Hvað um "jarðirnar þrjár" í fjarlægu sólkerfi ?

Nú vekja allar spurningar um jörðina okkar enn fleiri spurningar um "jarðirnar þrjár", reikistjörnurnar sem uppgötvast hafa í fjarlægu sólkerfi í Vetrarbrautinni. 

Ef vatn er á öllum þessum reikistjörnum kviknar spurningin um líf, og þá auðvitað um líf, líkt því sem er á okkar jörð. 

Það sem er kannski ekki síst heillandi, er spurningin um það, hvort svo þróað líf sé á þessum reikistjörnum, að á fleiri en einni þeirra búi einstaklingar, sem hafi náð tækni til þess að ferðast á milli "jarðanna".

Það er nefnilega þannig, að enda þótt leiða megi líkur að því að líf, jafn þróað og líf okkar Jarðarbúa, sé að finna á óteljandi stöðum í Vetrarbrautinni, er það vísindaleg krafa, að hægt sé að sanna það á áþreifanlegna hátt.  


mbl.is Fundu elstu steingervinga í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru svo margar spurningar um tilveruna sem aldrei verður svarað, þessi er ein af þeim.

Hver vegna ætti líka svo að vera, hefur ekki mannskepnan þróast, eingöngu til þess að geta af sér lífvænleg afkvæmi í eilífri baráttu við umhverfið og aðrar lífverur?

Að finna lífverur í öðrum sólkerfum er ekki hluti af þeirri lífsbaráttu.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.3.2017 kl. 21:23

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þróunarkenningin er staðreynd að því leyti að allt líf þróast eitthvað smávegis eins og þyngd, hæð, styrkleiki og gáfur en það var ekki þannig að maðurinn sem tegund hafi þróast út frá öpum og hann mun ekki gera það á öðrum plánetum.

En það er mjög algengt að háþroskað  og 100% mennskt fólk ferðist um geiminn í risa-geimskipum og reisi "EDEN" sem að eru geimbækistöðvar tengdar landnámi  á mörgum plánetum í geimnum:

Hvíti kynstofninn á t.d. uppruna sinn úr Lyru-stjörnukerfinu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1847001/

Jón Þórhallsson, 2.3.2017 kl. 21:30

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Okkur væri reyndar  nær að leita okkur nær að mennsku lífi í geimnum:

Hérna er t.d. pláneta með mennsku lífi

sem að er bara í 6 ljósára fjarlægð frá jörðu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1320511/

Jón Þórhallsson, 2.3.2017 kl. 21:41

4 identicon

Ólýsanleg gleði fer um mítt gamla hjarta þegar ég sannfærist um að ekki eru allir geirfuglarnir dauðir. Það kemur berlega í ljós í næsta innleggi hér á undan sem er svo fágætt af viti og glæsilegu innsæi að trautt munu dæmi annars eins.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.3.2017 kl. 21:42

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef geimverur myndu finna Jörðina er allsendis óvíst hvort þær myndu telja að á henni þrífist vitsmunalíf. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2017 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband