Hvað um rafvæðingu fiskveiði- og dráttarvélaflotans?

Það er gott og blessað að eiga sex mánaða birgðir af heilnæmum mat og ómenguðu neysluvatni á hverjum tíma eins og kemur fram sem markmið stjórnvalda í dag. 

En það gæti líka komið fyrir, að fæðuöryggi verði ógnað vegna skorts á olíu til að knýja þau tæki, sem afla okkur fæðu. 

Á sjó er það fiskiskipaflotinn, sem allur er knúinn olíu. 

Á landi er það landbúnaðurinn sem stendur og fellur með dráttarvélum, sem eru olíuknúnar. 

Í seinni heimsstyrjöldinni sáu frumstæðar aðstæður til heyskapar til þess að við bjuggum við fæðuöryggi á því sviði. 

Að stærstum hluta var heyja aflað með því að nota hesta og handafl til að slá og heyja. 

Nú eru þessi tæki, hestasláttuvélar, hestarakstrarvélar, hestvagnar og aktygi á hestana, öll löngu horfin sem og orfin og ljáirnir, sem menn gátu slegið með. 

Þegar ég fór í sveit 1950 voru þessi tæki enn notuð eingöngu á bænum, sem ég var á og var svo að mestu næstu fimm árin. 

Í landinu er nóg af hestum til að nota við heyöflun, ef skortur verður á olíu, en engin tæki. 

Ofanritað er ekki skrifað í gríni, heldur í fúllri alvöru. 

Annað hvort ræða menn af fullri alvöru um fæðuöryggi út í hörgul eða sleppa því. 

Augljósasta leiðin væri að kanna möguleikana á því að rafvæða dráttarvélaflotann. 

Við erum eina þjóðin, nema kannski að Norðmönnum undanskildum, sem þurfum ekki að hengja okkur endalaust á jarðefnaeldsneyti, hvorki á samgöngu- og fæðuöflunartækin sjálf, né á orkuver, til að nýta hreinan, innlendan orkugjafa til fæðuöflunar.

Þetta er þeim mun mikilvægara, að við erum eyþjóð, langt frá öðrum þjóðum, og erum þess vegna berskjölduð, ef samgöngur til landsins teppast.  


mbl.is Sex mánaða matarbirgðir séu á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skortur á olíu, ef samgöngur til landsins teppast, mundi einnig orsaka skort á smurolíu. Engin smurolía og virkjanir stöðvast. Og þá er ekkert rafmagn. Ef samgöngur til landsins teppast mun einnig fljótt skorta varahluti í tól og tæki til samgangna og framleiðslu. Ef samgöngur til landsins teppast getum við reiknað með því að skortur verði bæði á olíu og rafmagni.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.4.2017 kl. 11:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað magnið varðar er miklu auðveldara og minna umfang í því að safna birgðum af smurolíu en olíu og bensíni.  Skorti á tólum og tækjum er líka auðveldara að fresta af svipaðri ástæðu. 

Ef samgöngur til landsins teppast í sumarbyrjun fellur heyskapur einfaldlega niður í minnst eitt ár, jafnvel þótt samgöngur kæmust aftur á um haustið. 

Ómar Ragnarsson, 6.4.2017 kl. 11:38

3 identicon

Það virðist vera ótrúlega lítið framboð af rafknæunum vélum til að vinna við landbúnað. Ég hef verið að leita að rafknúnum liðléttingi til að nota inni í fjósi. Það hefur likleg verið fluttur inn einn slikur og það eru mjög fáir framleiðendur sem geta boðið upp á þá. John Deere virðist vera að þróa rafknúna stóra dráttarvél, en ef leitða er á netinu virðist lítið vera að gerast í þessum efnum. Þetta er merkilegt vegna þess að oft er góð aðstaða til þess að hlaða þessi tæki vegna þess aðþau eru oftast nærri starfstöðinni, það er bændabýlinu.

Þorsteinn Ólafsson (IP-tala skráð) 6.4.2017 kl. 11:50

4 identicon

Ef samgöngur til landsins teppast í sumarbyrjun þá er birgðastaðan oftast þannig að ekki færi að bera á olíu og bensínskorti fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðju sumri.

Að safna birgðum af olíu og bensíni er lítið mál ef ákveðið er að gera það. Að eiga hálfs árs byrgðir af öllum varahlutum og smurolíugerðum, mat og lyfjum væri sennilega flóknara verkefni.

Þeir sem tala um fæðuöryggi en einblína bara á eitt atriði sem gæti orðið skortur á minna mig á konuna sem stóðu upp þegar rafmagnið fór af og slokknaði á sjónvarpinu. Þá átti að nota tækifærið og strauja eða ryksuga.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.4.2017 kl. 12:36

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einmitt, Hábeinn. Ég er að benda á eitt af fjölmörgum atriðu, sem koma ættu til skoðunar hjá þjóðaröryggisnefndinni. 

Ómar Ragnarsson, 6.4.2017 kl. 12:40

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Olían sem er um borð í fiskiskipum, ef að samgöngur frá og að Íslandi stoppa, duga til fæðuöflunar (fiskneyslu) í marga mánuði, líklega 1-2 ár. ca 20-30 þúsund tonn af bolfiski.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.4.2017 kl. 12:55

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það væri nauðsynlegt að einhver málsmetinn einstaklingur hefði málfrelsi til að minnast á hexachlórbenzene (HCB) í háloftunum, og afleiðingar ýmissa fleiri eiturspúandi orrustuflugvéla?

Blekkingar og áróður sturlaðra ránseigenda heimsveldisbanka eru að eitra fyrir skordýrum jarðar (stórum og smáum) á óverjandi herþotuhátt.

Hvað segja heimsveldis einokunarstækkunarstjóra Stokkhólmarar í Swerge um það?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.4.2017 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband