2007: "Traust efnahagsstjórn." 2017: "Dýrmætur stöðugleiki, traust stjórn."

Lítum á nokkur slagorð íslenskra stjórnmála árin 2007 og 2017. 2006 hafði munað hársbreidd að hið mærða íslenska bankakerfi kollsigldi sig og hryndi og 2016 geysaði á fullu svipuð þróun varðandi ferðaþjónustuna og gengi krónunnar. Hrun bankakerfisins kom tveimur árum síðar. Hvað gerist 2018?

1. 2007: "Traust efnahagsstjórn!".  2017:  Dýrmætur stöðugleiki! 

2. 2007: Traust og hátt gengi bjargvættarins, krónunnar.  2017: Traust og hátt gengi krónunnar. 

3. 2007: Hátt gengi krónunnar tryggir kjarabætur. 2017: Hátt gengi krónunnar tryggir kjarabætur. 

4. 2007: Uppgangur í gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinum.  2017: Uppgangur í ferðaþjónustunni. 

5. 2007: Útlendingar hafa trú á okkur og fjárfesta í íslenskum krónum.  2017: Loksins erum við að komast út úr vandræðunum sem þessi fjárfesting útlendinga skapaði. 

6. 2017: Sagt er: Krónan hefur bjargað okkur síðustu tíu ár og tryggt stöðugleika.

Hið rétta er að krónan hefur sveiflast 40-50% upp og niður á þessum tíma "hins dýrmæta stöðugleika."  


mbl.is Átta sig á hættunni á hröðum vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"2007: Uppgangur í gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinum."?!

Þorsteinn Briem, 18.3.2017 kl. 13:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 18.3.2017 kl. 13:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem vilja vera með íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil okkar sem búum hér á Íslandi verða að sjálfsögðu að sætta sig við að lágt verð í íslenskum krónum fáist fyrir til að mynda sjávarafurðir sem fluttar eru út héðan frá Íslandi vegna þess að erlendir ferðamenn moka hér inn erlendum gjaldeyri sem hækkar gengi íslensku krónunnar.

Þorsteinn Briem, 18.3.2017 kl. 13:33

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, Steini minn. Mikið var gumað af kvótakerfinu og góðum rekstri sjávarútvegsins 2007. 

Ómar Ragnarsson, 18.3.2017 kl. 13:57

5 identicon

Svo er einnig farinn að heyrast frasinn "íslenskt viðskipta- og atvinnu líf er firnasterkt". Bæði 2007 og 2017.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 13:59

6 identicon

Úr ræðu fv. forseta, flutt í London, maí 2005, þar sem talin eru upp ástæður fyrir afrekum útrásarþjófanna:

Ninth is the importance of personal reputation. This is partly rooted in the medieval Edda poems which emphasise that our wealth might wither away but our reputation will stay with us forever. Every Icelandic entrepreneur knows that success or failure will reflect not only on his or her own reputation but also on the reputation of the nation. They therefore see themselves as representatives of a proud people and know that their performance will determine their reputation for decades or centuries to come.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 14:42

7 identicon

verst að missa af ómari á selfossi. skrítið eftir um 7ár. af góðæri þarf ekki nema hluta úr árimeð háu geingi til þessað útgerðinn fari á hausinn er ekki eithvað að í sjávarútveiginum 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 17:46

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú fara menn sennilega bráðlega að tala um ,,mjúka lendingu".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2017 kl. 20:23

9 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Heyrði af einum í dag sem var að sækja um lán fyrir framkvæmdum og fékk svo góðan díl hjá bankanum að hann keypti sér splunkunyjan bíl líka............hrollur..gamalkunnugt.....:(

Ragna Birgisdóttir, 18.3.2017 kl. 22:28

10 identicon

Sæll Ómar.

Fyndnasta og jafnframt vitlausast slagorð
allra tíma er líklega: Fíkniefnlasut Ísland árið 2000 !

Auðvitað gekk stjórnmálamanni þeim gott eitt til, -
og það held ég að gildi um þá langflesta, - en
dæmigert lýðskrum var þetta og annað ekki!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband