20.3.2017 | 00:56
Fjölhæfnin skilar miklu.
Því blandaðri sem bardagaíþróttin er, því meira máli skiptir fjölhæfni.
Fyrirfram var talað mest um það að Gunnar væri sterkastur í gólfinu og að því lægju möguleikar hans að komast í færi við andstæðinginn þar.
En að sama skapi reyndu helstu andstæðingar hans að forðast að láta slíkt gerast, héldu sig í hæfilegri fjarlægð og beittu hnefahöggum eða fótaspörkum.
Í bardaga Gunnars kom hins vegar vel fram, að hann hefur náð góðum tökum á hnefaleikasviðinu, bæði í vörn og sókn.
Hann sýndi viðbragðsflýti, snerpu og fótafimi þegar hann vék sér eldsnöggt undan höggi Alans Joubans og gaf honum í framhaldinu beint og þungt hægri handar högg sem hitti í mark.
Gaman væri ef Gunnar þjálfaði upp færni í að gefa svokölluð gagnhögg, sem eru slegin sekúndubroti eftir að mótherjinn slær sín högg.
Hvað um það, áhrif höggsins voru um sekúndu að komast niður í fæturna á Jouban, sem misstu allan mátt svo að hann féll í strigann.
Gunnar gaf honum eldsnöggt spark til að búa enn betur í haginn fyrir að gera atlögu í gólfinu þar sem ekki þurfti að spyrja að leikslokum.
Nú verður æ skemmtilegra og meira spennandi að fylgjast með Gunnari.
Hann hefur sýnt flesta bestu hæfileika góðs íþróttamanns í undirbúningi sínum, er hugsandi og skynsamur, flottur á skrokkinn og með úthugsaða og þaulæfða bardagaaðferð, sem skilaði sér svo sannarlega.
Gunnar gæti barist við þann næstbesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sá ekki fyrrfi lotuna. En þetta finnst mér hárrétt greining Ómar, Gunnar hefur bætt sig rosalega í boxinu og þarna borgaði það sig upp, Þetta var rosalega flott hjá honum. Hvað drengurinn var yfirvegaður og góður á taugum skipti sköpum.
Halldór Jónsson, 20.3.2017 kl. 02:39
Jú, jú, köllum þetta íþrótt. Til að ná "árangri" þarf kraft, þol og mikla þjálfun. En ógeðsleg er þessi íþrótt og primitive.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.3.2017 kl. 08:47
Í mínum augum eru þetta bara handahófskennd slagsmál en ekki íþrótt.
=Þarna eru slæmar fyrirmyndir á ferð:
-----------------------------------------------------------------
Ég myndi frekar mæla með viðurkenndum KARATE-FÉLÖGUM:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2182961/
Jón Þórhallsson, 20.3.2017 kl. 10:39
Ekki vantar dóma sjálfvitanna á íþróttum á samfélagsmiðlunum.
Blönduð bardagalist: Handahófskennd slagsmál.
Golf: Deyjandi tómstundaiðja, fitl og snobb ríka fólksins.
Rallakstur: Átakalaust dútl undir stýri.
Ómar Ragnarsson, 20.3.2017 kl. 11:17
Um það sem kallað er mma þarf ekki frekari fjöllun en hér kemur fram:
http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/2192609/#comments
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.3.2017 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.