Ekki fleiri Bandaríkjaforseta - takk.

Það er umdeilanlegt og erfitt val að útnefna mann, sem er verður þess að fá Friðarverðlaun Nóbels. Barack Obama var að vísu ólíkt hæfileikaríkari og merkari sem forseti Bandaríkjanna en George W. Bush, sem á undan honum var. 

En þrátt fyrir góðan vilja, heillandi framkomu og vilja til góðra verka, náði Obama ekki þeim árangri, sem hafði verið vænst, nema kannski þeim undir lok valdatíðar sinnar að geta loksins máð af Bandaríkjunum, ríkasta þjóðfélagi heims, þá smán að 20 milljónir landsmanna væru án trygginga og að upp undir fjórðungur þjóðarinnar lifði við fátæktarmörk. 

Obama varð að glíma við harðskeytta andstöðu og styrka stöðu Republikana í þinginu. 

Í utanríkismálum erfði hann mistök forvera síns varðandi innrásina í Írak, en misreiknaðí síðan herfilega stöðuna í Líbíu og Sýrlandi, þegar "arabiska vorið" leit dagsins ljós. 

Það var ein ömurlegasta sjón í sjónvarpi hin síðari ár að sjá utanríkisráðherra Bandaríkjanna horfa á og gleðjast og hlæja yfir hryllilegu morði á Gaddafi og meðferð á líki hans. 

Túnis varð eina landið, þar sem Arabiska vorið kom að einhverju leyti, en afleiðingarnar af óförunum í Líbíu og Sýrlandi skekja alla Evrópu á áður óþekktan hátt. 

Það var því afar misráðið eða að minnsta kosti hæpið, að veita Obama Friðarverðlaun Nóbels. 

Að sjá nöfn núverandi forseta Bandaríkjanna og Rússlands nefnd sem tilnefnda menn til þessara verðlauna er ekki einu sinni brandari, það er klikkun. 

Obama lét sér vel líka að NATO og ESB sæktu af ákafa að því að sækja að vesturlandamærum Hvíta-Rússlands og Rússlands, og Pútín lýsti því yfir að ef hann fengi ekki að taka Krím og austasta hluta Úkraínu, væri hann tilbúinn að beita kjarnorkuvopnum. 

Forustumenn þjóða, sem reka enn þá utanríkisstefnu að vera tilbúnar til þess að eyða öllu lífi á jörðinni með hinu fáránlega kjarnorkuvopnabúri sínu, eru ógn við framtíð mannkyns. 

Ekki fleiri Bandaríkjaforseta sem handhafa Friðarverðluna Nóbels - takk, allra síst þennan, sem nú situr og lætur sér vel líka að undirmenn sínir segist vera að undirbúa tvær stórstyrjaldir, aðra við Kínverja og hina í Miðausturlöndum.  


mbl.is Samtals 318 tilnefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Friðarverðlaun Nóbels er joke, enda þegar litið er yfir þá sem að hafa fengið friðarverðlaunin Nóbels,þar finnst margur svartur sauðurinn, so to speak, sem hefur ekkert að gera með frið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.3.2017 kl. 04:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Obama lét sér vel líka að NATO og ESB sæktu af ákafa að því að sækja að vesturlandamærum Hvíta-Rússlands og Rússlands ..."

Barack Obama varð Bandaríkjaforseti árið 2009, fimm árum eftir að langflest Austur-Evrópuríkin fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO.

Og fjórtán árum eftir að Svíþjóð og Finnland fengu aðild að sambandinu.

Ekkert ríki fékk aðild að Evrópusambandinu eftir að Obama varð forseti, fyrir utan Króatíu sem fékk aðild fyrir fjórum árum og er þar að auki langt frá landamærum Rússlands.

Og Pútín forseti Rússlands hefur sagt opinberlega að hann hafi ekkert á móti því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, sem er fyrst og fremst efnahagsbandalag og ekki það sama og varnarbandalagið NATO.

Evrópusambandið hefur hins vegar engan áhuga á að Úkraína fái aðild að sambandinu á næstu árum og hugsanlega aldrei vegna mikils kostnaðar sem í því fælist fyrir sambandið, til að mynda vegna hárra styrkja til landbúnaðar í Úkraínu.

Og harla ólíklegt að Úkraína fái nokkurn tíma aðild að NATO, hvað þá á meðan borgarastyrjöld er austast í landinu.

Geysistór Úkraína er allt annað en smáríkin Eistland og Lettland sem eiga landamæri að Rússlandi, eins og Finnland sem vill ekki eiga aðild að NATO.

Finnland vildi hins vegar fá aðild að Evrópusambandinu eins og Austur-Evrópuríkin, sem einnig vildu fá aðild að NATO.

Og þau ríki eru einnig allt annað en Úkraína, sem fengi hins vegar hernaðaraðstoð NATO vegna varna eins og Finnland og Svíþjóð, enda þótt þessi ríki eigi ekki aðild að varnarbandalaginu.

Rússar vita vel að þeir hafa ekkert að segja í hernaðarstyrk NATO-ríkjanna ef Rússland réðist á ríki í varnarbandalaginu og NATO hefur heldur engan áhuga á að ráðast á Rússland.

En það er ekki þar með sagt að NATO eigi ekki að viðhalda vörnum sínum og sýna umheiminum að varnarbandalagið geti varið sig, enda væri bandalagið til lítils ef það gæti það ekki.

Þorsteinn Briem, 3.3.2017 kl. 05:12

3 identicon

Trump sá þó fyrir þessum 

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/03/02/drapu_tengdason_osama_bin_laden/

vv (IP-tala skráð) 3.3.2017 kl. 06:14

4 Smámynd: Mofi

Ég sé ekkert að því að gefa Nóbelinn til Bandaríkjaforseta en aðeins eftir að hann hefur afrekað eitthvað mikilvægt til að stuðla að friði í heiminum. Ég hef enga trú á stríði Bandaríkjamanna við Kína og hið sama um stríð í miðausturlöndunum nema stríðið við ISIS sem flestir virðast vera sammála um að sé ill nauðsyn.

Mofi, 3.3.2017 kl. 13:15

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er enginn forseti USA sem hefur verið friðardúfa frá upphafi sambandsríkjanna, þar af leiðandi eiga þeir ekkert heima og eiga aldrei að vera nefndir í sambandi við friðarverðlaun Nóbels.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.3.2017 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband