Ekki þægilesta leiðin til "að græða á daginn og grilla á kvöldin."

Það er ekki aðeins skortur á karlmönnum í kennarastörf heldur einnig á karlmönnum, sem ljúka háskólaprófi. 

En gróft yfirlit yfir valdastéttina bæði hér á landi og út um allan heim sýnir, að mestöll völd, auður og áhrif í heiminum liggja hjá hvítum miðaldra samkynhneigðum körlum sem hafa ekki þurft og þurfa ekki að háskólamennta sig til þess að ná hámarksárangri í því "að græða á daginn og grilla á kvöldin", heldur flýta sér eins og hægt er til að byrja að græða, stjórna, deila og drottna.  

Um leið og konur lenda í störfum og menntun, sem gera þær í drjúgum meirihluta á viðkomandi sviði, er talað um það eins og sjálfsagðan hlut að þær "verðfelli" störfin og menntunina og dragi launakjörin niður.

Viðkomandi störf eins og til dæmis í heilbrigðiskerfinu og launakostnaður við þau eru gerð að helstu "vandamálunum" í rekstri þjóðfélagsins. 


mbl.is Komið verði í veg fyrir kennaraskort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvelt að fá konur til að samþykkja laun sem eru langt undir því sem karlmenn láta bjóða sér. Og þegar konur ná meirihluta í stétt er framhaldið nokkuð fyrirsjáanlegt. Það er raunveruleikinn sama hvað fólki finnst um það.

Hábeinn (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 11:23

2 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Kæri Ómar

Ertu viss um þetta „hjá hvítum miðaldra samkynhneigðum körlum“?

Ert þú einn af þeim sem vill frekar grilla á daginn og græða á kvöldin?

Richard Þorlákur Úlfarsson, 31.3.2017 kl. 17:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í textanum hjá mér standa orðin "gróft yfirlit" og "mestöll völd" til að leggja áherslu á að að yfirgnæfandi meirihluta ríkustu og valdamestu manna heims eru af þessu sauðahús.  

Ég grilla hins vegar aldrei á daginn og á engar eignir og kannast ekki við að valdamestu menn heimsins vilji frekar græða á kvöldin en á daginn. 

Hvað farartækin snertir er ég búinn að færa mestallar ferðir mínar yfir rafreiðhjól og létt vespuvélhjól til þess að minnka persónulegt kolefnisfótspor mitt um 70% og spara all mikla fjármuni með þessar naumhyggju til að ná endum saman í kvikmyndargerðar-, tónlistar-bókaskrifa- og fjölmiðlunarverkefnum mínum.

Ef sparnaðurinn af þessu er skilgreindur sem gróðafíkn er afar sérkennileg sýn á bak við það.  

Ómar Ragnarsson, 31.3.2017 kl. 18:43

4 identicon

Kennarar og hjúkrunafræðingar eru með svipuð laun og lögfræðingar og viðskiptafræðingar hjá rìki og sveitarfélögum, en vertu ekki að lãta staðreyndir þvælast fyrir þér frekar en venjulega.

Annars er það meira en undarleg niðrstaða hjá þér að besta leiðin til að verða ríkur sé að fara ekki í hãskólanám, hvað varstu að reykja væni?

Bjarni (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 18:48

5 identicon

Eru þá ekki fáfróðir "gagnkynhneigðir" hvítir miðaldra karlmenn orðinn minnihlutahópur sem þarf að hlúa og huga að?

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 20:05

6 identicon

Stela og fela, fremur en græða og grilla.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.4.2017 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband