Donald Trump hefur haldið því fram og fengið út á það fylgi, að með róbótavæðingu nútímans geti þjóðir með afar lágum launum verkafólks framleitt bíla sem eru samkeppnishæfir á bandarískum markaði vegna lágs verðs bílanna.
Þar með taki láglaunafólkið í fátæku löndunum atvinnu frá verksmiðjufólki í Bandaríkjunum.
En það nýjasta, að setja refsitoll á þýska bíla, passar ekki inn í þessa mynd Trumps, vegna þess að Þýskaland er velmegunarland þar sem verksmiðjustarfsfólkið fær margfalt hærri laun en samsvarandi launþegar í fátækari löndum.
Ef þýskir bílar seljast betur í Bandaríkjunum en bandarískir er það ekki vegna þess að þeir séu ódýrari eða að verksmiðjufólkið í Þýskalandi fái svona lág laun, heldur einfaldlega vegna þess að þýsku bílarnir eru að jafnaði betri en bandarískir bílar.
Gæði bandarískra bíla voru visslulega mikil og rómuð á fyrstu fimmtán árunum eftir Seinni heimsstyrjöldina og þá "voru Bandaríkin stórkostleg" og veldi þeirra mikið.
En síðan hrakaði gæðunum og Bandaríkjamenn drógust aftur úr í tækni og gæðum og hafa ekki verið nógu samkeppnishæf síðan.
Það felst alger uppgjöf og mótsögn í því að úthýsa þýsku bílunum með handafli og viðurkenna þannig, að Bandaríkin geti ekki orðið stórkostleg á ný.
Og refsingin bitnar á Bandaríkjamönnum sjálfum, sem mega ekki kaupa þær vörur sem þeim finnst bestar.
Á sínum tíma tókst Rússum að koma í veg fyrir samkeppni rússneskra bíla við bíla frá Vesturlöndum með því að láta Sovétríkin framleiða alla sína bíla sjálfir.
Er það á þann hátt sem Trump ætlar að gera "Bandaríkin stórkostleg á ný"?
Skoðum smá dæmi, sem sýnir málið í hnotskurn. Oldsmobile var næst dýrasta merkið hjá GM, næst á eftir Cadillac og salan hafði fallið um 70% á árunum 1985-1995 á sama tíma og salan hafði stóraukist á bílum í sama flokki, svo sem Benz E, BMW 5 og Audi A6.
1995 átti að "gera Olsmobile stórkostlegan á ný" með því að setja á markað langbesta bílinn, sem framleiddur hefði verið af þeirri tegund, Oldsmobile Aurora og átti að keppa við Mercedes-Benz E og BMW 5.
Þessi Aurora eðalbíll, sem efsta myndin á síðunni er af, er árgerð 1999, en neðar eru Benz E og BMW 5 af sömu árgerð.
Skemmst er frá því að segja að þessi fyrirætlan mistókst gersamlega og varð upphafið að endalokum Oldsmobile, sem var aflagt árið 2004 eftir 107 ára feril.
Engin ráð fundust til að halda áfram starfsemi eins af allra elstu bílategundum heims.
Ef Trump hefði verið við völd hefði hann að sjálfsögðu komið í veg fyrir innflutning Benz og BMW og sagt hróðugur fyrir framan Oldsmobile Aurora og aðra slíka: "Ég hef gert Bandaríkin stórkostleg á ný!"
Mega ekki falla fyrir kænskubrögðum Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það bezta sem kom fyrir bifreiðaframleiðslu USA var innflutningur á japönskum bifreiðum á sjötugasta áratug síðustu aldar og áratugina þar á eftir. Gæði japönsku bifreiðina voru mikið betri.
Fólk var að mestu hætta að kaupa bifreiðar frá Ford, GM og Chrysler af þvi að það voru druslur. Siðan hafa Ford, GM og Chrysler híft upp um sig brækurnar, so to speak, og gæði bifreiðina hefur stór aukist.
Svo eru Þýskar og Japanskar bifreiðar að mestu framleiddar í USA, þær sem eru seldar á USA markaði. Vandamálið er, hvað er framleitt hvar. Jú samansetningarverksmiðjan er kanski í Alabama en, hvaðan koma allir partarnir?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.2.2017 kl. 15:58
skv. Wikipediu seldist Auroran ekki nógu vel af því bíllinn þótti of dýr. Að öðru leyti vel heppnaður bíll, ólíkt því sem Ómar heldur fram.
ls (IP-tala skráð) 3.2.2017 kl. 16:16
Af einhverjum ástæðum velur Trump Þjóðverja sem einn af höfuðóvinum sínum en ekki Japani eða Sádi-Araba. Það skyldi þó ekki vera vegna þess sem Steve Bannon hefur sagt, að fullvíst sé að Bandaríkin muni heyja stórstyrjöld við Kína á næstu árum og þurfi að hafa Japan sem bandamann og að Bandaríkjamenn þurfi líka að heyja stórstyrjöld í Miðausturlöndum og eiga kannski einhverja fleiri bandamenn en Ísraelsmenn?
Trump virðist haldinn því heilkenni sjálfhverfustu þjóðarleiðtoga að verða að skipta erlendum þjóðum og þjóðflokkum í óvini og vini.
Sjálfur hefur hann sagt í skrifum um sjálfan sig að nauðsynlegt sé að hefna sín á öllum þeim, sem standi í veginum og halda nákvæmt bókhald um það, sem hefna þurfi fyrir.
Á fyrstu tveimur vikum ferils síns hefur hann þegar valið sér sem sérstaka óvini Þjóðverja, Ástrali, Kínverja og nokkrar múslimaþjóðir, sem engan Bandaríkjamann hafa drepið í hryðjuverkum.
Bókhaldið um þá sem þurfi að hefna sín á virðist ekki alveg nógu gott hjá honum.
Ómar Ragnarsson, 3.2.2017 kl. 16:22
Það vill svo til að ég las reglulega blöðin Consumer Report, Consumer Guide, Car og Motor Trend á þessum árum, og í dómum þessara blaða bar þeim saman um það, að Aurora stæðist ekki þýskum og japönskum keppinautum snúning.
Orðalagið "þótti of dýr" segir allt sem segja þarf, því að keppinautarnir seldust þrátt fyrir að vera dýrir.
Aurora var einfaldlega ekki samkeppnishæfur, annars hefði hann selst.
Og það heitir "flop" á ensku.
Ómar Ragnarsson, 3.2.2017 kl. 16:28
Styrjöld milli Kína og USA verður ekki framkvæmd í návígi, heldur með langdrægum eldflaugum með kjarnaoddum.
En ég hef ekki miklar áhyggjur af þvi að það verði styrjöld, en það má alveg hreinsa til í þessum pólitíka rétttrúnaði sem lætur gamminn geysa út um allar jarðir.
Ef að fólk heyrir sannleikan þá verður það móðgað og fer í fýlu, en ég held að sá ástralski sé nú ekki eins hörundsár og fólk vill vera láta. Mamma Markel, jú hún er hörundsár.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.2.2017 kl. 16:38
Og viti menn. Er ekki einn mörlandi í Texas sem virðist vera stuðningsmaður Trumps. Flottur fulltrúa Ísland!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2017 kl. 16:51
Þegar evrópubúi leggur mat á gæði amerískara bíla þá er hann að leggja mat á ruslið sem má flytja til Evrópu og Íslands fyrir tollum en ekki á ameríska bíl því hann hefur ekki aðgang að þeim. Amerískir bílar hafa í reind verið ekki fluttir til evrópu í 40 ár vegna tæknitolla og hás gengis bandaríkjadals.
Ég var í svíþjóð um daginn og prufað nýja "ameríska" bíla þar í umboði allt ónítt grútmáttlaust rusl með einhverjum örvélum. Utan einn sem var 700 hestöfl og kostað 15 miljónir, bíll sem kostar um 6 miljónir á götuna í BNA. Þannig bíll með ördíselvæl sem bara servitringar nenna að eiga er ekki í boð í bandaríkjunum en kostar 7 miljónir í Svíðjóð.
Guðmundur Jónsson, 3.2.2017 kl. 17:04
Málið snýst ekki um þetta hjá Trump. Ef Kaninn getur ekki keppt við þýska bíla á heimavelli getur hann enn síður keppt við þá erlendis.
Fram að þessu hefur Kaninn tapað í kapphlaupinu um vörugæði á amerískum bílamarkaði og því snýst hegðun Trumps um það að koma í veg fyrir að þýskir bílar séu á boðstólum í Ameríku.
Og hann ætlar að gera Ameríku stórfenglega á ný með því að snúa frá trú á markaðinn yfir í einhvers konar sovéskan rétttrúnað.
Ómar Ragnarsson, 3.2.2017 kl. 20:45
Málið er að Trump hefur geysiöflugt vopn í höndunum, hið gríðarstóra markaðssvæði Bandaríkjanna. Með því að bjóða þeim löndum sem eru að gæla við [...]exit tvíhliða samninga, getur hann auðveldlega sprengt ESB í tætlur. Þetta veit ESB-klíkan og er eflaust að pissa í buxurnar.
Theódór Norðkvist, 3.2.2017 kl. 20:49
Evrópusambandið er miklu stærri markaður en Bandaríkin.
Í Evrópusambandsríkjunum búa 510 milljónir manna, þar af 65 milljónir í Bretlandi, en í Bandaríkjunum 324 milljónir.
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:15
Nokkur dæmi árið 2013:
Share of world wealth:
Evrópusambandið 36,7%,
Bandaríkin 29,91%,
Frakkland 5,91%,
Þýskaland 5,35%,
Ítalía 4,92%,
Bretland 4,88%,
Kanada 2,83%,
Spánn 1,92%,
Rússland 1,51%,
Indland 1,5%,
Brasilía 1,31%.
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:24
Gott orð sem plat Svisslendingurinn man eftir "virðist" ennþá í íslenskunni.
Aldrei mundi mér detta það í hug að vilja að vera fulltrúi Íslands, enda skammast ég mín fyrir hvernig þingmenn haga sér. Eyða tíma í eitthvað sem þeir hafa enginn áhrif á, en nenna ekki að taka á málefnum eins og t.d. fátækt aldraðara og öryrkja á Íslandi.
En ég fylgist spenntur með hversu langt Trumpið kemst í þvi að hrista upp í stjórnmála og banka elítunni.
Eins og gömul kona sagði einhvern tímana fyrir löngu "nú hlær mín kunta." Ég hef horft á CNN, MSNBC og Fox síðustu þrjár vikur og hef haft mjög gaman af þvi, held að eg hafi ekki skemmt mer eins mikið að horfa á spreng hlægilega gamanmynd, eins og að horfa á CNN, MSNBC og Fox.
Vinstraliðið íUSA er að ganga af göbblunum og flestir Evrópu menn hafa fengið hland fyrir hjartað.
Og ég sit á hliðarlínunni og garga áfram "Trump, áfram Trump," ef mér hefði grunað að hann færi að gera það sem hann lofaði, þá hefði ég kosið karl greyið.
Ronald Wilson Reagan kom af stað falli af stað og svo verður gaman að sjá hvort að Donald John Trump geti hjálpað að koma ESB að falli.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 3.2.2017 kl. 21:43
hjer er þessi náúngi að reina að tala ensku- vel þess virði
https://www.youtube.com/watch?v=88OGXLFpeMw
Kári (IP-tala skráð) 3.2.2017 kl. 22:24
Einhver hér að ofan sagði það: þú færð ekki almennilegan amerískan bíl í Evrópu.
Og þú færð ekki almennilegan bíl á Íslandi.
Svo er annað atriði, sem fólk hefur ekki tekið eftir:
BMW er með verksmiðjur í USA, sem FLYTUR ÚT bíla, til Evrópu. X3, X5 og einhvern sportbíl... og eitthvað annað.
Jeep er svo með verksmiðju í Austurríki, sem selur innan Evrópu.
Þannig er BMW X5 amerískur bíll, og Jeep Cherokee evrópskur.
Það er orðið ansi erfitt að vita hvaðan þetta dót allt kemur upprunalega.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.2.2017 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.