"Styður þú þrælahald náungans og að hommar og ríkir menn fari til helvítis?"

Sjá má, að vaxandi ýfingar með trúarhópum leiða til æ lágkúrulegri umræðu. Þetta má sjá í tengdri frétt á mbl.is um spurningar, sem pressað er á múslima að svara.

Og viðbrögð ýmissa manna, sem telja sig sannkristna, sýnir velþóknun þeirra á þessu. 

Ef ég væri spurður svona spurninga af því að ég er skráðður í kristnu trúfélagi, myndi ég áskilja mér rétt til að ráða því hvort ég svaraði spurningum af þessu tagi, því að ljóst væri, að tilefni spurninganna væri valdar setningar úr Biblíunni í því skyni einu til að sverta mig og trúarbrögð mín. 

Þar væri um að ræða boðorðið um að girnast ekki uxa, þræl eða ambátt náunga þíns, - heldur ekki konu hans né neitt annað, sem náungi þinn á.  Sem sagt: Forsendan fyrir þessu boðorði er að uxinn, þrællinn, ambáttin og konan séu bein eign náungans.

Sömuleiðis sagði Kristur að auðveldara væri fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga heldur en ríkan mann að komast inn í himnaríki. Sem sagt: Ríkt fólk fer til helvítis.

Og ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað verður um samkynhneigða samkvæmt völdum setningum úr trúarritinu.

Er svona umræða virkilega talin vera á háu plani? 

Múslimar eru spurðir hvort þeir berji konurnar sínar af því að það sé nefnt í Kóraninum.

Með sama hætti mætti spyrja mig, hvort ég umgangist konu mína eins og hvert annað húsdýr, lemji hana með svipu eins og húsdýrið af því að eignarhald á húsdýri og konu er nefnt í sömu setningunni.

Eða lemji konuna eins og íslenskir karlmenn hafa verið fullfærir um án þess þurfa Kóran til þess.

Eða hvort ég styðji það að konur verði sviptar málfrelsi, af því finna má með lúsarleit setningu þess efnis í Nýja testamentinu. 

Múslimi er spurður að því hvort hann sé tilbúinn manndrápa með tengingu við Kóraninn.

Ég gæti verið spurður á móti hvort ég styðji það að kjarnorkuvopnabúr kristinna þjóða, einu þjóðanna sem telja sig verða að geta eytt öllu lífi á jörðinni, verði notuð til þess arna, eða hvort það nægi beita kjarnorkuvopnum að eyða öllum múslimum.  

Gæti líka verið spurður að því hvort ég sé tilbúinn í stríð til að drepa 50 milljónir manna, af því að kristnar þjóðir hefðu drepið þennan fjölda í tveimur heimsstyrjöldum.  

 

   


mbl.is „Lemur þú konuna þína?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lokasetning þín, Ómar, er nú klénn útúrsnúningur á því, sem gerðist í Seinni heimsstyrjöldinni. Stríðið hófst ekki af kristnum ástæðum, heldur sem útþenslustríð nazista og svo einnig fasista Mussolinis -- og var áfram háð sem réttmætt varnarstríð annarra þjóða (bandamanna), þetta kom kristindómi ekki við á neinn beinan hátt.

Fleiri forsendur þínar eru rangar, t.d. þessi eignarréttar-misskilningur þinn á eiginkonum.

Þú ert líka að berjast hér fremur við hugmyndir Gyðinga en kristinna. En staðreynd er, að Kóraninn hvetur til barsmíða á óhlýðnum eiginkonum. Þú finnur nekkert þvíumlíkt í Nýja testamentinu.

Mæltu ekki með Kóraninum, sem t.d. kveður á um handarhögg þjófa (súrah 5, vers 38). Minntu frekar á hitt, að múslima sárvantar nýtt testamenti og nýtt lögmál.

En hissa er ég, að þú efist um, að margir ríkir endi í helvíti. Ég segi alls ekki að meirihluti þeirra geri það, en sannarlega eru ýmsir í hópi þeirra, sem hafa sett ágirnd og hjartalaust arðrán og kúgun lítilmagnans ofar í sínu lífi heldur en boðorð Guðs og kærleikans.

Gleymdu ekki dæmisögu Jesú um ríka manninn í helju og Lazarus (Lúkasarguðspjall 16.19-31).

Jón Valur Jensson, 7.3.2017 kl. 00:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kristnir Þjóðverjar sem drápu milljónir gyðinga í Seinni heimsstyrjöldinni voru að sjálfsögðu miklu betri en gyðingarnir vegna þess að þá vantaði Nýja testamentið.

Og Jón Valur Jensson er maður kærleikans.

Amen.

Þorsteinn Briem, 7.3.2017 kl. 01:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ten things that Irish women could not do in 1970s:

1. Keep their jobs in the public service or in a bank once they married

Women who worked in the civil service had to resign from their jobs when they became wives.

2. Sit on a jury

Any Irish citizen who sat on a jury had to be property owners according to the 1927 Juries Act, thus excluding the majority of women.

3. Buy contraceptives

According to the 1935 Criminal Law Amendment Act, the import, sale and distribution of contraceptives was illegal. As a result the majority of women had no access to contraceptives, apart from the Pill which was sometimes prescribed as a "cycle regulator".

4. Drink in a pub

During the 1970s, most bars refused to allow women to enter a pub. Those who allowed women to enter generally did not serve females pints of beer.

5. Collect their Children's Allowance

 In 1944, the legislation that introduced the payment of child benefits to parents specified they could only be paid to the father.

6. Women were unable to get a barring order against a violent partner

7. Before 1976 they were unable to own their home outright

According to Irish Law, women had no right to share the family home and her husband could sell their property without her consent.

Read More: Irish women speak out in anger over their abortions in Britain

8. Women could not refuse to have sex with their husband

A husband had the right to have sex with his wife and consent was not an issue in the eyes of the law.

9. Choose her official place of residence

Once married, a woman was deemed to have the same "domicile" as her husband.

10. Women could not get the same pay for jobs as men

In March 1970, the average hourly pay for women was five shillings, while that for men was over nine. The majority of women were paid less than male counterparts."

Þorsteinn Briem, 7.3.2017 kl. 01:13

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minn kæri Jón Valur. Ég væri ekki í kristnum söfnuði ef ég teldi ekki að boðskapur Krists taki fram boðskap Múhameðs. En bæði Kóraninn og Biblían voru rituð á tímum með allt annarri þjóðfélagsgerð en nú er og því er hægt að finna og snúa út úr ýmsu, sem þar stendur. 

Hvað eftir annað sagði Kristur dæmisögur af persónum, sem tilheyrðu hópum fólks, sem voru í minnstum metum og jafnvel fyrirlitnir, Samverjar, snauðir, tollheimtumenn, bersyndugar konur.

Hann reis gegn einstrengislegri túlkun elítunnar, Faríseanna og fræðimannanna, sem töldu sig sjálfa öðrum fremri en voru að innan sem kalkaðar grafir.

Hann hafði sjálfur orðið fyrir fordómum ("Getur nokkuð gott komið frá Nazaret?") og varaði við slíku, ( "Dæmið ekki, því að þér munið sjálfir dæmdir verða"),einmitt því sem nú er tíðkað hvað mest.

Hver, sem uppgefin ástæða Fyrri heimsstyrjaldarinnar var, voru það kristnar þjóðir sem hófu hana, og Seinni heimsstyrjöldin var aðeins framhald af þeirri fyrri.  

Ómar Ragnarsson, 7.3.2017 kl. 01:14

5 identicon

Pakistan fær talsverða þróunaraðstoð frá Danmörku

Árið 2005 var í Pakistan heitið háum peningaverðlaunum fyrir dráp á teiknara hjá Jyllandsposten

Því það stendur í Kóraninum að ekki skuli gera myndir af Múhameð

Kórinn (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 04:09

6 identicon

Þið verðið að finna ykkur uppbyggilegri bækur strákar, ef þið sjáið ekki ruglið í galdrabókunum ykkar, það er klárlega ábending um að þið þurfið að lesa aðrar bækur og fræðast um hvað er raunverulegt og hvað ekki, það er ágæt byrjun.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 07:51

7 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Að leggja hendur á maka sinn börn, dýr, eða annað fólk er mannvonska. Það tengist ekkert trú,kynhneigð né nokkru öðru. Sama hvaða orð standa í einhverjum skruddum.Þótt að ofbeldiseinstaklingurinn skýli sig bakvið trú eða einhvern titil og réttlæti atvikið með því.Þetta trúarkjaftæði er komið yfir öll velsæmismörk og hálfvitagangur að nota þetta sem vopn í ofbeldishugsunum.Kristnir menn á Írlandi eru líklega ekki stoltir af verkum sínum þar sem fyrir skömmu fundust beinagrindur 800 barna sem höfðu fæðst í aðstæður sem þau gátu ekki gert neitt í. Þvílík manngæska í nafni trúar.. Endalausar sögur eru til um svipuð tilvik þar sem fólki var misþyrmt og fórnað í nafni trúar.Þetta heitir MANNVONSKA.

Ragna Birgisdóttir, 7.3.2017 kl. 08:20

8 Smámynd: Mofi

Ef að það skiptir ekki máli að t.d. að það eru samfélög sem finnst í lagi fyrir feður að myrða dætur sínar ef þær hegða sér ekki þá já, þá eru svona spurningar á láu plani. 

Mofi, 7.3.2017 kl. 08:33

9 identicon

Biblían tala líka um að myrða dætur sínar, td ef þær eru ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnótt. Biblían fyrirskipar líka fórnarlömbum nauðgana að giftast nauðgara..margt af ógeðinu í kóran er beint úr biblíu.

JVJ talar um nýjan sáttmála fyrir aðra hópa, þannig að guðinn er sem sagt haldin kynþáttafordómum ofl ofl ofl

P.S. Það er ekki neinn nýr sáttmái, samkvæmt biblíu ´þá sagði Sússi að allt í gamla testamennti væri í 100% gildi, þar má engu breyta, ekki einum staf.

Ómar, ertu ekki smá kvekktur að tengja þína persónu við svona bull eins og biblíu... þetta er skrifað af algerlega ómenntuðum mönnum, enginn vitni að einu né neinu, galdrastrákurinn Sússi kemur raunverulega ekki upp með ofurnáttúru fyrr en kirkjan fór að búa þær til löngu eftir dauða hans

DoctorE (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 09:33

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég myndi ekki skjóta mér undan að svara spurningunni um hvort ég styðji þrælahald, ef ég myndi sem kristinn maður biðja um að fá að hitta þingmann eða ráðherra.

Ég myndi svara að forsenda Ómars sé röng. Biblían styður ekki þrælahald.Hún gengur hinsvegar út frá því að þrælahald sé staðreynd, á þeim tíma sem hún er skrifuð.

Biblían er líka sagnfræðirit. Þar er t.d. lýst nauðgunum. Styður Biblían nauðganir? Að sjálfsögðu ekki, þó Kóraninn geri það.

Að segja að þrælahald hafi verið staðreynd á Biblíutímum, merkir ekki að Biblían og enn síður kristið fólk, sé hlynnt þrælahaldi.

Reyndar eru fjórar af Mósebókunum fimm nánast alfarið helgaðar því markmiði að frelsa heila þjóð, Gyðinga, frá þrælahaldi í Egyptalandi.

Alveg á sama hátt, þá greina sagnfræðibækur í menntaskólum frá því að Hitler drap fjöldann allan af Gyðingum með gasi.

Vill Ómar Ragnarsson meina að höfundar þessara sagnfræðirita séu þeirrar skoðunar að það eigi að smala Gyðingum saman inn í gasofna til að drepa þá þar?

Theódór Norðkvist, 7.3.2017 kl. 12:26

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað ríka menn varðar, þá skiptir það engu máli hvað mér finnst um það hver örlög þeirra verða. Dómurinn er Guðs. Þetta er eins og í boltanum Ómar, dómarinn ræður hvað verður dæmt og hver verður dæmdur.

Mín persónulega skoðun er, að ef ríkir menn komast ekki inn í himnaríki, er það ekki vegna þess að þeir eiga eitthvað inni á bankabók þegar þeir eru jarðaðir. Frekarr vegna þess að auðæfin hlekkja þá þannig að meðaumkun með bágstöddum kemst ekki að og þeir verða hrifnari af glyslífinu og dauðum hlutum, en að þjóna Guði með andlegu lífi.

Sama gildir um homma, það er dómarinn Jesús Kristur sem ræður. Syndin kemst ekki inn í Guðsríkið. Iðrun og viðsnúningur er það sem gildir.

9Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, 10þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa. 11Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs.

- 1. Kor. 6:9-11

Theódór Norðkvist, 7.3.2017 kl. 12:42

12 identicon

Er það ekki tilfellið að 1. Kor 6:9-11 sé skrifað af manni sem hvorki hét Jesú Kristur né hafði nokkru sinni hitt þann ágæta mann né við hann rætt? Ef þetta ekki úr bréfi Páls til Korintumanna. Ég hef það fyrir satt að Páll þessi hafi ekki tekið kristni fyrr en allnokkru eftir að Kristur dó á krossinum. Þeir menn sem voru samferða Kristi á ævi hans hafa hvergi haft eftir honum neitt líkt því sem Páll skrifar í Korintubréfin. Kristnir ofsatrúarmenn virðast hins vegar byggja réttlætingar sínar á ofstækinu á orðum Páls og hafna kærleiksboðskap Krists, enda sé ég ekki að kenningar og boðun þessara tveggja manna séu samræmanlegar.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 13:11

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guðspjöllin, bréf postulanna, Postulasagan og Opinberunarbókin, mynda saman kenningargrunn kristninnar. Þess vegna eru öll þessi rit í Nýja testamentinu. Gamla testamentið er líka með en verður að skoðast í ljósi NT.

Kristur sagði að Guð hefði skapað þau karl og konu, þegar Farísearnir spurðu hvort það mætti skilja við konuna sína undir einhverjum kringumstæðum. Ekki karl og karl. Ekki konu og konu. Karl og konu. Þannig að það er nákvæmlega ekkert ósamræmi milli guðspjallanna og bréfanna.

Það er rétt að ekkert er minnst á kynvillu í guðspjöllunum, en það er fjarstæða að túlka það sem samþykki á kynvillu. Ég myndi frekar segja, að fyrst kynlíf er hvergi rætt í guðspjöllunum, nema sem samlíf karls og konu, verð að túlka það þannig, að aðrir möguleikar (karl-karl eða kona-kona) komi ekki einu sinni til greina, þegar verið er að ræða um hvað sé leyfilegt og hvað ekki í kynlífi.

Theódór Norðkvist, 7.3.2017 kl. 15:09

14 identicon

Krakkar mínir, mennirnir sem skrifuðu þessi rit voru algerlega ópupplýstir fornmenn sem töldu jörðina flata, að menn gætu klifra upp á hátt fjall og séð alla jörðina... þeir töldu tunglið lýsa eins og sólin... vitleysan er óendanleg.
Eina ástæðan hjá ykkur að gripa slíka auljósla lygasögu er það að þið munið deyja, þess vegna veðjið þið á lélegustu lygasögu allra tíma

DoctorE (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 15:40

15 identicon

Hér var Ómari pakkað saman.  Kemur út eins og einfeldningur.

Um hirðfíflið hans hirði ég ekki að ræða.

immalimm (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 19:01

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er tóm þvæla í þessum gervidoktor. Hann hefur ekkert fyrir sér um það, að kristnir menn hafi talið jörðina flata. Vilji hann svara þessu, ætti hann samt í öryggisskyni að byrja á því að lesa tveggja binda rit alvörudoktorsins Þorsteins Vilhjálmssonar, eðlisfræðings og prófessors í vísindasögu, um heimsmynd vísindanna.

Til viðbótar síðasta innleggi Theódórs má nefna, að Jesús samþykkir í raun dóminn yfir Sódómu og Gómorru með orðum sínum í 10. og 11 kap. Mattheusar-guðspjalls og 10. og 17. kap. Lúkasarguðspjalls. Í 2. lagi var engin þörf á sérstakri kenningu hans til að banna í gyðinglegu samfélagi hið sárasjaldgæfa fyrirbæri samkynja kynmaka, því að svo eindregið og margítrekað lá bann Gamla testamentið fyrir gegn þeim. Ef þá er spurt, af hverju hann hafi ekki sýnt mildi í því máli eins og gagnvart framhjáhaldi (sbr. söguna um hórseku konuna í 8. kafla Jóhannesarguðspjalls), þá er svarið nákvæmlega það, að hann fól postula sínum Páli að annast (einmitt í heiðnu umhverfi Korintuborgar) þann part fagnaðarerindisins, og hann birtist einmitt í textanum sem Theódór birti hér, 11. versinu:

"Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs."

Sem sé: að þrátt fyrir ótvírætt syndsamlegt atferli ýmissa, eins og Páll telur upp (frillulífi, skurðgoðadýrkun, hórdóm, rán, lastmælgi*, samkynja mök, drykkjuskap o.fl.), þá hafi Guð gefið mönnum færi á því að hreinsast (laugast), helgast og réttlætast og það vegna hjálpræðisverks Jesú og aðkomu Heilags Anda, en þetta gerist ekki nema menn iðrist þessara synda sinna. Að halda áfram í þeim syndum er hins vegar ekki leiðin upp, til fyrirgefningar Guðs.

PS. Orðið "kynvillingar" er ekki gagnsæ þýðing orðsins arsenokoitai í I.Kor.6.9, þótt það megi teljast nær meiningu Páls (og merkingu frumtextans sem var fyrirmynd hans, í II. Mósebók) heldur en gerviþýðingin á sama versi sem notuð var í 2007-útgáfu Biblíunnar.** Hins vegar kemur orðið kynvilla fyrir í Speki Salómons (einu af devterokanóniskum ritum GT), 14.26, en þar þýðing á öðru hugtaki en arsenokoitai.

Ég þakka Ómari svarið til mín, en ég á eftir að svara honum aftur.

* Gervidoktorinn taki sérstaklega eftir þessu.

** Sjá hina fróðlegu grein Biblíuþýðing og fordómar (Lesbók Mbl. 28. maí 2005) eftir Jón Axel Harðarson, dósent (nú prófessor) í íslenzkri málfræði við Háskóla Íslands.

Jón Valur Jensson, 7.3.2017 kl. 19:18

17 identicon

Þetta trúarofstæki allt saman er auðvitað bara bilun en aðalatriði málsins er samt að það er ekki til neinn Guð og engir guðir og hafa aldrei verið til. Þetta er forn skáldskapur og ímyndanir fólks sem þurfti að skálda í eyðurnar. Fólk sem enn heldur að Guð eða guðir séu í raunninni til hlýtur að flokkast sem hálfvitar og ætti frekar að fara í sálfræðimeðferð en opinbera hvað það er vitlaust. Því miður fattar það ekki sjálft hvað það er vitlaust þannig að sennilega er það borin von að þau leiti sér aðstoðar. Ég er samt bjartsýnn á að þessi þvæla muni vaxa af mannkyninu á næstu áratugum.

Bjarki (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 19:59

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er óþroskað tal manns sem hefur auðsjáanlega ekki leitt hugann mikið að heimspeki.

Jón Valur Jensson, 7.3.2017 kl. 22:54

19 identicon

food for thought

https://www.youtube.com/watch?v=lJWeyrnKqvA

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 23:27

20 identicon

Ég þarf ekki að lesa bók eftir einhvern aðila, ég fer í biblíu og þar er það klárt, jörðin er flöt, yfir henni er svona hálfkúla og undir er helvíti; JVJ hunsar þetta allt saman eins og alla aðra vitleysu í biblíu... sem gerir hann að hræsnara og svo brýtur hann boðorð með þvi að ljúga að auki.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.3.2017 kl. 09:04

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, þetta stendur einmitt ekki í Biblíunni.

Jón Valur Jensson, 8.3.2017 kl. 13:00

22 identicon

Enn lýgur jvj, sem betur fer fyrir hann þá er ekkert helvíti :)
Stendur meira að segja að jörðin standi á súlum :)

Hver og einn getur flett þessu upp sjálfur og séð lygarnar í JVJ

DoctorE (IP-tala skráð) 8.3.2017 kl. 14:08

23 identicon

Doktorbullandi á ferð og flugi þó fregar flugi. Biblian stiður ekki flata jörð, þvert á móti. Þú ert væntanlega að tala um Jes 40 21:22 ;) Kringla er ekki flöt og hefur aldrei verið það. Kringlótt mun jörðin vera, samanber orði Guðs og spámannana.  En flöt hefur jörðin ekki verið kölluð nema af mönnum ekki finnst eitt orð um slíkt í ritningunni.

Linda (IP-tala skráð) 8.3.2017 kl. 19:17

24 identicon

Það er talað um flata jörð í tugi skipta í biblíunni, það er bara með trúaða að þeir lesa bara það sem er þeim að skapi í biblíu, eins og eilíft líf.
Hafið þið spáð í biblían segir líka að allar minningar ykkar muni hverfa við innritun í himnaríki... það táknar að þið eruð ekki þið lengur, gætuð allt eins verið dauð.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 08:44

25 Smámynd: Mofi

Og ef að jörðin er flöt, myndir þú þá trúa á Guð DoctorE eða myndir þú aldrei trúa, sama hvað tautar eða raular?

Mofi, 9.3.2017 kl. 10:18

26 identicon

Auðvitað myndi ég trúa á guð ef það væru sannanir fyrir tilvist hans, en eins og staðan er þá er ekki til ein einasta sönnun, allt bendir til að menn hafi skapað guð(i) en ekki öfugt.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 12:15

27 Smámynd: Mofi

Hvað myndir þú telja vera gögn sem benda til tilvistar Guðs?  Sannanir tilheyra stærðfræði, flest af því sem við teljum vera satt er ekki stutt af sönnunum heldur gögnum sem við teljum vera áreiðanleg.

Mofi, 9.3.2017 kl. 15:29

28 Smámynd: Salmann Tamimi

Ekki skyldi sá kasta steinum sem situr í glerhúsi. Allir eiga að virða trú annara. Að ráðast á trú annara merkir það að þú skilur ekki þína trú og er hræsnari. 

Salmann Tamimi, 9.3.2017 kl. 19:25

29 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Helvíti og Himnaríki eru ekki til. Ef þau eru til, þá fara þeir til heljar sem telja sig geta dæmt aðra til heljar.cool

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 9.3.2017 kl. 21:22

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er eins og gervidoktorinn eigi enga Biblíu, getur ekki vísað í eitt einasta Biblíuvers til að rökstyðja fullyrðingar sínar um meinta flatjarðarkenningu bókarinnar.

Jón Valur Jensson, 10.3.2017 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband