Fegurðin í ófærðinni.

Það er eitt af einkennum jólalaga og jólasálma að það er næstum því krafa að það sé snjór á jörðu, helst mjög mikill. Þó hafa jarðbönn fyrir fénað ekki verið neitt eftirsóknarvert fyrir bændur og ófærð á vegum heldur ekki nú á dögum.

Handmokstur á snjó er að vísu hressandi hreyfing, en ekki mjög eftirsóknarverður fyrir bakveikan sem hefur ekki jafnað sig til fulls eftir axlarbrot í fyrravetur, ný axlarmeiðsl í apríl, og hálsmeiðsl fyrir næstum 40 árum. Range, Vitara, Fox

En jöklajeppamenn kætast og nú fer að hefjast helsti ferðatími þeirra.

Um daginn hringdi í mig blaðakona til að bera undir mig þann orðróm, að ég ætti það sem hún kallaði "Kötlubíl". 

Þótti henni það að vonum í hæsta máta undarlegt.Fox,Honda PCX, Subaru

En ástæðan er sú, að frá því að ég hóf störf sem fréttamaður hefur það verið keppikefli mitt að hafa aðgang að nothæfum farartækjum til hvers kyns ferða og geta farið af stað á viðeigandi farartæki með sem allra skemmstum fyrirvara. 

Ein leiðin til að tryggja slíkt er að eiga þessi farartæki sjálfur. Að þessu leyti lít ég á mig sem eins konar frétta-slökkvimann og bílana sem frétta-slökkvibíla.

Fjárráð takmarka möguleikana á því að kosta miklu til enda fékk ég þá nánast alla fyrir slikk. Þeir eru allir fornbílar nema einn, Suzuki Grand Vitara dísil, árgerð 1998 á 35 tommu dekkjum, 19 ára gamall, ekinn 257 þús km. Hann er svo léttur og sparneytinn að hann hefur,  samkvæmt flotformúlu, sem ég hef búið til, svipað flot og léttir 38 tommu bílar.Snjóhreinsun, 2 bílar

Hann er hins vegar "Kötlubíll nr.2" af því að það hefur komið fyrir að yfirvöld hafa takmarkað aðgengi að ákveðnum svæðum við bíla á 38 tommu dekkjum, og þess vegna er "Kötlubíll nr.1", 44 ára gamall Range Rover á 38 tommu dekkjum, með um það bil 40 ára gamalli Nissan Laurel dísilvél.

Hann kostaði 220 þúsund krónur fyrir 14 árum og hefur reynst mjög vel. En aðeins farið í sex ófærðar/jöklaferðir á þessum árum og eingöngu notaður í því skyni.

"Kötlubíll nr. 3" er síðan Suzuki Fox árgerð 1986. Hann er með 101 hestafls GTI vél og á 32ja tommu dekkjum, rauður á næstefstu myndinni.SnjómoksturRange Rover í snjó feb 17

En af því að hann vegur aðeins þriðjung af því sem flestir 38 tommu bílar gera, flýtur hann jafnvel og þeir og raunar betur í þeim aðstæðum sem eru algengastar á hájöklum.

Þessi minnsti jöklabíll heims er í miklu eftirlæti hjá mér, búinn að vera til taks í 15 ár og farið í tvo nokkurra daga jöklaleiðangra á Vatnajökul með Jöklarannsóknarfélagi Íslands. 

"Kötlubíll nr. 4" er Fox árgerð ´88 blæjubíll sem er á 30 tommu, en stendur til að setja á 31 tommu og mun þá fá flot á við nýjustu 38 tommu jöklajeppana.  

Þegar mikli snjórinn féll á dögunum miðaðist snjómoksturinn við það að moka fyrst út bíl númer eitt og síðan bíl númer tvö.  Þar á eftir komu bíll konu minnar og létta vespuvélhjólið mitt, Honda PCX, sem stendur þversum í bílastæði og er erfitt að sjá á næstefstu myndinni, því að aðeins glyttir í annan spegilinn upp úr snjónum og í farangursboxið, sem sýnir vel hvað snjórinn féll lóðrétt, því að það er lóðréttur snjóturn sem er uppi á því! 

Myndirnar hér á síðunni eru flestar teknar morguninn þegar snjókomuna stytti upp, og á einni þeirra er Range Roverinn orðinn laus og farið á honum að bíl nr.2 til að hefja mokstur þar. 

Tvær myndirnar voru teknar fyrr til þess að sýna "þarfasta þjóninn", kústinn. 

Næstsíðasti snjómoksturinn var í gær til að losa flugvél úti á Reykjavíkurflugvelli og þessari snjómokstursviku lauk síðan í dag þegar svarti blæju-Foxinn var losaður, en mokstursmaður, sem fór um bílastæðið í fyrradag, var svo hugulsamur að ýta snjó af hluta af stæðinu yfir það svæði sem ég hafði mokið upp við bílinn og hrúgaði hjólaskóflumaðurinn snjónum upp með bílstjórahlið jeppans! 

Á facebook er lifandi mynd af Range Rovernum sem sést á ferðinni á neðstu ljósmyndinni. 

  


mbl.is Hálka á fjallvegum og útvegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband