Glæsileg hugmynd! Vantaði samt Kröflugosin 1980 og 1984.

Sköpun lands, ljósasýningin eftir Ingvar Björn og hljóðverk eftir Magnús Leif Sveinsson, er einhver glæsilegasta sýning og hugmynd, sem lengi hefur sést, og það jafnvel á heimsvísu. 

Í endursýningunni hér á mbl.is er erfitt að heyra hvað röddin, sem nefnir eldgosin í rúma hálfa öld, segir, en þó er ljóst, að Kröflugosin 1980 og 1984 voru ekki nefnd. 

Kröflugosin voru alls níu, og engin ástæða til að nefna þau beint öll, því að nokkur ár voru þau tvö á sama árinu, og því nóg að nefna ártalið.

En þess heldur þarf að nefna þessi ártöl.    

Kröflugosin 1975, 1977, 1980, 1981 og 1984, voru bæði jarðfræðilega og ekki síður sem magnaðir viðburðir, með merkustu gosum Íslandssögunnar. 

Annars eru þetta smáatriði sem blikna við hliðina á því hve áhrifamikil og glæsileg þessi sýning er. 


mbl.is Setning Vetrarhátíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband