"Illa felur eigin slóð..."

"Follow the money", "rekið slóð peninganna," og um það hefur fréttaflutningur fjölmiðlanna snúist síðustu daga. 

Viðskiptaráðherrann frá árinu 2003 harðneitar því að nokkur tengsl hafi verið milli Ólafs Ólafssonar og Framsóknarflokksins á þeim tíma, en nú má heldur betur sjá hið gagnstæða í blöðunum. 

Ef eitthvað misjafnt þurfti að rekja á þessum tímum varð til orðtak hér á landi, hliðstætt við "fylgið slóð peninganna" í Ameríku og "gætið að konunum í spilinu" í Frakklandi, orðtakið "Finndu Finn!" (Ingólfsson).  

Nú harðneitar Finnur, sem var þó lengi vel varaformaður Framsóknarflokksins, öllum tengslum við hinn Framsóknartengda Ólaf, sem reyndar var haldið fram á tímabili í málaferlunum, að hefði verði allt annar Óli. 

Og svo er að sjá að umsvif sumra til að maka krókinn, sem stærstu slóðirnar hafa að fela, hafi sjaldan verið meiri. 

Öll þessi fjölbreytta viðleitni til að fela slóð hér og fela slóð þar minnir á gamlan kviðling sem mér hefur verið sagt að Hákon heitinn Aðalsteinsson hafi kveðið, þessa fínu hringhendu, sem mætti umorða svona: 

Illa felur eigin slóð

auðvalds deli grófur. 

Áfram kvelur okkar þjóð

ágjarn steliþjófur. 


mbl.is Finnur: „Ég á ekki þetta félag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þvílíkt og annað eins glæpalið og siðblindingjar sem þetta lið er. Lygarar,þjófar,og öll þau orð sem hægt er að finna í Íslensku máli.Landráðafólk.

Ragna Birgisdóttir, 1.4.2017 kl. 00:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Víða Ómar finnur Finn,
fjöru ljótan lalla,
réttur Óli, ekki hinn,
er með bón á skalla.

Þorsteinn Briem, 1.4.2017 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband