11.3.2017 | 21:20
Einu sinni voru bækur brenndar.
"Það er meðal annars það sem ekki má" var sungið í einum af söngleikjum Jónasar og Jóns Múla Árnasona.
Það er ekki nýtt að bækur séu skilgreindar sem eins konar vopnabúnaður og því stórhættulegar.
Á uppgangstíma Nasista í Þýskalandi voru voru bækur, sem Nasistar tölu óæskilegar, teknar og bannfærðar og brenndar í stórum stíl, oft á stórum opinberum bókabrennum.
Bækurnar töldust annað hvort innihalda óæskilegt efni eða vera eftir Gyðinga eða aðra óæskilega höfunda.
Eftir fall Þriðja ríkisins kviknuðu vonir um að svipað fyrirbæri ryddi sér ekki aftur til rúms á Vesturlöndum. Að vísu voru hafðir uppi tilburðir í Bandaríkjunum til að bregða fæti fyrir bækur eftir sósíalista, og varð Halldór Laxness fyrir barðinu á því að verk hans á borð við Sjálfstætt fólk fengust ekki útgefnar vestra.
Nú tekur tortryggni á hæsta stigi á sig nýjar myndir, meðal annars með því að verða fyrir hremmingum á borð við þær sem sagt er frá í tengdri frétt á mbl.is að norskur blaðamaður hafi lent í vegna þess að hann hafði óæskilega bók meðferðis í farangri sínum.
Bókin var mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður og nauðsynlegur pistill Ómar. Það sem er að gerast vestanhafs er í einu orði sagt skelfilegt. Hatur, fáfræði og ofstæki í sinni verstu mynd. En það sem er óhugnanlegt fyrir okkur Íslendinga er það að fasistarnir sem komnir eru til valda í USA eiga sér óvíða eða hvergi eins mikinn stuðning og á meðal íslenskra íhaldsmanna. Ætlum við enn einu sinni að verða okkur til skammar á meðal þjóða?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.3.2017 kl. 21:51
Þetta er frekar fátækleg upptalning og gildishlaðin. Sérstaklega þegar haft er í huga að kaþólska kirkjan hefur verið einna duglegust við að banna bækur og stjórnvöld, bókasöfn og skólar í vestrænum ríkjum sýnt verulegan dugnað í þeim efnum.
Brennur og bönn réttlæta þeir sem að þeim standa með sömu rökum og notuð eru til að banna áfengisauglýsingar. Á þessu er enginn eðlismunur. Forræðishyggja þar sem einhver telur sig þess umkominn að velja fyrir þig hvað þú mátt sjá. Bönn almenningi til verndar, og það er ekki almenningur sem ákveður hvaða vörn hann þarf. Tinni, Andrés Önd, Spegillinn, Mein Kampf og Egils Gull. Við sitjum sælir og glaðir undir einu banni meðan sambærilegt bann hjá öðrum hneykslar. En auðvitað eru þau bönn sem sett eru á okkar aðgang að prentuðu efni skynsöm og eðlileg.....
Hábeinn (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 02:33
Sæll Ómar, stundum er nauðsynlegt að gáta fullyrðingar áður en þær eru settar á flug. Rétt er að Bandaríkjastjórn reyndi að koma í veg fyrir að Laxnes væri gefinn út í Bandaríkjunum á árunum á milli 1947 og 1955, en það var eftir að Sjálfstætt fólk kom út þar í landi 1946, sjá:
https://laxnessintranslation.blogspot.is/2011/09/blacklisted.html
When Independent People was published in English in the United States in 1946, the book was a major best-seller. It was a book-of-the-month selection selling nearly 450,000 copies. Certainly Laxness’ publishers would be looking for a way to quickly follow up with another book now that the American reading public had an interest in the new writer. Salka Valka had been translated by F. H. Lyon and published in England in 1936. There could have been a quick reissue of this novel until translators could complete work on World Light or Iceland’s Bell, two Laxness novels that had already been published in his native Iceland. There was no follow up to Independent People. Even after Halldór Laxness won the Nobel Prize for Literature in 1955 Independent People was not reissued even in a limited edition.
Þessi tilvitnun breytir auðvitað engu um það, að bókabrennur og bönn eru andleg illvirki. Rétt er þó að geta þess, að eftir 2000 hefur Sjálfstætt fólk og margar aðrar bækur Halldórs verið gefnar út í Bandaríkjunum. Heilli kynslóð Bandaríkjamanna var þó meinað að lesa hann.
Jakob
Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.