Auglýsing ársins?

Heilsíðuauglýsing Epal í kjölfar deilu á samskiptamiðlum verður hugsanlega ekki aðeins auglýsing dagsins, heldur auglýsing ársins 2017 þegar upp verður staðið. 

Úr þrasi vikunnar eða jafnvel mánaðarins unnu Epal og Brandenburg auglýsingastofa upp auglýsingu þar sem leiðindum vegna þessara ýfinga er eytt og spunnið þannig úr þeim, að allir geta verið með bros á vör, lesendur auglýsingarinnar, þátttakendurnir í henni, aðilar deilunnar og allir þeir sem tóku þátt í henni eða lásu öll býsning af ummælum um hana. 

Að ekki sé minnst á Epal og auglýsingastofuna, sem hittu beint í mark. 

Áður en þetta mál hófst, hafði ég ekki hugmynd hvað Epal var. Nú veit ég það eins og mestöll þjóðin. 


mbl.is „Það eru allir velkomnir í Epal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Gaman væri að vita, hvar Kjarvalsstólarnir eru framleiddir núna

Kristbjörn Árnason, 11.3.2017 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband