10.2.2017 | 01:50
Fyrsta "vá!" upplifunin: Eins og frjálst fall ofan í Almannagjá.
Ţriđji áratugurinn var uppgangstími á Íslandi, áratugur lagningar vega, byggingar brúa á borđ viđ Hvítárbrú í Borgarfirđi, stórsóknar bílanna og steinhúsanna um allt land.
Á nćsta áratug kom kreppan, en glćsilegar byggingar á borđ viđ Landsspítalann, Landssímahúsiđ, hérađsskóla, bíó- og samkomuhús, verksmiđja og verslunarhúsa, auk dýrra og íburđarmikilla íbúđarhúsa risu fyrir ágóđa "the roaring twenties" á Íslandi.
Á myndunum frá Ţingvöllum og víđar á myndum úr vörslu Jóns Ófeigssonar sést hvernig hestar og bílar blandast saman í umferđinni um sameiginlegum vegum. Ţađ er löngu liđin tíđ.
Fyrsta "vá!" upplifun mín sést á tveimur myndum af Almannagjá, annarri međ bílaröđ og hinni međ hesti.
Ég var tćpra fjögurra ára sumariđ 1944, ţegar ţessi fyrsta stóra náttúruupplifun helltist yfir.
Hún fólst í ţvi ađ koma í bíl eftir sléttu sólböđuđu landi og steypast alveg upp úr ţurru nánast í "frjálsu falli ofan í myrkvađa gjána milli svartra hamraveggja, sem virtust viđ ţađ ađ kremja bílinn.
Ţetta var ógleymanleg upplifun.
Nú er umferđ á Ţingvöllum fyrir löngu orđin ţess eđlis, ađ ţetta er svćđi gangandi fólks.
Á tímabili gćldi ég viđ ţađ ađ opna mćtti gjána í svo sem klukkustund á dag fyrir einstefnu bílaferđ niđur gjána, en sú hugmynd fékk öruggt andlát.
Innsýn í landkynningu Íslands 1925 | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.