Þegar hlegið var að Preston Tucker.

Preston Tucker hét maður, sem taldi bandarískan bílaiðnað ekki nógu framsækinn eftir Seinni heimsstyrjöldina og lét hanna byltingarkenndan bíl með sínu nafni árið 1948, hlaðinn tæknilegum nýjungum af ýmsu tagi. Meðal annars var bíll hans með langminnstu loftmótstöðu bíla þess tíma, álíka lága og nú tíðkast. Tucker 48 (2)

Í reynsluakstri í kapp við Ford 1948 komu yfirburðir hins nýja bíls í ljós. Hann náði til dæmis meira en 50 km/klst meiri hraða en sambærilegir bílar. 

Bandarísku bílarisarnir lögðust á eitt og beittu öllum sínum miklu áhrifum í Washington og annars staðar til að knésetja Tucker, meðal annars með ákærum um saknæmt athæfi, sem tók það langan tíma fyrir Tucker að hrinda af sér, að hugmynd hans fór í hundana og aðeins 51 bíll var smíðaður. Tucker 48 á hlið

Í lok réttarhaldanna sagði Tucker, að ef Bandaríkjamenn héldu áfram á þessari braut myndu hinar sigruðu þjóðir, Þjóðverjar og Japanir, bruna fram úr Könum í bílasmiði og bílaframleiðslu. 

Raunar minna aðfarirnar gegn Tucker 1948 óþægilega mikið á þær aðferðir sem nú er bryddað upp á vestra við að gera "America great again." Tucker ´48 á ská aftan frá

Þegar Tucker sagði þetta um Japani og Þjóðverja brast á slíkur skellihlátur í réttarsalnumm að dómarinn varð að hasta á fólk.

En menn töluðu um að þetta sýndi að Tucker væri ekki með réttu ráði.

Engan hefði órað fyrir því þá að forspá Tuckers myndi rætast á aðeins örfáum árartugum og því síður að Kínhverjar yrðu mesta bílaframleiðsluþjóð veraldar í upphafi 21. aldarinnar.

Meira að segja Preston Tucker gat ekki látið sig óra fyrir því. 

Framfarir í gerð rafbíla er afaTucker 48 aftan frár hröð. Margir rafbílar frá því í fyrra verða úreltir að miklu leyti strax á þessu ári. Drægni þeirra er að tvöfaldast og hraðinn við að hraðhlaða bíla að stóraukast.

Ekki veitir þó af frekari framförum, því að eftir sem áður er þyngd rafgeymanna og eðli þeirra orkuvera, sem knýja þá í löndum eins og Kína, hvort tveggja stórir gallar.

Á næsta sumri stefnum við Gísli Sigurgeirsson að því að fara í þriðja leiðangurinn undir kjörorðinu "Koma svo!" en látum bíða í bili að auglýsa, hvaða kjörorð koma fyrir framan orðin "- koma svo!" Tucker 48 beint framan á

Fyrri leiðangrar voru "Orkuskipti - koma svo!" 18. ágúst 2015, og "Orkunýtni - koma svo!" 18. ágúst 2016.  

Við Íslendingar höfum það fram yfir Kínverja að geta notað miklu hreinni orku en þeir nota frá sínum mörgu kolaorkuverum, en slíkt stækkar svo mjög kolefnisfótspor rafbíla, að það er þeirra stærsti ókostur eins og er. 

En orkuskiptin verða að eiga sér stað ef það á að vera einhver von til þess að minnka heildar kolefnisfótspor orkunýtingar mannkynsins. 


mbl.is Spáð mikilli fjölgun rafbíla í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá hlær best sem síðast hlær.

Undirritaður hefur haft rétt fyrir sér í öllum málum í athugasemdum á þessu bloggi.

En ekki vantar djöfulganginn í andstæðingunum.

Þorsteinn Briem, 16.2.2017 kl. 10:12

2 identicon

Ég gúglaði og þetta var niðurstaðan...

No results found for "Steini Briem hefur rétt fyrir sér".

Magnús (IP-tala skráð) 16.2.2017 kl. 10:31

3 identicon

Magnús!

Skiljum við tilefni yfirlýsingarinnar nr. 1?

Eða eru vegir Gísla, Eiríks og Helga og sveitunga þeirra órannsakanlegir og óskiljanlegir nú sem hingað til?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 16.2.2017 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband