Þráhyggja gegn viðurkenndum almannahagsmunum.

Ótal þjóðþrifamál kalla jafnan á viðbrögð "hins háa Alþingis". Það er ljóður á ráði þess hve mög þeirra dagar uppi. Léttir%2c ská aftan frá (1)

Á sama tíma er hins vegar óþurftarmál orðið að þrjáhyggju ákveðins hluta þingmanna og virðist engu skipta hve oft því er sem betur fer vísað á bug, - þótt flutningsmenn þess detti af þingi, spretta nýir upp eins og höfuð á þursi, sem spretta tvö upp þar sem áður var eitt hoggið af. 

Það er margsönnuð staðreynd að eftir því sem aðgengi að áfengi er auðveldað eykst neysla þess. 

Um tjónið af völdum áfengis þarf heldur ekki að deila. Það hefur verið rannsakað áratugum saman og niðurstaðan er ævinlega sú sama, hvort sem það eru alþjóðlegar heilbrigðiststofnanir sem gera það eða aðrir, þetta er einhver mesti skaðvaldur og böl þjóðfélagsins. 

Hver áfengissjúklingur dregur með sér alla, sem nálægt honum eru, inn í þetta böl, þannig að þegar áfengissjúklingur fer í meðferð, þurfa fleiri helst að fara líka í meðferð vegna þess að þeir hafa orðið "kóarar", meðvirkir sjúklingar, ýmist með því að hefja líka drykkju eða með stanslausum feluleik og afneitun. 

Mótsögnin er æpandi varðandi það að auka aðgengi að áfengi og veita jafnframt stórauknu fé í forvarnaraðgerðir.  Enn meiri mótsögn að til þess að eiga fé í þessar forvarnaraðgerðir þurfi að auka drykkjuna svo hún skapi meiri peninga til aðgerðanna.  


mbl.is Leggja áfengisfrumvarpið fram aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi voru fjórar þjóðaratkvæðagreiðslur á 25 árum, 1908-1933, um áfengisbann árið 1908, þegnskylduvinnu árið 1916, Sambandslögin árið 1918 og um afnám áfengisbannsins árið 1933.

Hins vegar voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi á lýðveldistímanum á árunum 1945-2009, í 65 ár, og Sjálfstæðisflokkurinn var við völd 83% af þeim tíma.

Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 08:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla var um þessi mál.

Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 08:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft nú hefur af því frést,
í því varla heil brú,
í Ártúnsbrekku sveiflast sést,
segist vera edrú.

Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 08:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir ökumenn:

Hjartveikir 10%,

heilabilaðir 15%,

heilalausir 20%,

gigtveikir 10%,

hafa aldrei fengið ökuskírteini 10%,

hafa misst ökuskírteinið 15%,

eru á Viagra í umferðinni 5%,

ölvaðir undir stýri 5%,

dópaðir undir stýri 5%,

í þokkalega góðu ástandi 5%.

Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 08:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð hann á undan mér,
í umferðinni gleyminn,
enginn veit hvert ætlar sér,
allan hann á heiminn.

Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 08:56

6 identicon

"Um tjónið af völdum áfengis þarf heldur ekki að deila. Það hefur verið rannsakað áratugum saman og niðurstaðan er ævinlega sú sama, hvort sem það eru alþjóðlegar heilbrigðiststofnanir sem gera það eða aðrir, þetta er einhver mesti skaðvaldur og böl þjóðfélagsins.

Hver áfengissjúklingur dregur með sér alla, sem nálægt honum eru, inn í þetta böl, þannig að þegar áfengissjúklingur fer í meðferð, þurfa fleiri helst að fara líka í meðferð vegna þess að þeir hafa orðið "kóarar", meðvirkir sjúklingar, ýmist með því að hefja líka drykkju eða með stanslausum feluleik og afneitun. "

Einmitt, þrátt fyrir okkar "stórgóða" kerfi erum við með öll vandamálin. Hvað segir okkur að ástandið muni versna? Hvaða alki sleppir því að fara í ríkið af því að það var ekki í leiðinni þegar hann fór í matvöruverslunina? Í rauninni er verið að bæta þjónustu við drykkjumenn, þeir geta þó a.m.k. farið að kaupa sér holla næringu í sömu búð og þeir sækja hvað oftast.

Haukur (IP-tala skráð) 3.2.2017 kl. 11:10

7 identicon

Um álag á heilbrigðiskerfið af völdum hjólreiða, fót-raf eða bensínknúinna, þarf heldur ekki að deila. Það hefur verið rannsakað áratugum saman og niðurstaðan er ævinlega sú sama, hvort sem það eru alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir sem gera það eða aðrir, þetta er ein hættulegasta aðferð til að koma sér milli staða sem þekkist. Samt viljum við ekki takmarka för tvíhjóla farartækja við sérstaka afgirta stíga og götur þar sem engin önnur umferð er leifð.

Sumir sjá hvítan sykur sem mesta eitur sem boðið er upp á og vilja banna. Aðrir vilja kjöt og dýraafurðir burt. Hvers vegna ætti Ómar Ragnarsson að ákveða hvar ég kaupi kjöt eða vín. Hvort ég borði sykur eða hjóli? Ekki er ég að setja út á stórhættulegar ferðavenjur hans.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.2.2017 kl. 11:44

8 identicon

Hábeinn, það er svo mikið af slysavöldum, óhollu mataræði, eiturlyfjum, og nefndu það bara.

Því er um að gera að bæta í!!!

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.2.2017 kl. 12:03

9 identicon

Ef þetta á að vera aðal málið á þessu þingi og væntanlega stutta kjörtímabili þá sýnir það hvurslags heybrækur sitja í þessari Ríkisstjórn!

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 3.2.2017 kl. 15:08

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Um álagið á heilbrigðiskerfið af völdum íþróttaiðkunar hverskonar þarf ekki að fjölyrða.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.2.2017 kl. 15:26

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er önnur hlið málsins. Hin hliðin er "heilbrigð sál í hraustum líkama."

Ómar Ragnarsson, 3.2.2017 kl. 21:29

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Stórhættulegar ferðavenjur." Ég fer ferða minna þessa dagana á rafreiðhjóli á hjólastígum mestmegnis.

Nefna þarf samanburðartölur, til dæmis banaslys á reiðhjólum og banaslys á bílum. 

Ómar Ragnarsson, 3.2.2017 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband