19.3.2017 | 00:47
Ragnar Stefánsson stofnaði Skaftafellsþjóðgarð.
Ragnar Stefánsson, sem var af ætt, sem hafði átt og byggt jörðina Skaftafell um aldir, gekkst fyrir því ásamt Laufeyju konu sinni og með atbeina Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings að Skaftafell yrði að þjóðgarði.
Ragnar varð fyrsti þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli.
Sá þjóðgarður hefur síðan verið stækkaður margfalt upp í að verða Vatnajökulsþjóðgarður, stærsti þjóðgarður í Evrópu, og verður vonandi sem fyrst að ennþá stærri þjóðgarði sem nær yfir allt miðhálendi Íslands.
Milljarðamæringur gaf land undir þjóðgarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
18.3.2014:
"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.
Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land."
Þorsteinn Briem, 19.3.2017 kl. 05:50
Þessu alls ótengt. Ég var að þræta við félaga minn í gær um hvort þú hefðir tekið þetta lag með Íslenskum texta hér í denn? Ég var nokkuð viss um það enn tókst þó ekki að finna það. Getur þú skorið úr um það fyrir okkur?
https://www.youtube.com/watch?v=9Gc4QTqslN4
Bjarni G. (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.