Krím og Sevastopol svipað fyrir Rússa og Florida og Norfolk fyrir BNA.

Rússar fórnuðu meira en 50 þúsund mönnum fyrir Krímskaga í Krímstríðinu um miðja 19. öld. 

Þeir fórnuðu milljónum manna á ný fyrir skagann og höfnina Sevastopol í Seinni heimsstyrjöldinni.

Nikita Krústjoff gerði mikil mistök árið 1964 þegar hann "gaf" Úkraínumönnum skagann með því að færa hann frá því að vera rússneskt yfirráðasvæði yfir til Úkraínu.  

Á þeim tíma skipti þetta engu máli, því að bæði ríkin voru njörvuð í Sovétríkin með sterkri miðstjórn í Moskvu. 

En honum var vorkunn, því að hann sá ekki fyrir að Sovétríkin myndu hrynja rúmum aldarfjórðungi síðar og að skaginn gæti komist inn á vestrænt áhrifasvæði, sem árið 1964 náði aðeins yfir Vestur-Evrópu.  

Hernaðarleg þýðing Krím og Sevastopol er svipuð fyrir Rússland og Flórídaskagi og höfnin Norfolk norðar á austurströnd Bandaríkjanna er fyrir Bandaríkjamenn. 

Það er hægt að gagnrýna Pútín og harðsvíraða stefnu hans innanlands og í utanríkismálum en það breytir ekki því, að enginn rússneskur ráðamaður mun af augljósum hernaðarlegum ástæðum geta leyft sér að "taka Krústjoff á þetta" með því að afsala sér Krím og Sevastopol. 

Enda gerði Krústjoff það við gerólíkar aðstæður, þegar áhrifasvæði Vesturveldanna náði ekki einu sinni yfir allt Þýskaland og lá vestan við Tékkóslóvakíu og Ungverjaland. 


mbl.is Rússar hyggjast halda Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband