Að miklu leyti sama atvinnusvæðið.

Ferðatíminn á milli ráðhúsa Akureyrar og Reykjavíkur er um 40 mínútur. Stundum tekur álíka langan tíma á álagstímum að ferðast milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. 

Meðan þetta er svona hefur þetta gríðarlega mikla þýðingu fyrir Akureyri, því að Akureyri og Reykjavík eru að þessu leyti á sama atvinnusvæðinu. 

Til dæmis er það ekki lítils virði fyrir fyrirtæki og stofnanir að geta ráðið til sín sem hæfasta stjórnendur. Þrátt fyrir samskipta- og fjarskiptabyltingjuna hafa mannleg samskipti, fundir, ráðstefnur og erindrekstur mikið að segja. Forstjóri á Akureyri getur þess vegna, ef svo ber undir, hafið vinnu sína að morgni dags, hoppað upp í flugvél fyrir hádegi, rekið erindi í Reykjavík og komið norður aftur áður en vinnutími er búinn. 

Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að atvinnusvæði höfuðborgarinnar sé sem fjölmennast. 

"Höfuðborgarsvæðið" sem atvinnusvæðik, nær þá upp í Borgarnes, austur að Þjórsá og suður um Suðurnes. 


mbl.is Þakkar Akureyringum góða veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það veldur mikill mengun að fólk búi langt frá sínum vinnustað og noti bensínbíla og flugvélar til að ferðast þar á milli.

Þorsteinn Briem, 3.3.2017 kl. 17:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna, í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem þýðir mun meiri innflutning á bensíni, meira slit á götum og bílum, meiri mengun og mun fleiri árekstra í umferðinni.

Þorsteinn Briem, 3.3.2017 kl. 17:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... nýju vélarnar [Bomb­ar­dier Q400] geta flogið allt að 25% hraðar en Fokker F50 vélarnar."

Innanlandsflugið verður hugsanlega fært frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar með skemmri flugtíma í innanlandsfluginu og hraðlest á milli vallarins og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 3.3.2017 kl. 17:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Flestir flugfarþegar eru karlmenn á aldrinum 30-35 ára, sem nota flugið vegna vinnu eða viðskipta.

Tæplega helmingur ferða er greiddur af einkafyrirtækjum og opinberum aðilum.

Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."

Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014

Þorsteinn Briem, 3.3.2017 kl. 17:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Ef svo fer fram sem horfir gæti hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar verið komin í gagnið eftir átta ár.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa möguleikann til skoðunar."

"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.

Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.

Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."

Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) eftir átta ár

Þorsteinn Briem, 3.3.2017 kl. 17:45

6 identicon

Það eru nær 20 ár síðan landið var gert að einu atvinnusvæði. Samt halda margir í gamlar atvinnusvæðalínur eða búa til sínar eigin.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.3.2017 kl. 19:07

7 identicon

Ágæti Steini Briem. Gleymdu hraðlestinni, utopia.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.3.2017 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband