Gott ef þetta er orðið svona "mikið erlendis."

Gripið er til skemmtilegs orðalags Björgvins Halldórssonar í fyrirsögn þessa pistils. 

Hann grípur stundum til þess þegar hann hrífst af einhverju íslensku, sem honum finnst á heimsmælikvarða, og segir "þetta er svo mikið erlendis. 

Margar erlendar þjóðir hafa meira en aldar gamla reynslu af því að vernda fræga hella, en útbúa þó þannig aðgengi að þeim að ferðafólk geti notið fegurðar þeirra án þess að valda spjöllum. 

Á næsta ári verður hálf öld, síðan við Helga komum í Carsbad Caverns þjóðgarðinn í suðausturhorni Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum og hrifumst ekki aðeins af hinum fræga helli þar, heldur ekki síður af því hvernig umgengni um hann var stýrt. 

Alla tíð síðan hefur blasað við hve langt við Íslendingar höfum verið á eftir öðrum þjóðum í þeim efnum og ófremdarástand ríkt í sumum stærsu hellum landsins. 

Þess vegna er það mikið fagnaðarefni ef tekist hefur að búa svo um hnúta í Víðgelmi, að hann standist samanburð við það sem best er erlendis. 


mbl.is Víðgelmir heillar að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ég er kominn í "komment stuð" þá langar mig til þess að segja frá smáatviki þegar ég fór eitt sinn í hópferð til Moskvu.

Við fórum að sjálfsögðu að skoða söfn. Þegar við komum út úr einu safninu þá tók ein frúin í hópnum sælgætismola upp úr pússi sínu, stakk honum upp í sig og lét bréfið detta í götuna. Leiðsögumaðurinn horfði undrandi á hana en sagði ekki neitt.

Ég dauðsá eftir að hafa ekki tekið bréfið upp af götunni.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 23:40

2 identicon

Í heimsókn minni til New Mexico árið 1998 fór ég með foreldra mína í Carlsbad Caverns. Þeir eru stórkostlegir. Umhverfið alveg til fyrirmyndar

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 23:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Rétt­ur land­eig­enda til að inn­heimta gjald vegna um­ferðar gang­andi fólks og dval­ar á eign­ar­landi tak­mark­ast ein­göngu af samn­ing­um eða ákvæðum um al­manna­rétt til um­ferðar.

Þetta seg­ir Ívar Páls­son hæsta­rétt­ar­lögmaður í lög­fræðiáliti sem unnið var fyr­ir at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið fyr­ir þrem­ur árum."

Mega innheimta gjald af eignarlandi

Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 03:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"IV. kafli. Almannaréttur, útivist og umgengni."

"47. gr. Þjóðgarðar.

"... Frjálsa för fólks samkvæmt almannarétti er aðeins hægt að takmarka á afmörkuðum svæðum í þjóðgörðum þar sem það er nauðsynlegt til að vernda plöntur, dýr, menningarminjar eða jarðminjar. ..."

Lög um náttúruvernd nr. 60/2013

Þorsteinn Briem, 5.4.2017 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband