7.3.2017 | 08:18
Of langt á milli lífeyrisþega og stjórnarfólks ríkis í ríkinu.
Ætli það sé ekki liðin um hálf öld síðan farið var að tala um það að allir landsmenn væru í sama lífeyrissjóði og að auka þyrfti lýðræði og gegnsæi í stjórn lífeyrissjóðanna.
Síðan þá hefur veldi þessara sjóðað margfaldast en ekkert hefur bólað á því að stytta boðleiðirnar á milli þeirra tugþúsunda einstaklinga sem hafa borgað í þessa sjóði í því skyni að geta notið þessara greiðslna síðar þegar komið væri á eftri ár.
Það hefur komið fram í umræðum um lífeyrismál, að Ísland sé eina landið í okkar heimshluta þar sem stjórnvöld virði ekki eignarrétt þeirra sem skópu hinn mikla auð, heldur telji sér heimilt að vaða í hann að vild og ræna eigendurna beint, auk þess sem önnur ráðstöfun er þess eðlis, að hinn almenni eigandi á enga möguleika á að hafa nein áhrif á starfsemina.
Sjóðirnir hafa orðið ríki í ríkinun og stjórnendur þeirra ósnertanlegir.
Er ekki kominn tími til að meira en hálfrar aldar gömul gagnrýni sé tekin fyrir og loksins krufin til mergjar?
Taka þarf afgerandi skref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.