannlíki", þ. e. "alternate truth." 

Ómar Ragnarsson, 31.1.2017 kl. 10:39

4 identicon

Alternative truth, but not alternate truth. Reynið að muna þetta.

In physical sciences, an alternate fact is a true statement that, while appearing to contradict another fact, actually illuminates the subject to greater depth. For example, is light a particle or a wave? In political debate, an alternative fact is a statement that, although demonstrably false, is treated as a tribal talisman and acted on as though it were true.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband