Fær fólkið hland fyrir hjartað?

"Fréttabörnin", sem Eiður heitinn Guðnason kallaði svo, virðast ekki vita, að ákveðinn vökvi heitir og hefur lengi heitið hland á Íslandi. Einnig þvag. 

Orðið piss er enska og að sjálfsögðu miklu fínna orð yfir hlandið eða keytuna, og þetta pempíulega orð virðist vera að ryðja sér til rúms, og það svo mjög, að í nýrri íslensk-enskri orðabók er það nefnt sem íslenskt orð. 

En hvað er svona slæmt við orðið hland? Eða þvag?

Fær fólk virkilega hland fyrir hjartað ef það sést eða heyrist?

Er alveg vonlaust að hægt sé að bægja þessu enska orði frá og láta það fá hægt andlát? Eða þvaglát, ef ekki vill betur?


mbl.is Mikið magn af pissi í sundlaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvag er líka gott orð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 18:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Satt segirðu. Skutla því inn. Ekki veitir af til að vinna á móti pissinu. 

Ómar Ragnarsson, 5.3.2017 kl. 19:17

3 identicon

Það er ekki hara þetta góða orð sem hefur farið halloka hja frèttbörnunum,

orðfæð og ofnotkun sömu orða og orðasambanda sem einkennir nútíma fréttamennsku

og er til vansa.Íslenskunn til tjóns.

Páll Kaj Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 19:38

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðafæð og ofnotkun sumra orða fer oft saman. Af því að orða er vant er farið að nota sömu orðin í staðinn mörg orð, sem eru að týnast. 

Í nefni sem dæmi: Svona, þannig, öðruvísi og ýmis atviksorð, sem nú orðið eru afgreidd með því að segja: "með þessum hætti", "með öðrum hætti," o. s. frv.

Með þessu er málið flatt út og notuð mörg orð í stað fárra. 

Annað dæmi: "Samnemandi" í stað "skólafélagi." Og þar með útrýmt mörgum nákvæmari orðum eins og bekkjarfélagi, bekkjarsystkin, bekkjarsystir, bekkjarbróðir, skólasystkin, skólabróðir, skólasystir. 

Orðið samnemandi er líka með ranga merkingu, því að samkvæmt hljóðan orðsins er um að ræða nemanda ákveðins kennara, ekki skólafélagans. 

Ómar Ragnarsson, 5.3.2017 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband