5.2.2017 | 00:14
"Leikrit, sett á svið"? "Aumingjagæska"?
Fyrir tæpu ári voru ofangreind orð viðhöfð oftar en einu sinni um þær fréttir af ástandinu á Landspítalanum, sem þá var, bæði í ræðu og riti.
Nýlega talaði forsætisráðherrann í stefnuræðu um heilbrigðismálin og notaði orðalag sem gaf til kynna að ástandið væri huglægt en ekki raunverulegt, enda hefðu framlög til heilbrigðismála aukist.
Í einum af bloggpistlum dagsins er talað um að nauðsynlegt sé að hverfa aftur til hinna gömlu góðu gilda frekar er "aumingjagæsku og styrkja" hins skelfilega kratisma.
"Má ég þá heldur biðja um Trump" segir skrifarinn og bætir við upphrópum um "gildi vinnunnar."
"Aumingjagæskan" sem Trump verður að afnema er meðal fólgin í því að Obama breytti því að 20 milljónir Bandaríkjamanna hefðu engar sjúkratryggingar og væru á sama stigi og fátækir Íslendingar fyrir 1946.
Ákallið í bloggpistlinum um hinn sterka foringja sem hefur "gildi vinnunar" og hina gömlu góðu daga í hávegum er, eins og orðin sýna, ekki nýtt, heldur hefur það hljómað áður, þegar foringinn mikli lofaði að "gera lönd okkar mikil á ný" eins og pistlahöfundur orðar það og slagorðið "arbeit macht frei!" var fremst hinna "gömlu, góðu gilda."
25 sjúklinga vantaði sjúkrarúm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margt er hér nú sett á svið,
sviðakjammar gjamma,
sjalla ljótt er sáluhlið,
seld er mörg þar amma.
Þorsteinn Briem, 5.2.2017 kl. 08:34
http://kvennabladid.is/2017/02/05/lsh-er-okkar-myndband-hjukrunarfraedinema/
Ragna Birgisdóttir, 5.2.2017 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.