16.2.2017 | 14:21
"Með sambærilegum hætti og hjá öðrum launamönnum"?
Þessi eina setning sem menn láta nú stranda á í samnningum milli sjómanna og útgerðarmanna felur í sér mismunun á milli stétta að mati fyrrverandi ríkisskattstjóra.
Ef hann veit ekki hvað hann er að segja, þá hver?
Og þetta eina strandatriði er samt það eina, sem báðir samningsaðilar virðast senda út neyðarkall til þriðja aðila um að afgreiða.
Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir, að verði þetta "neyðarkall" samþykkt eftir nótum samningsaðila, muni aðrar sambærilegar stéttir senda út sín "neyðarköll" um að fá samsvarandi ívilnanir, rétt eins og bent hefur verið á áður hér á síðunni.
Þjóðin og alþingismenn bera mikla virðingu fyrir neyðarköllum á vettvangi sjósóknar og annarra starfa sem eru unnin við erfiðar og oft hættulegar aðstæður.
Með því að nota orðið "neyðarkall" um heimtukröfu á ríkissjóð í vinnudeilu, sem kemur neyð og hættu ekkert við, er verið að gjaldfella orðin "neyð" og "neyðarkall" af þeim, sem síst ættu að gera það.
Sendir neyðarkall til alþingismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"17. gr. Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun:"
"2. Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. ..."
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938
Þorsteinn Briem, 16.2.2017 kl. 15:03
Hvaða aðrar stéttir njóta ekki skattfrírra dagpeninga?
ls (IP-tala skráð) 16.2.2017 kl. 15:14
Í dag:
Eigum að axla ábyrgð og klára þetta sjálfir, segir Guðmundur Þ. Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna
Þorsteinn Briem, 16.2.2017 kl. 15:48
Þessi kóngulóarvefur sem útgerðarmenn og fleiri er nú að opinberast fyrir öllum.Þeir eru farnir að skjálfa því að það bendir til þess að loðnukrílin séu að deyja af náttúrulegum orsökum en ekki vegna veiða. Þeir stilltu sér upp með þetta í upphafi og ætluðu ALDREI að semja heldur að stilla stjórnvöldum upp og láta þau borga það sem þeir eiga að gera. Kannski er mafían að tapa vopnum....loksins.
Ragna Birgisdóttir, 16.2.2017 kl. 17:33
Indriði hafði ekki vit á því sem hann var að þvæla um í Icesave-málinu og er heldur enginn gúrú til að fylgja í þessu máli.
Ísl. þjóðfylkingin vill einn flokka standa hér með sjómönnum og lögfesta 6 prósent sjómannaafslátt.
Jón Valur Jensson, 16.2.2017 kl. 17:45
Er nú ekki hreppsómaginn hann Jón Valur, rasisti nr. 6, mættur með sitt bull og óþverra.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.2.2017 kl. 18:42
Jú, Haukur..Hann gengur laus ennþá. Eins ómerkilegur sem hann er.
Már Elíson, 16.2.2017 kl. 21:10
Sjómenn eru með fæðispeningakerfið og það er algerlega sambærilegt við það sem gerist hjá öðrum launamönnum sem borða í mötuneyti og geta ekki borðað heima hjá sér.
Reyndar eru einhverjir misbrestir í framkvæmd dagpeningakerfisins og einnig hjá ríkinu en það eru mjög fá tilvik. Vekur það furðu að Ríkisendurskoðun skuli ekki aðhafast vegna þess því nógu mikið atast þeir út af öðrum hégiljum.
En berum þessi tvö kerfi saman:
Ef þú ert í fæðispeningakerfinu og færð kr. 1.000 fyrir mat þá eru teknar kr. 400 í skatt og þú færð máltíð á kr. 600. Engar tekjur!
Ef þú ert í dagpeningakerfinu og færð kr. 1.000 fyrir mat og kaupir maltíð á kr. 1.000 þar sem gert er ráð fyrir því að það sé dýrara að fæðast á ferðalögum. Enginn skattur. EN ENGAR TEKJUR!
Þetta er stóri misskilningurinn hjá sjómönnum og útgerðarmönnum. Ef dagpeningakerfið fúnkerar rétt þá gefur það ENGAR TEKJUR í aðra hönd.
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2017 kl. 21:52
Ef ég er venjulegur launamaður sem vinn í sveitarfélagi sem ég gæti búið í eða nálægt (hvort sem ég kýs að búa þar eða lengra frá) hef ég val um að borða í mötuneytinu, skjótast heim (ef það er stutt sem ég á fræðilega möguleika á) eða jafnvel taka með nesti.
Það er voðalega lítið húsnæðisframboð á halanum...
ls (IP-tala skráð) 17.2.2017 kl. 09:21
Ef það er "bull og óþverri" að nefna þá staðreynd, að Indriði H. Þorláksson stóð ósveigjanlegur með Steingrími J. Sigfússyni að því að reyna að þvinga ólögvarinni, hundraða milljarða Icesave-kröfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda og Evrópusambandsins upp á saklausa íslenzka skattgreiðendur -- eða að minna á, að einn stjórnmálaflokkur stendur með sjómannaafslættinum -- hvað ber þá að segja um ófyrirleitnar lygar níðhögganna "Hauks Kristinssonar" og Más Elísonar hér ofar?
Aldrei hef ég séð eina einustu grein frá "Hauki Kristinssyni" með dæmandi greiningu á ódæðisverkum fasista, en þær eru margar frá mér á netinu.
En að þessir tvímenningar séu reiðir, um það blandast manni ekki hugur. Sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Jón Valur Jensson, 17.2.2017 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.