12.3.2017 | 13:34
Það hlýtur að koma að þessu. Af hverju ekki nú?
Það er varasamt að rugga stöðugleikabátnum, sem þjóðarskútan er um þessar mundir. Á hinn bóginn hlýtur að koma að því að aflétta gjaldeyrishöftum, þótt ekki sé nema að hluta og halda áfram þeirri vegferð sem hafin var í því skyni fyrir 4-5 árum.
Ef krónan lækkar, er hætta á hækkun vöruverðs og verðbólgu, en á hinn bóginn er ljóst, að ef einhvern tíma á að taka slaginn, er það helst nú, þegar gengið er komið hættulega hátt.
Ef það tekst að gera þetta án mikilla hræringa kann rétti tíminn að vera einmitt nú.
![]() |
Ræða afnám hafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."
Þorsteinn Briem, 12.3.2017 kl. 15:58
Í dag:
"Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál.
Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætis- og fjármálaráðherra en þeir kynntu breytingar á reglugerð varðandi afnám gjaldeyrishafta.
Höftin verða afnumin frá og með þriðjudegi segir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson."
Öll fjármagnshöft afnumin á þriðjudaginn
Þorsteinn Briem, 12.3.2017 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.