Allur er varinn góður, en vandi á höndum.

Sagan geymir mörg dæmi um það þegar af stað fer vígbúnaðarkapphlaup vegna þess að þjóðir treysta ekki hver annarri, jafnvel þótt hver um sig sé aðeins að efla varnarviðbúnað sinn.

Einnig dæmi um að með því að mynda gagnkvæmt traust sé hægt að afvopnast að meira eða minna leyti. Í slíku tilfelli þurfa líka að fara saman gagnkvæmur hagur af afvopnun.

Dæmi um hið fyrrnefnda var griðasamningur Hitlers og Stalíns 23. ágúst 1939, þar sem þeir drógu línu úr norðri til suðurs frá Eystrasalti um miðju Póllands. Finnland og Eystrasaltslöndin þrjú auk austurhluta Póllands lentu á áhrifasvæði Sovétríkjanna.

Samningurinn gaf Hitler frítt spil til að ráðast inn í Pólland allt að umsaminni línu, og Rauði herinn tók eystri hluta landsins léttilega, réðist á Finna um veturinn og tók stóra sneið af landinu austanverðu, en veikleiki Rauða hersins eftir hreinsanir Stalíns kom glögglega í ljós í þessu erfiða vetrarstríði.

Vorið eftir réðust Þjóðverjar á Danmörku og Noreg og síðar gegn Frökkum, Niðurlöndum og breska meginlandshernum, tóku Niðurlönd og Frakkland og síðar allan Balkanskagann og Krít.  

17. júní kippti Stalín síðan Eystrasaltslöndunum inn í Sovétríkin með hervaldi og var nú kominn með varnarskjöld fyrir Rússland, þar sem Eystrasaltslöndin, Hvíta-Rússland og Úkraína voru stuðpúði. 

Hitler ákvað í nóvember 1940 að ráðast á Sovétríkin 15. maí en tafðist í fimm vikur vegna tregðu Júgóslava til samvinnu og mislukkaðrar herfarar Ítala gegn Grikkjum, sem kallaði á hjálp frá Þjóðverjum.

Veturinn og vorið reyndi Stalín allt sem hann gat til að gefa Hitler ekki ástæðu til að ráðast í austurveg og Hitler reyndi að breiða yfir áform sín með loftárásum á Bretland, herför Bismarcks og Prinz Eugen út á Atlantshaf og með því að senda Rommel með her til Líbíu og Egyptalands. 

Stalín forðaðist að vera með hernaðarlega tilburði til varnar, sem Þjóðverjar yrðu varir við og gætu túlkað sem ögrun, enda skorti enn á að Rauði herinn hefði fengið ný vopn á borð við T-34 skriðdrekann og nýjar flugvélar, sem voru að byrja að birtast.

Með innrásinni í Sovétríkin endaði það tímabil þar sem griðasamningurinn hafði verið hagur beggja samningsaðila. Í byrjun byggðist samningurinn á gagnkvæmu trausti, sem Hitler hafði aldrei ætlað sér að virða til lengdar. 

Dæmi um afvopnun, sem byggðist á gagnkvæmu trausti, eru samningar risaveldanna, bæði skriflegir og munnlegir, á árunum 1985-1991 milli leiðtoga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, þar sem Sovétmenn urðu að semja úr afar veikri stöðu vegna yfirvofandi falls kommúnismans í Austur-Evrópu. 

Sovétmenn gáfu eftir sameiningu Þýskalands og sjálfstæði fyrrum aðildarríkja Varsjárbandalagsins gegn því að NATO og ESB seildust ekki of langt austur á bóginn. 

Þrá nágrannaríkja Rússlands til að komast undir verndarhjálm NATO og útþensla NATO og ESB að landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu grófu undan gagnkvæmu trausti og nú ríkir eins konar kalt stríð á milli NATO/ESB og Rússa. 

Báðir aðilar gera ráðstafanir til að tryggja hernaðarlega stöðu sína, einkum Rússar, sem mega ekki til þess hugsa að missa tangarhald á Úkraínu eða yfirráð yfir Krímskaga. 

En allir tilburðir til aukins vígbúnaðar í varnarskyni undir kjörorðinu "allur er varinn góður" geta vakið tortryggni sem knýr áfram vígbúnaðarkapphlaup, sem getur orðið báðum aðilum til tjóns. 

Þess vegna er réttlætanlegt hjá Donald Trump að leita eftir því að vinna bug á hinni gagnkvæmu tortryggni án þess þó að vanrækja varnir um of. 

En í þessu er Bandaríkjamönnum og NATO/ESB vandi á höndum. 

 

 


mbl.is Vill geta brugðist við ógnum með skömmum fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sovétmenn gáfu eftir sameiningu Þýskalands og sjálfstæði fyrrum aðildarríkja Varsjárbandalagsins gegn því að NATO og ESB seildust ekki of langt austur á bóginn. 

Þrá nágrannaríkja Rússlands til að komast undir verndarhjálm NATO og útþensla NATO og ESB að landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu grófu undan gagnkvæmu trausti og nú ríkir eins konar kalt stríð á milli NATO/ESB og Rússa."

Þú ert gjörsamlega kexruglaður, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 09:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 09:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 09:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt Úkraína vilji fá aðild að annars vegar Evrópusambandinu og hins vegar NATO fengi það ekki aðild strax í fyrramálið.

Serbía sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005.

Þar að auki þurfa öll Evrópusambandsríkin að samþykkja aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu og engan veginn víst að þau samþykki öll aðild til að mynda Tyrklands að sambandinu, enda þótt samningar tækjust einhvern tímann um aðildina.

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 09:17

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

NATO er varnarbandalag, er að sjálfsögðu ekki eitt ríki og Ísland er í NATO.

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

NATO og Rússland hafa engan áhuga á að ráðast á hvort annað og báðir aðilar vita það mæta vel.

Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 09:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 09:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn föstudag:

"Bandaríkin ætla ekki að aflétta viðskiptabanni gegn Rússlandi á meðan Krímskagi er innlimaður af Rússum.

Frá þessu greindi Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í fyrstu opinberu ræðu sinni í Öryggisráðinu.

Hún hóf ræðu sína á því að segja að sér þætti það óheppilegt að fyrsta ræða hennar snerist um að fordæma herskáar aðgerðir Rússa.

Þannig ætti þetta ekki að vera því Bandaríkin vilji bæta samband sitt við Rússland.

Aðgerðir Rússa í austurhluta Úkraínu séu hins vegar á þá leið að þær verði að fordæma.

Haley lagði áherslu á að viðskiptabannið sem lagt var á Rússland 2014 verði við lýði þar til Rússar skili landsvæðinu aftur til Úkraínu."

Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 09:23

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Krímskagi er hins vegar núna hluti af Rússlandi og harla ólíklegt að því verði breytt.

Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 09:29

10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka ykkur fyrir þessi góðu og upplýsandi skrif.

Ég er ekki mjög ungur, trúlega nokkra miljarða ára, sálin, og í okkar viðmiði, 82 ára.

Þegar ungafólkið skrifar, ógeðslega góður, ógeðslega fallegur þá er það ekki alveg í mínum málskilningi.

Þegar þú minn ágæti, og mjög fróði Steini Briem, notar þennan nútíma málskilning, er ég hálf utangátta.

´Mér finnst fyrri aldar málskilningur betri.

Til dæmis, Heill og Sæll Ómar Ragnarsson, gangi þér allt í haginn.

Heilir og sælir, og gangi ykkur allt í haginn.

Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.2.2017 kl. 11:20

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég þakka en þessar greinar bæði hjá Ómari og Steina eru góðar upplýsingar og sína að ekki e allt sem sýnist í Alþjóðamálunum.Ég vona bara að Rússar og Bandaríkjamenn nái að vingast en fréttamiðlar gera allt til þess að svo verði ekki.  

Valdimar Samúelsson, 6.2.2017 kl. 14:24

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ummæli Pútíns, sem Steini vitnar sífellt í, eru 13 ára gömul. Það hefur ýmislegt breyst síðan þá. Sérkennilegt er að hafa þurft að standa í því þegar þörf krefur að fjarlægja svipuð ummæli ýmissa um Steina og hann viðhefur um mig. 

Ómar Ragnarsson, 6.2.2017 kl. 18:43

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hef tekið eftir því annarstaðar að Steini er dálítið hvatskeyttur en samt óvitlaus. :-) 

Valdimar Samúelsson, 6.2.2017 kl. 19:52

14 identicon

Það sem sveitungi Gísla, Eiríks og Helga klikkar á er að gildisdómar eru ekki taldir til meiðyrða, en beinar fullyrðingar eru það. Ef hann segir: "Þú ert kexruglaður Jón" eru það meiðyrði en segði hann: "Mín skoðun er sú að þú sért kexruglaður," er það gildisdómur og fellur ekki undir meiðyrðalöggjöfina.

Síðan hefur margumræddur Skíðdælingur margsinnis tekið fram að hann birti ekki skoðanir en hins vegar staðreyndir og verður að skoða ummæli hans í garð síðuhafa í ljósi þeirra ummæla.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 7.2.2017 kl. 08:50

15 Smámynd: Már Elíson

Góð grein hjá Ómari sem endra nær. - Ummæli st.breim dæma sig hinsvegar sjálf, enda á maðurinn við einhverja andlega erfiðleika að etja eins og allir sem lesa hina frábæru pistla Ómars, vita.

Már Elíson, 7.2.2017 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband