28.2.2017 | 00:30
Hefðbundið orðalag úr smiðju Orwells.
Þegar George Orwell skrifaði bókina 1984 þótt mörgum forspá hans um þjóðfélagið tæpri hálfri öld eftir útkomu bókarinnar býsna fjarstæðukennt.
En annað hefur komið á daginn, og nú lifum við á tímum, þar sem forspá Orwells um orðanotkun og gerbreytta merkingu heita og hugtaka, hefur fengið margfalda dýpt.
"Öryggi" og "öryggishagsmunir" eru jákvæð orð en þýða í raun stóraukna smíði sífellt öflugri vopna og vopnaskak til þess að "tryggja öryggi" þeirra þjóða og þeirra leiðtoga sem helst beita hernaðarlegum hótunum og aðgerðum.
"Öryggi borgaranna" þýðir í raun margeflda leyniþjónustu og persónunjósnir lögregluríkja í svipuðu atferli og tíðkaðist hjá STASI, KGB, Gestapo og Securitatis.
George W. Bush sendi heri inn í Írak og Afganistan til að "tryggja frið" og friðarverðlaunahafinn Barack Obama beitti hernaðaríhlutun í Líbíu og sendi vopn þangað og til Sýrlands til þess að efla friðinn í þessum löndum.
"Öryggi" er tryggt með því að leita uppi "óvini þjóðarnnar" og berjast gegn þeim.
Erdogan og Trump hafa fundið hættulega óvini þjóða sinna í fjölmiðlum, sem ógna öryggi fólksins og þarf því að berjast gegn af alefli. Sömuleiðis hættulega óvini í nágrannalöndum sínum, sem þurfi að gera óvirka.
Þegar dómsvaldið dansar ekki með, verður það líka að "óvinum" og Erdogan hefur verið duglegur við að reka dómara og Trump telur dómara, sem ekki telja einstaka tilskipanir standast bandarísku stjórnarskrána "svokallaða" dómara og óhæfa til starfans.
Til að fylgja eftir baráttunni gegn óvinunum þarf auðvitað að stórefla herinn og setja þá reglu, að dregið skuli úr útgjöldum til alls þess, sem "ekki þjónar öryggishagsmunum landsins" það er, her, lögreglu og byggingu múra á landamærum.
Hervæðing og vígbúnaðarkapphlaup er sett í algeran forgang.
Trump heitir sögulegu fjármagni til varnarmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í dag:
Trump lays out hike in military spending - BBC
Þorsteinn Briem, 28.2.2017 kl. 00:44
Er þetta allt sem þú hefur?
Veistu af hverju það er kallað "Nýbýlabavegur?"
Vegna þess að það er svo erfitt að segja "Hægri-öfgabýlavegur."
Sama með "Nýmjólk." Ætti að sjálfsögðu að vera "Ný-rasísk frjálshyggju hægri-öfga nazista mjólk." Hún er allt af þessu, enda hvít. Tékkaðu bara sjálfur ef þú trúir mér ekki.
Allt sem er nýtt er slæmt, segja þeir mér núna.
Ég er heldur ekkert viss um að fólk hafi nokkra hugmynd um hvað neitt af þessum orðum þýða, sem er mjög Orwellískt. Til dæmis myndi fæstir þekkja nazista þó þeir sæju einn í speglinum.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.2.2017 kl. 05:33
Svo er náttúrlega til alvöru "newspeak" á Íslandi:
Nú er til siðs að tala um "peningaþvætti," vegna þess að af því bara.
Og "Umsækjendur um alþjóðlega vernd."
Svo er "mansal" notað yfir allt frá þrælasöku (sem orðið þýðir), yfir þrælahald, hórumang, mannrán (sem það þýðir ekki) (ofl) og líklega það að gleyma að gefa stefnuljós þegar maður tekur framhjá.
Þetta leggts allt ofaná sífellt kauðslegri orðnotkun, eins og það að troða frasanum "hvað það varðar" inn allstaðar, til þess eins að gera setningar lengri.
Á hverju ári er eitthvað nýtt.
Orwell myndi bara hrista hausinn yfir þessu og segja: "ég sagði ykkur það."
Ásgrímur Hartmannsson, 1.3.2017 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.