9.2.2017 | 01:05
Fíll í glervörubúð.
Donald Trump hefur tekist það á þremur vikum, sem engum öðrum forseta Bandaríkjanna hefur tekist á heilu kjörtímabili, að kveikja elda ósættis, úlfúðar og óróa í bandarísku þjóðlífi.
Hann veður um með stóryrðum, upphrópunum, fúyrðum og tilskipunum og egnir sem allra flesta til æsinga á báða bóga, svo að minnir einna helst á fíl í glervörubúð.
Annað eins orðbragð hefur ekki heyrst síðan á óróaárunum á sjöunda áratugnum.
Í bandarískum sjónvarpsþætti á skjánum í kvöld var varpað fram þeirri tilgátu, að meðal annars væri þetta gert til þess að leyna því að Trump hefur, án þess að eftir því hafi verið tekið, gefið sínum líkum, svo sem iðnjöfrum og framleiðendum jarðefnaeldsneytis, lausan tauminn í að minnsta kosti tíu aðskildum tilfellum, meðal annars með því að aflétta bönnum til þess að verja almannahagsmuni svo sem banni við að menga ár með eitruðum úrgangi.
Hann setti sem forstjóra EPA, Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, mann, sem hefur verið helsti andstæðingur þeirrar stofnunar, augsýnilega til þess að lama hana sem allra mest.
Meðal þess sem EPA gerði, þegar borgir landsins voru að drukkna í útblástursmengun á þeim tíma þegar "Ameríka var stórkostleg", var að setja reglur sem gerðu bílaframleiðendum skylt að minnka þessa mengun.
Fróðleg var lesningin sem lesin var um öll þau atriði þar sem líkum Trumps er gefið skotleyfi á almannahagsmuni.
Dómaraefnið gagnrýnir tíst Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var 7. áratugurinn þá að öllu leyti slæmur?
Eru "samræðustjórnmál" í anda I.Sólrúnar, Gnarrs, Hönnu Birnu, Gísla Marteins og Dags B. nokkurs nýt?
Er ekki fínt að Bandaríkin verði sjálfum sér næg um olíu og Dakotalínan lögð?
Hættum þessum vælugangi og leyfum Ameríku að þrífast á sínum forsendum.
Jón Valur Jensson, 9.2.2017 kl. 03:46
Oft er hann með opna búð,
Ómar vesalingur,
ansi margt þar undir súð,
alls kyns dót og glingur.
Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 07:20
Um Dakotalínuna gildir svipað og línuna við Þeystareyki og ínuna í Mývatnssveit.
Svo mikið þykir liggja við að valta yfir andófsfólk, að ekki er tekið í mál að leggja línurnar á neinn annan veg en beinustu leið, þótt kostnaðurinn við að leggja þær skaplegri, en eitthvað dýrari leið, ætti ekki að skipta máli.
Ein af breytingunum, sem minnst var á í sjónvarpsþættinum í gærkvöldi er að létta takmörkunum af því hvernig genga má fram í bergbroti með stórfelldum neikvæðum umhverfisáhrifum.
"Er það bara ekki fínt?" er spurt og svarað játandi.
Ómar Ragnarsson, 9.2.2017 kl. 07:27
Þetta er rétt sem Ómar Bendir á, að Trump vill að furðufugl verði yfir EPA og talið er að hann vilji lama stofnunina eða helst leggja niður. Hef ekki séð umfjöllun um þetta á Íslandi en það er svo sem af nógu að taka varðandi Trump. En þetta skiptir huge máli. Gæjinn sem hann skipaði er Hlýnunarafneitari þó hann hafi eitthvað reynt að draga í land uppá síðkastið.
Það sem er líka svo skuggalegt við þetta trump-dæmi almennt séð, - er að sjá fuglana hér uppi sem hafa eignast foringja í BNA. Þetta er bara stórfurðulegt. Hvað gerðit fyrir íslendinga? Töpuðu þeir vitinu eða?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2017 kl. 09:21
Áhugavert að nýrasistar eins og t.d. þessi Jón Valur; ofsafenginn trúmaður, bigot og fjandsamlegur í garð flóttafólks, eru einnig andsnúnir náttúruvernd og skynsamlegri nýtingu auðlinda.
Sama týpan og VP Mike Pence, born again Christian og ignorant as hell.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 09:33
Ég hélt að "I.Sólrún, Gnarr, Hanna Birna, Gísli Marteinn og Dagur B." hefðu af andstæðingum þeirra, til að mynda Ómari Ragnarssyni, einmitt verið gagnrýnd fyrir að stunda ekki "samræðustjórnmál".
Sem sagt að þau hafi ekki lotið vilja andstæðinganna í einu og öllu, til að mynda í flugvallarmálinu hér í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 10:57
Svik þessa fólks (Ómar undanskilinn) við þjóðarvilja og hagsmuni landsins í flugvallarmálinu eru ærinn dómur yfir þeim.
Haukur (gervimaður? -- af hverju ekki skráður Moggabloggari) á "vested interest" í því að ljúga upp á og rægja mig. Hann er ESB-viðhengi sem lætur tilganginn í þessu helga sín ljótu meðöl. Ekki er ég rasisti, hef fordæmt slíkt. Ekki er ég andvígur flóttamönnum. Ekki er ég "ofsafenginn trúmaður" né andvígur náttúruvernd, en trúi ekki loftslagsbreytinga-tilgátunni.
Jón Valur Jensson, 9.2.2017 kl. 11:49
Jón Valur, loftslagsbreytingar-kenningin og öll umræða um hlýnun jarðar hefur ekkert með "trú" að gera, heldur þekkingu. En ég efast stórlega um það að þú getir myndað þér skynsamlega skoðun í því máli, til þess vantar þig líklega menntun og þekkingu. Guðfræðin nægir þar skammt. Ég er engin gervimaður, er núna búsettur í Grikklandi, hef aldrei verið Moggabloggari.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 12:02
Þú getur verið Moggabloggari í Timbúktú, ef þú vilt, en kýst feluleikinn og atlögur rógberans úr launsátri.
Ég tek í loftslagsmálum mark á vel rökstuddri hrakningu trúarkenningar þinnar, þ.e. á rökum tveggja stórvel gefinna verkfræðinga, Friðriks Daníelssonar og Lofts Altice Þorsteinssonar.
Jón Valur Jensson, 9.2.2017 kl. 12:13
"Svik þessa fólks (Ómar undanskilinn) við þjóðarvilja og hagsmuni landsins í flugvallarmálinu eru ærinn dómur yfir þeim."
Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vstnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum:
Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum sem fram fóru sama ár.
20.9.2013:
"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.
Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.
En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."
Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 12:16
Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.
Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 12:17
20.3.2001:
"Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.
Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.
Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."
Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins
Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 12:18
Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.
Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fjórar borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.
Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál er stærsta málið í öllum þessum borgarstjórnarkosningum.
Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.
Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.
Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.
Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.
Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 12:19
Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:
Píratar 28%,
Samfylking 25%,
Björt framtíð 8%,
Vinstri grænir 11%.
Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.
Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 12:23
8.10.2015:
"Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir fengju 4,4% atkvæða samkvæmt könnuninni sem unnin er af Gallup fyrir Viðskiptablaðið en fengu 10,7% í kosningunum í fyrra."
Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 12:24
Yfir 70% og yfir 80% íbúa á höfuðborgarsvæðinu / (respective) landsmanna hafa í skoðanakönnunum sagzt styðja Reykjavíkurflugvöll. Nær 70.000 manns skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við flugvöllinn -- fjölmennasta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar.
Og fylgi Pírata hefur hrunið, eins og Samfylkingar.
Steini Briem styður ekki þjóðarhag fremur en fyrri daginn.
Jón Valur Jensson, 9.2.2017 kl. 12:37
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila og mannvirki á landinu verða að víkja ef eigendurnir krefjast þess.
Og harla einkennilegt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað eigi að vera á landi Reykjavíkurborgar.
Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 12:38
Það yrðu sannarlega tíðindi til næsta bæjar, ef hinn illyrti "Haukur Kristinsson" hætti að rógbera mig á Moggabloggi. En afstöðu mína í alvarlegustu málum, sem hann ber upp á mig, geta menn séð með því að nota orðaleitar-hjálpartækið á Moggabloggi mínu og öðrum vefsíðum, sem ég hef séð um, þ.e. við við leit að "rasisma" og "nazisma". Hygg ég fáa, ef nokkra, komast lengra í að fordæma þau fyrirbæri.
PS. Þegar ég ritaði: "en [ég] trúi ekki loftslagsbreytinga-tilgátunni," þá átti ég vitaskuld við það, að ég hafi ekki látið sannfærast af fram settum meintum rökstuðningi fyrir þeirri tilgátu. Jafnvel Aristoteles notaði orðin "trú", "trúa" (pistis, pistevo) í þessari sannfæringar-merkingu.
Jón Valur Jensson, 9.2.2017 kl. 12:54
Ég held að Steina skjátlist hrapallega í þessari fullyrðingu sinni kl. 12.38 um eignarhaldið á flugvallarsvæðinu. Ríkið á einmitt mestallt landið. Ugglaust veit Ómar þetta líka, ég ber það undir hann hér með, þótt Steini Briem láti sér þókknast að kalla hann "vesaling" í sinni illa til fundnu vísu hér í morgun kl. 7.20!
Jón Valur Jensson, 9.2.2017 kl. 13:00
Aristoteles: Happiness depends upon ourselves.
Sigurður Breiðfjörð: Hamingjan býr í hjarta manns, höpp eru ytri gæði.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 13:14
Aristoteles talaði ekki ensku. Það tungumál sem slíkt var ekki einu sinni til á hans dögum.
Jón Valur Jensson, 9.2.2017 kl. 13:18
Αριστοτέλης: Η ευτυχία εξαρτάται από εμάς τους ίδιους.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 13:31
Það var gefið upp fyrir atkvæðagreiðsluna 2001 að lágmarksþátttöku þyrfti til þess að hún væri bindandi. Það hafði að sjálfsögðu áhrif á þátttökuna því að illu heilli lögðu sumir fylgjendur vallarins áherslu á það að sitja heima og gera hana ómarktæka og þátttakan varð langt fyrir neðan markið sem sett var og þar með urðu úrslitin ekki bindandi.
Samt munaði sáralitlu á hópunum sem voru með eða á móti en best og sanngjarnast hefði verið, að þeir sem ákváðu að hafa áhrif með því að sitja heima, hefðu farið á kjörstað.
Ég segi "illu heilli" að þessi aðferð við að gera atkvæðisgreiðsluna ekki bindandi skyldi vera notuð, því að hún er ósanngjörn gagnvart jafnræði kjósenda.
Með svona aðferð er þeim, sem ekki kjósa, gert kleyft að hafa sömu áhrif og þeir sem þurfa að hafa fyrir því að fara á kjörstað.
Staðsetning Reykjavíkurflugvallar er þar að auki ekki einkamál Reykvíkinga einna heldur allra íbúa höfðuborgarsvæðisins og allra landsmanna.
Sama er að segja um staðsetningu þjóðvegar númer eitt í gegnum land Blönduósbæjar. Það er gegn almannahagsmunum að borga þurfi um 3000 krónu auka ferðakostnað fyrir hvern bíl sem ekur þennan hluta hringvegarins fram og til baka.
Ómar Ragnarsson, 9.2.2017 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.