Svartur getur gert gagn, - líka ógagn, - endurskin skipt sköpum.

"Fötin skapa manninn" segir máltækið, og svartur klæðnaður getur verið mjög gagnlegur til þess að skapa heppilega umgerð um fólk.

Það er að vísu ósanngjarnt að dæma fólk eftir vaxtarlagi, en eins og margt annað í heimi mynda og kvikmynda, ráða ákveðin lögmál litanna miklu um sálfræðilegar ástæður þess að ósjálfrátt virka sumir litir öðruvísi en aðrir. 

  1. Endurskins vesti (2)

Og þá er skynsamlegt að klæðast þannig, að ekki sé að ástæðulausu verið að skapa truflandi sjónræn áhrif. 

Galli svartra eða dökkra fata er sá, að ef gangandi fólk er eingöngu í dökkum fötum, sést það mjög illa í rökkri eða dimmviðri. 

Eftir að rafhjól og létt vespuhjól urðu aðal farartæki mín, er maður miklu meira meðvitaður en áður um það hve mikilsvert er að komast alveg klakklaust og áfallalaust leiðar sinnar. Endurskins vesti (5)

En hugsunin má ekki aðeins snúast um að vara sig á bílunum, heldur líka á öðrum hjólum og gangandi vegfarendum, - þeir sem eru í umferðinni verða líka að sjá sem best hver annan. 

Um daginn munaði hársbreidd að ég lenti á vespuhjólinu á dökkklæddum grönnum unglingi, sem skaust hlaupandi út úr myrkrinu á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs og hljóp yfir Hverfisgötuna þvert í veg fyrir mig. 

Ef hann hefði verið klæddur, þótt ekki hefði verið nema í örlítið gult, létt vesti með endurskinsmerkjum, hefði engin hætta skapast. Endurskins vesti (3)

Hér er um að ræða lítið atriði, sem getur skipt sköpum og skilið á milli lífs og dauða eða stórra meiðsla. 

Ég á eitt slíkt vesti, sem hér sést á myndum, og er svo fyrirferðarlítið og handhægt, að hægt er að hafa það í vasa, líkt og myndarlegan vasaklút eða samanbrjótanlegt A4 pappírsblað og grípa til þess í umferðinni.Endurskins vesti (4)

Það fylgdi í kaupbæti með vélhjólablaði, sem konan mín keypti handa mér og gaf mér síðastliðið haust.

Ég er að vísu í mun stærra gulu vesti með endurskinsmerkjum á hjólinu, en hef þetta litla ævinlega með mér til vara í föggum mínum.  

Á næst neðstu myndinni sést, að ef fólk vill lofa svarta litnum að gera sitt gagn, þar sem það er mest, að framanverðu, er hægt að sleppa því að renna rennilásnum jpp. 

 

 


mbl.is „Ég er algjörlega þessi svarta týpa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband