Vantar útskotin. "Water!" "Water!"

Þegar ég fór með Vestur-Íslendinga frá Reykjavík að Dettifossi 1976 og skildi þá eftir á Akureyri lok ferðar þeirra, lá leið okkar að vestanverðu að Dettifossi um frumstæðan jeppaslóða. En það var samt ekki sá kafli sem tók lengstan tíma að aka. 

Lang lengstan tíma tók að aka fyrir Hvalfjörð. "Water! "Water!" hrópuðu Vestur-Íslendingarnir upp yfir sig við hverja sprænu sem þeir sáu. 

Þeir þekktu ekkert þessu líkt á sléttunum í Manitoba. 

Íslenska vegakerfið er hannað fyrir okkur Íslendinga og að engu leyti með ferðir útlendinga frá framandi slóðum í huga. 

Auðvitað er engin leið að fara að gera útskot á öllum þeim stöðum þar sem útlendingar hrópa upp: "Water! "Water!" 

En það mætti samt fara í sérstaka ferð eftir þjóðvegum landsins í fylgd með einhverjum sem þekkir það sem útlendingar á borð við þá sem hafa aldrei upplifað annað en flatlendi eða útsýnislausa skóga, og velja úr nokkra bestu útsýnisstaðina, sem fá erlenda gesti okkar til þess að hrópa upp yfir sig af hrifningu yfir því, sem okkur finnst ekkert merkilegt. 

Allt of lengi hefur það verið lenska hér á landi að halda að útlendingar hafi nákvæmlega sama smekk og þarfir fyrir upplifun og við sjálf. 


mbl.is „Býður upp á hörmuleg slys“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2017 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband