13.2.2017 | 17:16
Verðum að sjá beinan gróða, annars erum við ekki með.
Í olíukreppunni í kjölfar klerkabyltingarinnar í Íran sáu Íslendingar gróðamöguleika í því að byggja hitaveitur um allt land, sem færðu okkur mun ódýrari orku.
Við hefðum aldrei gert þetta nema af því að við græddum á því og á ágóðanum var hamra allan tímann sem þessi bylting gekk yfir. Minni mengun var að vísu bónus, en aldrei neitt úrslitaatriði.
En eftir á höfum við barið okkur á brjóst út af þessu á þann hátt að heimsbyggðin haldi að við höfum gert þetta af tómum hugsjónsaástæðum.
Með því að viðhalda þessum tvískinnungi er lagður grunnur að því að þegar þjóðirnar í kringum okkur reyna hver um sig að leggja sitt af mörkum til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum drögum við lappirnar og skerumst úr leik, af því að við viljum ekki, frekar en fyrr daginn, gera neitt nema það sé gróði af því fyrir okkur og hann sem allra mestan og allra fyrst.
Munu ekki uppfylla Parísarsáttmálann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú þarf að skattleggja hitaveitur(svokallað auðlindagjald) um ca 7-10% og nota það til að jafna húshitunakostnað í hinum dreifðu byggðum landsins.
Sælir (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 17:47
Áætluð notkun kísilverksmiðja á kolum nemur 315 þúsund tonnum. Við brennsluna myndast 1.155 milljón tonn af CO2 - koldíoxíd, eða 3.5 tonn af CO2 á hvert mannsbarn á landinu. Þessi 315 þúsund tonn samsvara 558 milljón rúmmetrum af CO2 eða 1700 rúmmetrun á hvern Íslanding. Stórastir í heimi!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 17:49
Vinstri eiturgrænir stóðu fyrir því að kísilverið við Húsavík yrði reist með dyggri aðstoð íslenska ríkisins, enda er flokkurinn útibú frá Framsóknarflokknum.
Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 19:15
Ekki allur flokkurinn í þessu máli. Hann var klofinn í því á þingi. Í atkvæðagreiðslu þar um hinar stórkostlegu ívilnanir sem voru veittar vegna þessarar framkvæmdar, minnir mig að nokkrir þingmenn flokksins hafi ekki samþykkt þetta.
Ómar Ragnarsson, 13.2.2017 kl. 19:23
Lög um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi nr. 52/2013
Nei sögðu:
"Atli Gíslason, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason."
"Frv. Samþykkt: 32 já, 5 nei, 8 greiddu ekki atkv., 18 fjarstaddir."
Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvegaráðherra, var flutningsmaður frumvarpsins.
Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 20:12
Af hverju ekki bara súrefnislaust ísland árið 2040? Því er ekki barist gegn súrefni eins og hinu dásamlega efni lífsins sem koltvísýringur er?
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 21:48
Andaðu þá að þér útblæstrinum úr bílunum, Þorteinn Styrmir Jónsson.
Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 22:08
3.11.2016:
Polluted Delhi has become a gas chamber - BBC News
8.11.2016:
Delhi pollution: Face masks run out as residents panic - BBC News
Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 22:13
China pollution documentary goes viral attracting at least 155 million views
Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 22:15
29.12.2016:
Paris suffers worst air pollution for at least decade
Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 22:20
Satt og logið sitt er hvað.
Sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það
þegar flestir ljúga............
Ragna Birgisdóttir, 13.2.2017 kl. 22:43
Íslendingar eiga að segja sig frá þessum Parísarsáttmála, hann er tóm peninga- og fjársóun. Enda er kenningin um að það sé langtímahlýnun í gangi og að hún sé af mannvöldum byggð á lygum og blekkingum. En þeir sem græða beint eða óbeint á kenningunni vilja auðvitað halda henni til streitu.
Pétur D. (IP-tala skráð) 14.2.2017 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.