Stefnir í stórslys í náttúruverndar- og umhverfismálum að Fjallabaki?

Stórvaxandi ferðamannastraumur hefur valdið því undanfarin ár að öll viðbrögð við því ástandi, sem hefur skapast, verða æ lengra á eftir tímanum. 

Margir hafa af þessu réttmætar og miklar áhyggjur og fyrir dyrum standa miklar framkvæmdir á hinu einstæða svæði að Fjallabaki og innan friðlandsins þar, sem vekja alvarlegar spurningar um það hvert stefni. 

Sumir taka svo djúpt í árinni að segja, að það stefni í stórslys í náttúruverndar- og umhverfismálum á þessu svæði. 

Svæðið hefði fyrir löngu átt að verða skilgreint sem þjóðgarður og umgengni við það að vera í samræmi við það. 


mbl.is 2.300 bílar í Landmannalaugar á viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hreinar ekjur Ríkissjóðs af ferðaþjónustunni nema tugum milljarða á ári.
Ferðaþjónustan we 10X stærri atvinnugrein en stóriðja.
Aðkomu Ríkisins af þessari atvinnugrein er best lýst með hugtakinu; - "take the money and run".  
Það er löngu ljóst að það er einungis á færi Ríkisins að tryggja stjórnsýslu ag aðgerðir sem nauðsynlegar eru til verndar og viðgangs fjölsóttra ferðamannastaða.
Fyrirmyndin er 101 árs ára gömul Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna. Auk þjóðgarðanna sér stofnunin um rekstur fjölda fjölsóttra sögustaða og náttúrvætta.

-en auðvitað þarf Ríkið einhverstaðar að sækja peningana sem fara í að niðurgreiða stóriðjuna.........

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 16.4.2017 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband