14.2.2017 | 19:27
"Aukning á fjölda."
Með nokkura mínútna millibili er sagt í fréttum nú í kvöld, annars vegar á Stöð 2 og hins vegar á mbl.is að mikil "aukning hafi orðið í fjölda", í þessu tilfelli á málum vegna hælisleitenda.
Þetta er liður í svonefndri nafnorðasýki, sem líka mætti kalla sagnorðafælni, og tröllríður fjölmiðlum og hvers kyns umræðu.
Í stað þess að segja á einfaldan hátt að "málum hafi fjölgað" þarf endilega málalengingar, þegar sagt er í staðinn að "aukning hafi orðið á fjölda mála."
Notuð eru 6 orð í stað 3ja og þykir fínt.
Meirihluti starfsmanna hættir vegna fjárskorts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"...annars vegar á Stöð 2 og hins vegar á mbl.is..." þegar "bæði á Stöð 2 og mbl.is" hefði nægt. Málalengingar og haugur af aukaorðum og þykir fínt.
Vagn (IP-tala skráð) 14.2.2017 kl. 20:07
...aukning í fjölda. Mikið magn af einhverju. Tilgerðarleg málalenging.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2017 kl. 21:00
Hárrétt, Vagn. Jafnvel enn styttra: "...á Stöð 2 og mbl.is".
Ómar Ragnarsson, 14.2.2017 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.