Mataræði er eins misjafnt og fólk er margt. Morgunverðurinn er mikilvægastur og hér er mynd af einum slíkum. Hann byggist á þremur sjónarmiðum: Hollustu, orku og smá sérvisku til að lífga upp dagsbyrjunina.
Í skálinni er barna-hafragrautur hrærður með soðnu vatni og með léttmjólkurslettu, en að baki pakki af barna-haframjölinu, sem hluti tekinn hluti af á diskinn.
Einnig sést þarna pakki af hafragraut, sem ég tek stundum smávegis úr til að blanda á diskinn. Hvort tveggja vítamínbætt, - "klikkar ekki" eins og Guðjón Valur segir.
Fyrir framan er eitt egg, ristuð brauðsneið með skinku, helst kjúklingaskinku, hálfur banani, hálft epli, - síðan það sem gerir byrjun dagsins sálarlega bjarta; - hálft glas af Kók Zero í stað kaffisopa og nokkrar súkkulaðihúðaðar rúsínur sem "nammi" og til að mýkja hægðir við að vinna á móti harðlífi af völdum basatöflu, sem tekin er með volgu vatnsglasi eftir hverja máltíð svo spornað sé við magasýru upp í sárt vélinda vegna þindarslits og bakflæðis.
Í nýlegri magaspeglun sást á myndum, að neðsti hluti vélindans var "undir stjórn."
Ég hef alltaf með mér smá fæði og vatn á ferðum mínum, hvar sem ég er, þ.e. barnamatarpakkann og vatn í lítilli 250 ml flösku.
Þegar hringurinn var hjólaður í ágúst í fyrra voru meðferðis tveir pakkar af barna-hafragraut, en einn og hálfur pakki nægði, auk vatnspelans, til að gefa næga orku fyrir fullorðinn mann í rúman sólarhring.
Á myndinni sést hjólið "Léttir" þegar morgunverður er snæddur á Djúpavogi og á neðstu myndinni er síðar um morguninn stansað við Jökulsárlón.
Þetta borða heilbrigðustu þjóðir í heimi í morgunverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alveg ljómandi góður morgunmatur Ómar.
Ragna Birgisdóttir, 6.2.2017 kl. 01:54
Ómar has a healthy snack,
Coke Zero and yakety yak,
for his soul,
under control,
he also has a dash of crack.
Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 04:10
Diet Coke vs. Coca-Cola Zero
Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 04:22
"Coca-Cola Zero, or Coke Zero, is a product of The Coca-Cola Company.
It is a low-calorie (0.3 kcal per 100ml)[1] variation of Coca-Cola specifically marketed to men, who were shown to associate diet drinks with women.[2]"
"Despite their polar opposite advertising campaigns, the contents and nutritional information of the two sugar-free colas is nearly identical."
Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 04:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.